Færsluflokkur: Bloggar

Engin furða

Maður er alveg hættur að furða sig á þessarri árlegu frétt um aukna kortanotkun landanns.  Að vísu með kreditkortaukninguna á þessu ári má líka rekja hana til þess að það eru engin færslugjöld á kreditkortum og þess vegna gífurleg aukning á þeirri notkun.

Annars hlýtur að teljast heimsmet hvað Íslendingar nota mikið kort, en við sláum heimsmet í öllu, meira að segja verslunaræði ef marka má fréttir frá Toys'R'Us þar sem við erum í efstu sætðum yfir mestu sölu af 1800 verslunum þeirra um allann heim.


mbl.is Innlend kortavelta hefur aukist um 11,5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óumflýjanleg fákeppni

Já það er nú bara orðið þannig að við getum ekki flúið fákeppnina hér á landi því ríkisvaldið hefur ekki fylgst með þróun eignarhalds á matvörumarkaði.  Það ætti ekki að koma neinum á óvart að óeðlilegt samráð sé haft þegar ekkert er fylgst með neinum.  Það eina sem nú þarf að gera er að neytendur taki sig saman og sýni andúð sína á þessarri hegðun kaupmannna.  Skildu Íslenskir neytendur ekki hafa það í sér að gera það?  Eða verður þetta eins og allt annað sem kemur upp hér á landi, öllu tekið með þegjandi háttalagi neytenda sem láta sig litlu varða hvernig er valtað yfir þá á degi hverjum.  Íslendingar rísið nú upp á afturlappirnar og sýnið andúð ykkar í verki!!!! 
mbl.is Kerfisbundið haft áhrif á verðkannanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fleiri klósett í miðbæinn.

Eftir að löggan fór að taka upp þá reglu að sekta fólk fyrir brot á lögreglusamþykkt, eða bara fyrir það eitt að kasta af sér vatni  eins og maður segir það öðrum orðum, þá hefur maður velt því fyrir sér hvað borgin ætlar að gera í því að auka klósettframboð í miðbænum.  Manni finnst ekki nóg að setja nokkur gjaldskyld klósett við Ingólfstorg heldur þarf að gera betur svo fólk þurfi ekki að kasta af sér vatni á víðavangi.
mbl.is Nokkur erill hjá lögreglunni í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lögregluríkið Ísland

Ætli það sé ekki rétt að kalla þetta land það eftir að hafa heyrt fréttir í kvöld þar sem kom fram að þessi mótorhjólasamtök Hells Angels hafa ekki verið skráð glæpasamtök og einnig kom fram að almennir meðlimir eru að slíta sig frá þeim meðlimum sem hafa einmitt verið hluti af glæpalýð innan gengisins.

Með þetta í huga hlýtur maður að spyrja sjálfan sig hvort lögreglan hafi gert tékk á afbrotaferli þessarra meðlima sem voru að reyna að kíkja á landið okkar.  Nú erum við búin að úthýsa klámi, eins og frægt varð á árinu, og nú ætlum við bara að leyfa þeim að koma hingað sem okkur líkar við.  Hvað næst?  Ætlum við bara að gera eins og Kastró,hleypa öllum glæpamönnunum okkar úr fangelsum og senda þá til Noregs, því okkur líkar ekki við þá.  Menn verð að fara að varast að taka ákvarðanir byggðar á í hvaða hópi menn eru.  Ég hef hvergi heyr koma fram að þessir aðilar séu dæmdir stórglæpamenn.


mbl.is Félögum í Vítisenglum neitað um landgöngu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stofninn hruninn

Þetta finnst mér alltaf jafn merkileg frétt á hverju ári, minna um rjúpu nú en áður.......er það nema furða. Það hefur verið gengið á stofninn í áratugi og fyrrverandi umhverfisráðherra var að reyna að minnka veiðar og þá varð allt brjálað.  Hún setti á veiðibann og missti starfið fyrir vikið.  Þessar rjúpnaskyttur, í bland við einhverja hefð hjá fólki að borða rjúpu um jólin, kemur til með að gera íslensku rjúpuna útdauða innann fárra ára.  Skárra væri bara að banna veiði á henni og leyfa þessum stofni að stækka á ný.  Hver rjúpa er varla matur fyrir einn hvort eða er.
mbl.is Færri rjúpur en í fyrra veiddar á fyrsta degi veiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ömurleg aðför a ð fólki

Já hér er alveg ljóst að maðurinn hefur lent á milli skers og báru hvað varðar skatt og TR.  Helmingurinn fór í skattinn en hinn í TR.  Það er alveg orðið deginum ljósara að þeir sem minnst hafa á milli handanna í þessu þjóðfélagi komast illa út úr þeim veruleika vegna svona vitleysu.  TR ætti einmitt að byggja upp frá grunni með mestri áherslu á að taka í burtu flestar tekjutengingar.  Ekki allar, en flestar t.d makatengingar.

Ríkið ætti að sjá velferð í því að þeir sem slæmt hafa það fjárhagslega í þjóðfélaginu, nái sér upp og verði virkari þáttakendur í samfélaginu.  Það er einmitt svona hlutir sem gera að verkum að margir á bótum vilja ekki vinna af hræðslu við að missa sitt.


mbl.is Stórtapaði á að þiggja bætur eftir slys
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Setja fram tryggingar.

Það ætti að gera öllum þeim er ferðast um hálendi Íslands að leggja fram tryggingar, ef það kemur upp að það þurfi að leita að þeim eða bjarga úr háska.  Kostnaður björgunarsveita við svona leitir er gífurlegur og ekkert nema sjálfsagt að fólk taki þátt í þeim kostnaði ef það þarf að leita að því.  Það er ekki frítt að fara á spítala í dag, en það má láta eyða milljónum í leit að tveimur mönnum ef þeir týnast.  Sérstaklega á þetta þó við um útlendinga(ferðamenn).  Láta þá borga fyrir svona  leitir.


mbl.is Leitað að rjúpnaskyttum við Hlöðufell í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eðlilegir viðskiptahættir

Verðkannanir eru gerðar mörgum sinnum á dag, overð lækkuð eða hækkkuð eftir því hvað er að gerast hjá samkeppnisaðilanum.  Kalla mætti þetta samráð en þetta er eina leiðin fyrir fyrirtæki í samkeppni að fylgjast með verði á markaði, senda fólk út og finna út hvað hinir gera.  Þetta hefur alltaf verið gert á þessum markaði og er kannski besta leiðin til að halda verði niðri.

Ég var sjálfur að vinna hjá Bónus fyrir morgum árum og staðan með tilboðsvöru var að annaðhvort fela hana þannig að hún seldist hægar, því framboðið var kannski ekki mikið og eftirspurn mikil.  Maður varð að eiga vöruna yfir daginn og þar með var hún set á minni séðann stað.

Alveg öruggt að þessi fyrirtæki eigi ekki í samráði, því það hefur alltaf verið mikill fjandskapur á milli þeirra.   Go mínir menn í Bónus........massið þetta folar.!!!!!!!


mbl.is Segir blekkingum beitt þegar verðkannanir eru gerðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórmál

Maður spyr sig eftir að hafa horft á fréttir í kvöld, hvað sé eiginlega í gangi þarna.  Það leit allt út fyrir að þarna væri á ferð hópur hryðjuverkamanna sem væru með heila kjarnorkusprjengju í síunum fórum.  Hey gott mál ef þeir koma í veg fyrir glæpi með því að leggja hald á vopn, en come on, þetta leit út fyrir að vera skot yfir markið hve mikill viðbúnaður var þarna á ferð.

Svo spyr maður sig aftur, heldur lögreglan að þeir komi í veg fyrir að menn ferðist til landsins.  Baara af því þeir eru í bifhjólaklúbbi þá mega þeir ekki koma.  Tékka þeir kannski á því hvort menn tengist rússnesku mafíunni ef þeir eru með rússneskt vegabréf?  Var gert bakgrunnstékk á öllum mönnum Impregilo áður en þeir komust inn í landið og tékkað þá á því hvort þeir tengdust ítölsku mafíunni?  Alþjóðavæðingin gerir það að verkum að við getum ekki tékkað á eða stoppað alla sem tengjast einhverjum samtökum sem koma hingað til lands.  Vonandi að þessi aðgerð hafi þó skilað einhverjum árangri, en mér finnst þetta svolítið over the top allt saman.


mbl.is Lögreglan lagði hald á vopn í félagsheimili Fáfnis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er verið að ganga of langt.

Ég man þá tíð er kynþáttaumræðan var á þá leið að það væru margir misjafnir kynþættir og við yrðum að virða hvort annað.  Nú finnst manni umræðan vera farin að ganga of langt á köflum, eða einmitt um það hvað má segja eða ekki segja í samhenginu kynþættir.  Fólk má varla opna á sér munninn nema að vera "rasistar" eða eins og í jafnréttisumræðunni þar sem karlmenn eru allir karlrembur ef þeir hafa skoðun um hversu mikið rugl jafnréttisbaráttan er orðin.

Ég man þá tíð er maður var sjálfur ungur og las Negrastrákana.  Fín bók og einmitt sýnir börnum að það séu til fleiri kynþættir en þeirra eiginn.  Einu sinni man maður líka eftir ritfrelsi, en með umræðu um pólitískt réttlæti þora menn varla að nota ritfrelsi sitt af ótta um að vera á skjön við ákveðna hópa.  Beina þarf umræðunni í annað far en nú er komið, því svona umræða eins og fór fram í alþjóðahúsinu kallar fram reiði fólks yfir fáránlegri smámunasemi.

Ég sjálfur á Ameriskan föður frá suðurrikjunum sem er kynþáttahatari.  Ekki get ég sagt að hans skoðanir hafi haft mikil áhrif á mig þar sem ég er persóna með skoðanir litaðar af búsetu hérlendir, en til lengri tíma var lítið um kynþáttaskiptingu hérna.  Með fleiri útlendingum verða stærri kynþættir, sem veldur árekstrum vegna einhvers sem erfitt er að skilja.  Fólk verður að hætta að skilgreina sig eftir kynþætti og fara að skilgreina sig sem persónur, þá verður allt í lagi í heiminum sem við búum í.


mbl.is Rætt um negrastráka, svertingja og tíu litlar húsmæður í Alþjóðahúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Laverne Lee

Höfundur

Einar Lee
Einar  Lee

Er í nýrnavél og reyni samt að vera jákvæður

póstfang; ell@hive.is

Persónulega bloggið er:

www.blog.central.is/lee33

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband