Færsluflokkur: Bloggar
14.11.2007 | 12:29
Mikilvægt málefni
Flott mál að SÞ skuli gera þennan dag að viðurkenndum degi sykursjúkra.
Sykursýki er orðið alvarlegt heilbrigðisvandamál og fer vaxandi sem slíkt. Fylgikvillar teljast ekki fáir, flest líffæri verða fyrir einhverskonar skaða hjá fólki með sykursýki, og í okkar hraða heimi með meira og meira af skyndifæði er erfiðara og erfiðara fyrir fólk að stjórna blóðsykri sínum.
Eins og flestir vita kannski er ég sjálfur með sykursýki og hef orðið fyrir nokkrum fylgikvillanna. Einnig þekki ég nokkra aðra sykursjúklinga sem hafa lent í skakkaföllum út af sykursýkinni og getum við flest sagt ykkur að það er ekki auðvelt að lifa með þessum sjúkdómi. Maður reynir, fer í að svindla og hugsar með sér, "Ég lendi ekki í neinum fylgikvillanna fyrr en á efri árum", en raunin er önnur. Ég missti sjónina 28 ára. Ég missti vinkonu mína 23 ára, en hún var þá orðin mjög veik af völdum nýrnabilunar og fleiri fylgikvilla.
Þið sem þetta lesið megið koma þeim boðskap á framfæri til ungs fólks með sykursýki að fylgikvillarnir koma mun fljótar en maður heldur og eru alvarlegir, en ekki smávægilegir. Ég hef reynt að koma því að hjá Samtökum Sykursjúkra að halda fundi með unga fólkinu og sýna þeim fram á beinar afleiðingar sjúkdómsins, en tala fyrir daufum eyrum enda eru þessi samtök skúffufyrirtæki, en ekki hagsmundafélag.
Lifið heil.
![]() |
Höfði blár í þágu sykursjúkra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.11.2007 | 08:53
Íslenskir foreldrar athugið
Loksins er það komið fram sem ég hef sagt svo árum skiptir, að lyfjagjöf ADHD barna sé ekki góð og að atferlismeðferð gæti orðið virkari lausn til lengri tíma. Foreldrar barna með þennann sjúkdóm hér á landi ættu að taka þessar niðurstöður til sín, því að hvergi þekkist meiri lyfjanotkun við þessum sjúkdómi en hér á landi, enda þjóðin þekkt fyrir að slá heimsmet í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur.
Svo spyr maður er þessi maður ekki örugglega læknir? Ætti hann ekki að fagna nýjum rannsóknum sem benda til þess að ekki þurfi að dæla lyfjum í börn?
![]() |
Segja lyfjagjöf við ofvirkni gagnslausa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.11.2007 | 11:18
Sammála niðurfellingu
Hérna er eitthvað sem maður getur verið hjartanlega sammála. Fyrst menn eru líka að ræða þetta mætti taka upp niðurfellingu aðflutningsgjalda á margar vörur. Það er ekki gott að búa í landi þar sem vöruverð er töluvert hærra en annarsstaðar á norðurlöndum, og má rekja mikið af því til tolla og vörugjalda sem hækka vörur eins og t.d Ipod um næstum helming.
![]() |
Fagna frumkvæði viðskiptaráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.11.2007 | 08:40
Túlka fyrir Íslendinga á spítölum líka
Svona frétt gefur tilefni til að spyrja hvort það eigi líka að ráða túlka fyrir íslendinga sem liggja á spítölum hér á landi. Ég hef legið inni á spítölum borgarinnar nokkuð sl. ár og það er komið á það stig að meirihluti starfsfólks sumra deilda eru erlendir s.s frá Filipseyjum, Tailandi, Rússlandi og víðar og eins og gefur að skilja kann þetta fólk misvel, eða jafnvel enga Íslensku og margir ekki heldur ensku. Er það ekki réttur landans að geta fengið þjónustu á opinberum stofnunum undir eigin tungumáli? Þarf frekar að kenna Íslendingum tungumál starfsmannanna, frekar en að skylda alla sem hingað flytjast til að vinna til að læra Íslensku?
Köllum á aðgerðir í þessu máli á hvorn veginn sem það fer.
![]() |
Túlka á fæðingardeild |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.11.2007 | 07:30
Banna fótbolta!!!
![]() |
Óeirðir brutust út á Ítalíu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
8.11.2007 | 13:50
Fíflin skríða út
![]() |
Vildi taka sem flesta með sér í gröfina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.11.2007 | 13:20
Fallbarátta Björns Inga
Gaman að sjá hvað Björn Ingi heldur áfram að reyna að koma fleirum pólitíkusum í klandur. Hann er að manni finnst að reyna að bjarga eigin mannorði frá falli með því að sýna fram á að allir hafi vitað hvað var í gangi í þessum samrunamálum.
Manni finnst þetta mál allt orðið einn stór skrípaleikur og að Björn Ingi ætti að fara að sjá sóma sinn í því að segja af sér embætti, þar sem hann er einn af forsprökkum þessa máls alls.
![]() |
Björn Ingi segir að forsætisráðherra hafi vitað um samruna REI og GGE |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.11.2007 | 20:15
Sjúklingar eða meindýr
![]() |
Níutíu og tveir handteknir í aðgerðum gegn barnaklámi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
5.11.2007 | 14:51
Nafngreining barnaníðinga
![]() |
Tugir þúsunda klámmynda fundust í tölvum tveggja Íslendinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
5.11.2007 | 12:33
Hlægilegt athæfi lögreglunnar
![]() |
Tuttugu karlar brutu gegn lögreglusamþykkt Reykjavíkur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Um bloggið
Einar Laverne Lee
Tenglar
Digital hljóð o.fl. því tengt
Allt sem tengist Daisy tækninni og digital hljóðbókum
Vinirnir
Vinir á öðrum bloggsvæðum
Bloggvinir
-
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
-
Þórdís tinna
-
Óttarr Makuch
-
Anna Lilja
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Bjarni Kjartansson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Bwahahaha...
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Gísli Foster Hjartarson
-
gudni.is
-
Guðmundur Gunnlaugsson
-
Gunna-Polly
-
Heiða B. Heiðars
-
Heiðar Már Guðlaugsson
-
Jens Guð
-
Kristinn Halldór Einarsson
-
Lilja Sveinsdóttir
-
Mín veröld
-
Nína
-
Ólafur Þórðarson
-
Ómar Ragnarsson
-
Pálmi Gunnarsson
-
Sigurbjörg Guðleif
-
Þröstur Helgason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar