Vandræðahelgi.

Ekki byrjaði þetta vel um helgina.  Ég fór út úr skiljunni með of mikinn vökva á mér3 eða 1,5 lítra, sem þýðir að ég má ekki drekka nema 1 líter á dag fram á þriðjudag......og þá þýðir ekki að borða neitt sem gerir mann þyrstan því þetta er næstum lífsómögulegt að gera, mæli með að allir reyni þetta áður en þeir segja ekkert mál.  Ég kom í skiljuna í gær og gat þá ekki labbað nema nokkur skref án þess að fá svimatilfinningu vegna þess mikla bjúgs sem ég var með á mér, eða nær 7,5 lítra.  Ekki er hægt að taka nema ákveðið mikið á þeim tíma sem ég er í skiljunni svo þetta var niðurstaðan og nú sit ég þurr í munni að reyna að halda mig frá vökva, langar alls ekki að líða jafn verulega illa og í gærmorgun.  Hef líka bara sofið síðan í gær sökum þess að líkaminn á mér tekur tíma að ná sér eftir svona reynslu.

Finn að eftir nær 3 ár með nýrnabilun er kroppurinn orðinn verulega máttvana og á ég orðið erfitt með að gera hluti sem ég hef gaman af.  Hjartað á mér er farið að segja verulega til sín á milli skiljana sökum vökvans og á ég oft orðið erfitt með að vera jákvæður.  Ég veit að einn daginn fæ ég líffæri, en þegar maður veit bara að það verður einn daginn, þá virðist biðin endalaus og vonleysið sækir oft á mann.  Veikindin eru farin að hafa veruleg áhrif á vinnumætingu og þar með fjármálin hjá manni og það sækir allt enn frekar á hugann.  Það er svo félagslega mikilvægt að geta unnið og líka að þegar fjármálin versna, lokar maður sig meira inni því maður hefur ekki efni á að fara neitt.  Langtímaveikindi eru eitt en þegar maður er búinn að berjast fyrir lífi sínu í nær áratug þá fer þetta allt saman að taka verulega á sál og líkama.  En ég reyni mitt besta að halda jákvæðninni og berjast áfram fyrir lífi mínu.  Ég hef jú farið í gegnum marga slæma hluti og þessi ætti að vera auðveldur.  Fjármálin reddast með hjálp góðs fólks.  Bendi á bloggið á undan þessu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Laverne Lee

Höfundur

Einar Lee
Einar  Lee

Er í nýrnavél og reyni samt að vera jákvæður

póstfang; ell@hive.is

Persónulega bloggið er:

www.blog.central.is/lee33

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband