Er að byrja aftur!

Já ég fékk ábendingu um það að ég væri liggur við hættur að blogga, en hef tekið ákvörðun um að reyna að mjaka mér inn í það að byrja aftur.  Sannleikurinn er bara sá að ég hef verið á með lengsta þunglyndisskeiði sem ég hef lent í lengi.  Já maður á sínar stundir eins og aðrir býst ég við, þrátt fyrir að maður sýni sterkt front út á við, þá er það bara þannig að ég hef verið mjög þungur í skai og neikvæur með meira móti, þó ég hafi kannski ekki séð það sjálfur á köflum.  En nú er breyting á og farið að birta til í lofti og mínum huga líka.

Ég er líklega á leið til Los Angeles á sýningu í mars og það verður mjög gaman að takast á við það verkefni held ég.  Ferðin er í um viku, þannig að kannski er þetta erfit þannig en gaman samt að fara og afla sér upplýsinga um þá hluti sem maður er að vinna í.  Eftir þá ferð er stefnan tekin á Danmörk til Kötu, en þar ætlar maður að eyða afmælisdeginum og svo páskunum í framhaldi.  Ekkert nema fjör  í upsiglingu hjá manni og ástæða til að brosa hringinn.

Ræktin gengur fínt og er ég allur að eflast á vinstri hliðinni, en eins og þið flest vitið þa hef ég verið frekar kraftlaus eftir heilablóðtappann þarna um árið og líður mér mjög vel að vera kominn af stað í þessu átaki mínu.  Maður hitir líka mikið af fólki sem maður þekkir í Classanum og bara gaman að því.  Ætla að hætta að reykja á næstunni og st3efni á 1.mars.  Þið verðið að hvetja mig áfram í því átaki, því það á eftir að taka á taugarnar held ég.

Annars allt gott hér.  Kvittið fyrir ykkur eins og vanalega.  Maður verður að vita að maður sé að gera þetta fyrir einhvern sko!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott hjá þér, bakka þig fullkomlega upp með 1. mars

Þóra S. (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 17:23

2 Smámynd: Einar  Lee

Þakka það Þóra manni veitir ekki af allri aðstoð sem hægt er að fá.

Einar Lee, 16.2.2008 kl. 17:51

3 Smámynd: Mín veröld

gaman að heyra í þér í dag það er svo mikið að gera  hjá mér þessa dagana er að hjálpa til hjá pabba! náði ekki að hringja í þig aftur í dag en heyri í þér á morgun !

Mín veröld, 17.2.2008 kl. 01:51

4 Smámynd: Einar  Lee

Ekkert mál Björk og það var frábært að heyra frá þér líka.  Þú ert með gsmnúmerið. 

Einar Lee, 17.2.2008 kl. 09:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Laverne Lee

Höfundur

Einar Lee
Einar  Lee

Er í nýrnavél og reyni samt að vera jákvæður

póstfang; ell@hive.is

Persónulega bloggið er:

www.blog.central.is/lee33

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband