Eitt rekur annað.

Það má með sanni segja að eitt reki annað í sjúkrasögu minni, sem er orðin lengri en elstu menn muna orðið.  Ég fór til nýrnasérfræðings í gær og fékk að vita að nýrun í mér eru komin á síðasta snúning.  Þau fóru alvarlega út úr hjartaaðgerðinni í vor en jöfnuðu sig svo aðeins, en hafa hægt og rólega verið að gefa sig.  Nú er svo komið að ég þarf á skiljun að halda og hefst hún eftir áramótin og í framhaldi þarf að huga að líffæragjöf.

Ég var nú að vonast til að þessu væri lokið en, nei, það á ekki af manni að ganga.  Ef að lífið gengur út á að læra af því og taka það með sér yfir í það næsta þá verð ég nú að segja að ég er kominn með fullmikið nóg af þessum lærdómi og orðinn frekar þreyttur á þessu ástandi.  En það þýðir víst ekki að gefast upp, þó maður vilji það stundum bara.  Maður tekst á við þetta eins og allt annað sem maður hefur gengið í gegnum og vonar að nú sé endinum náð í þessarri löngu sjúkrasögu.

Annars er allt ágætt að frétta af mér.  Á leið til USA eftir rúmar þrjár vikur, svona á miðað við að allt haldist í lagi með mig.  Vinnan gengur vel, nóg að gera og mikið um skemmtanir framundan.  Fer á jólaskemmtun í vinnunni á föstudaginn og á hlaðborð með hinni vinnunni á laugardaginn á Nordica hótel.  Svo er hlaðborð hér á safninu aðra helgi, mamma heldur upp á afmælið þann 13.des og svo fer maður bara út þann 20.des.  Sem sagt brjálað að gera hjá manni.

Kveð í bili, en eins og vanalega þá læt ég ykkur heyra hvernig gengur um leið og ég veit meira.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Laverne Lee

Höfundur

Einar Lee
Einar  Lee

Er í nýrnavél og reyni samt að vera jákvæður

póstfang; ell@hive.is

Persónulega bloggið er:

www.blog.central.is/lee33

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband