26.11.2008 | 14:05
Eitt rekur annað.
Það má með sanni segja að eitt reki annað í sjúkrasögu minni, sem er orðin lengri en elstu menn muna orðið. Ég fór til nýrnasérfræðings í gær og fékk að vita að nýrun í mér eru komin á síðasta snúning. Þau fóru alvarlega út úr hjartaaðgerðinni í vor en jöfnuðu sig svo aðeins, en hafa hægt og rólega verið að gefa sig. Nú er svo komið að ég þarf á skiljun að halda og hefst hún eftir áramótin og í framhaldi þarf að huga að líffæragjöf.
Ég var nú að vonast til að þessu væri lokið en, nei, það á ekki af manni að ganga. Ef að lífið gengur út á að læra af því og taka það með sér yfir í það næsta þá verð ég nú að segja að ég er kominn með fullmikið nóg af þessum lærdómi og orðinn frekar þreyttur á þessu ástandi. En það þýðir víst ekki að gefast upp, þó maður vilji það stundum bara. Maður tekst á við þetta eins og allt annað sem maður hefur gengið í gegnum og vonar að nú sé endinum náð í þessarri löngu sjúkrasögu.
Annars er allt ágætt að frétta af mér. Á leið til USA eftir rúmar þrjár vikur, svona á miðað við að allt haldist í lagi með mig. Vinnan gengur vel, nóg að gera og mikið um skemmtanir framundan. Fer á jólaskemmtun í vinnunni á föstudaginn og á hlaðborð með hinni vinnunni á laugardaginn á Nordica hótel. Svo er hlaðborð hér á safninu aðra helgi, mamma heldur upp á afmælið þann 13.des og svo fer maður bara út þann 20.des. Sem sagt brjálað að gera hjá manni.
Kveð í bili, en eins og vanalega þá læt ég ykkur heyra hvernig gengur um leið og ég veit meira.
Um bloggið
Einar Laverne Lee
Tenglar
Digital hljóð o.fl. því tengt
Allt sem tengist Daisy tækninni og digital hljóðbókum
Vinirnir
Vinir á öðrum bloggsvæðum
Bloggvinir
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Þórdís tinna
- Óttarr Makuch
- Anna Lilja
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Bjarni Kjartansson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bwahahaha...
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Gísli Foster Hjartarson
- gudni.is
- Guðmundur Gunnlaugsson
- Gunna-Polly
- Heiða B. Heiðars
- Heiðar Már Guðlaugsson
- Jens Guð
- Kristinn Halldór Einarsson
- Lilja Sveinsdóttir
- Mín veröld
- Nína
- Ólafur Þórðarson
- Ómar Ragnarsson
- Pálmi Gunnarsson
- Sigurbjörg Guðleif
- Þröstur Helgason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.