Ferðalög framundan....jibbí!

Já það má með sanni segja að það sé mikið um að vera hjá manni þessa dagana.  Ég er á leið til Los Angeles, en það kom allt á hreint í byrjun vikunnar, en fylgdarmaður minn verður hún Anna Kristín vinkona mín.  Við erum sem sagt á leið á hjálpartækjasýningu, eða þ.e sýningu á hjálpartækjum fyrir fatlað fólk, og er þetta sú stærsta sinnar tegundar í heiminum í dag.  Við förum á laugardegi, þann 8. mars, og byrjum á því að stoppa og ná andanum í Minneapolisí tvo daga og förum svo til LA og verðum þar fram á laugardag, 15. mars og lendum hér svo aftur að morgni þess 16.  Mikil keyrsla, en það verur bara gaman.

Ekki nóg með þetta heldur ætla ég svo í beinu framhaldi til Odense til Kötu, en ég og Heiðar Már ætlum að eyða afmælisdögunum okkar þarna úti vellystingum og afslöppun yfir páskana.  Mikið að gerast hjá manni næsta mánuðinn sem sagt, en það er bara gaman.

Á morgun er ég á leið í afmælisveislu hjá henni Ollý, og langar mig að nota tækifærið og óska gellunni til hamingju með 30 árin, velkomin í heldri manna tölu Ollý mín........tíhí.  Sé þig hress á morgun elskan.

Svo næstu helgi er það kaffiboð hjá Björk vinkonu, en hún er líka að verða þrítug.  Annars hef ég enga hugmynd um hvenær hvorug þeirra á afmælisdag, en lýsi hér með eftir vitnum að þeim merku dögum, ef einhverjir vita þá hér inni.  En vill líka óska björk til hamingju með afmælið og sé þig næstu helgi dúllan mín.  Ef þú ert laus um helgina máttu hringja í mig Björk.

Lífið allt á hundrað og hugurinn líka, þannig að maður er hálfringlaður, en skrifa meira á næstunni. 

Ciao amigos and senoritas


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mín veröld

haha! ég á afmæli 27 feb! hlakka til að sjá þig, verð alla helgina núna hjá pabba að þrífa og elda en heyri kannski í þér annað kvöld ef ég kem ekki seint hem

 knús Björk!

Mín veröld, 23.2.2008 kl. 03:23

2 Smámynd: Mín veröld

næsta  sunnudag á flyðrugranda 14  um 3 leytið

hlakka til að sjá þig!

Mín veröld, 24.2.2008 kl. 02:47

3 identicon

þú ert alltaf flottastur dúlla. . . . endalaust á faraldsfæti. . . .eigum eftir að skemmta okkur vel í Odense sæti :)

kata (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 20:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Laverne Lee

Höfundur

Einar Lee
Einar  Lee

Er í nýrnavél og reyni samt að vera jákvæður

póstfang; ell@hive.is

Persónulega bloggið er:

www.blog.central.is/lee33

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 514

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband