Úfff meiri vikan að baki.

Það er oft sagt að maður fái skell, og hann harðan stundum í lífinu.  But boy, oh boy.

Á þriðjudaginn fór ég til nýrnasérfræðings og kom þá í ljós að ég þarf nýrnaígræðslu.  Hún hringdi í mig og staðfesti það á miðvikudaginn á hádegi.  Nú ég fór beint til vinnuveitanda míns og sagði henni framhaldið.  Hún vildi vita hvort þetta hefði einhver áhrif á mig varðandi vinnu sem ég tel ekki verða mikla strax.k.  Það næsta sem kom út úr henni kom mér alveg úr andlegu jafnvægi.  Mér var tilkynnt að ég myndi ekki fá endurnýjaðann starfssamning í vor, eða já með 7 mánaða fyrirvara fékk ég að vita að ég myndi missa vinnuna.  Ég vissi að það yrðu breytingar, en þurfti manneskjan að koma með þetta í sama samtali og ég tilkynnti henni eina erfiðustu tillkynningu sem ég sjálfur hef fengið.  Ég hef verið í andlegu rusli síðan vinir.  Og ekki nóg með þetta.  Á fimmtudaginn missti ég líka fjölföldunina sem ég hef verið með hérna heima sl. rúm tvö ár.  Þvílík vika.

Skil ekki hvernig hægt er að segja fólki með margra mánaða fyrirvara að það missi vinnuna.  Vinnuveitendur hljóta að gera sér grein fyrir að frá og með þessarri tilkynningu þá er sá starfsmaður bara orðinn áskrifandi að launum sínum og leggur ekki sig ekkert fram meira en þörf og tilefni krefur.  Húmorinn verður ónýtur og alveg eins hægt að borga manneskjunni launin út til að halda andliti, ekki satt?  Sérfræðiþekking sem starfsmaður hefur aflað sér er fyrir bí og þar fram eftir götunum.  Skrýtið enn frekar að segja þetta í sama samtali og maður er að tilkynna veikindi!!

Ég hef að vísu orðið var við skrýtna hluti eftir að ég kom úr hjartaaðgerðinni í minn garð sem ég nenni ekki að tíunda hér en hafa gert að verkum að mér hefur liðið illa í vinnunni í haust.

Jæja læt ykkur fylgjast með elskurnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Úff, miklar samstöðukveðjur utan úr bæ.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 30.11.2008 kl. 23:46

2 identicon

Ekki gott að heira, og ég þykist þekkja kallinn. Ég veit að vinnan hefur verið þitt ankeri í gegnum tíðina og þegar það slitnar getur dallurinn farið á rek sem er ekki gott, sérstaklega þegar vélarrúmið er ekki í lagi. EN, þar sem þú ert sá sem þú ert þá get ég ekki ímyndað mér annað en að þú vitir af fleiri ankerum til að halda dallinum á sínum stað svo að hann reki ekki upp í land og strandi. Þú ert með helvíti langa sjóferðabók Einsi minn og eitt veit ég að þú ert einn af mjög fáum sem hafa alltaf (einhvern veginn í anskotanum) alltaf náð landi, þrátt fyrir bilaða aðalvél og laskaðar dælur. Við förum ekki að láta annað lið segja okkur hvernig okkur á að líða. Þú ert skipstjóri á þínum dalli Einsi minn og þú ert með ágætis áhöfn í kringum þig notaðu hana. Heiri íðjer í dag Gilli (Bátsmaður)

Gilli bró (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Laverne Lee

Höfundur

Einar Lee
Einar  Lee

Er í nýrnavél og reyni samt að vera jákvæður

póstfang; ell@hive.is

Persónulega bloggið er:

www.blog.central.is/lee33

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 505

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband