5.7.2008 | 16:36
Heim á klakann á ný.
Jæja þá er maður kominn heim á klakkann á ný eftir tíu daga í Danaveldi á ferðalagi með Kötu og fjöllskyldu hennnar. Við vorum í útskrift hjá Kötu á föstudaginn í síðustu viku, en hún var að útskrifast sem geislafræðingur þarna í Dk, og fórum svo til Horsens þar sem við höfðum fengið leigt hús í viku. Keyrðum við svo þaðan í svona smá túra, t.d til Þýskalands og svo í einnn dýragarð rétt hjá Horsens, og var þetta mjög fín vika. Veðrið var ágætt, skýjað fyrstu dagana og svo kom 30° og sól síðustu þrjá dagana, sem var frábært fyrir okur sólar elskendur. Þetta var mjög fín afslöppun, þar til kom að heimför.
Dagurinn í gær byrjaði snemma. Vöknuðum jöll fyrir átta og höfðum okkur til í ferðalagið til Köben. Flugið heim var ekki fyrr en ellefu um kvöldið, en við stoppuðum í Odense á leiðinni og versluðum smá. Vorum komin á völinn um sex og hófst þá eltingarleikur við hvar við ættum að leggja og skilja eftir bílaleiguubílinn. Fundum það og komum okkur að check inn. Þá leit út fyrir margra klukkutíma seinkun á flugi, sem endaði í einum og hálfum tíma, sem var ekkert á miðað við að flugið á undan okkar var fellt niður. Flugum heim og rétt fyrir lendinguna er kallað hvort læknir sé um borð. Er við lentum komumst við ekkert út úr vélinni fyrr en kona sem hafði fallið í yfirlið var frá ganginum og maður sem hafði fallið í eitthvað annað hafði verið fjarlægður með sjúkrabíl, en við fengum aldrei að vita hvað hafði komið fyrir hannk.....komum sem sagt ekki hingað heim til mín fyrr en rétt um fjögur um morguninn, og ég féll út af af þreytu um leið og ég lagðist á koddann.Sem sagt langt og stressandi ferðalag heim.
Vikuna á undan fór ég í annað ferðalag á Hala í Suðursveit með vinnunni og skemmti mér konunglega.. Tók nokkrar myndir þar, en ætla að skrifa smá um ferðina með myndum í næsta bloggi.
Meira síðar
Um bloggið
Einar Laverne Lee
Tenglar
Digital hljóð o.fl. því tengt
Allt sem tengist Daisy tækninni og digital hljóðbókum
Vinirnir
Vinir á öðrum bloggsvæðum
Bloggvinir
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Þórdís tinna
- Óttarr Makuch
- Anna Lilja
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Bjarni Kjartansson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bwahahaha...
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Gísli Foster Hjartarson
- gudni.is
- Guðmundur Gunnlaugsson
- Gunna-Polly
- Heiða B. Heiðars
- Heiðar Már Guðlaugsson
- Jens Guð
- Kristinn Halldór Einarsson
- Lilja Sveinsdóttir
- Mín veröld
- Nína
- Ólafur Þórðarson
- Ómar Ragnarsson
- Pálmi Gunnarsson
- Sigurbjörg Guðleif
- Þröstur Helgason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ og velkomin heim:) Það er alltaf svo gott að koma heim
Sigurbjörg Guðleif, 6.7.2008 kl. 14:06
Hehehe alltaf einhver hasar í kringum þig þaddna.
Velkominn heim, vona að þú sért hressari.
Guðrún B. (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 23:13
Þakka kærlega fyrir heimsóknina hingað í karlaathvarfið...
Kv Tiddi
Tiddi (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 17:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.