Bloggi blogg!

Jahá.  Eftir að maður tók upp á því að fara á fésbók þá hefur maður bara gleymt því að maður rekur líka bloggsíðu, en nú ætla ég að reyna að bæta úr bloggleysi og segja ykkur hvað hefur verið að gerast hjá mér upp á það síðasta.

Ég hef verið að vinna, vinna, vinna og svona að reyna að eiga líf á milli þess sem ég lendi inni á spítala með lungun hálffull af vökva, en nýrun eru orðin slöpp.  Það var vitað að með hjartaaðgerðinni myndu nýrun fá alvarlegan skell og það er að koma betur í ljós núna hversu mikinn, en maður verður bara að takast á við það eins og allt annnað held ég.  Læknar reikna með því að ég þurfi í nýrnaaðgerð einn daginn en það er ekki vitað hvenær.  Við yfirstígum þá hindrun er að henni kemur.

Kreppan hefur lítil áhrif hjá mér, enda um annað að hugsa en það.  Lífið er ekki peningar.  Hamingjan felst í að lifa lífinu á meðan maður getur.  Enginn veit það betur en ég.  Fólk á að hætta þessu volæði um tap og kreppu og fara að takast á við þann raunveruleika að græðgi er manninum eðlislæg og við getum ekkert gert nema að sigla í gegnum þetta.  Látið ástvini og þá sem minna mega sín njóta góðs af velvild ykkar og gefið, því ekkert gleður manns eigið hjarta meira nema að gefa öðrum.  Tilviljanakennd góðverk er það sem þjóðfélagið þarf að fara að taka upp á.

Njótið heil þar til næst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Laverne Lee

Höfundur

Einar Lee
Einar  Lee

Er í nýrnavél og reyni samt að vera jákvæður

póstfang; ell@hive.is

Persónulega bloggið er:

www.blog.central.is/lee33

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband