Færsluflokkur: Bloggar

Hetjur

Það hlýtur að vera alveg á hreinu að björgunarsveitarmenn séu hetjur.  Það virðist vera alveg sama hvaða veður eða landslag þeim er boðið upp á að vinna við þá hrökkva þeir ekki undan ábyrgð.  Þrátt fyrir að vera sjálfboðaliðar hefur maður aldrei heyrt þessa menn kvarta undan vinnuaðstæðum eða neinu öðru er lítur að þeirra starfi.

Vill bara þakka þessum vösku einstaklingum fyrir vel unnin störf í þágu okkar Íslendinga og haldið áfram góðu starfi.


mbl.is Björgunarsveitir kallaðar út á Fáskrúðsfirði vegna veðurofsa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

So what!!!

Ég er alveg hættur að skilja löggjafarvaldið, og nú líka landlæknir.  Það má selja vín, það má selja tóbak og það má eiga bíla.  En einhvern veginn þarf svo að eyða miklum tíma og verðmætum í að setja steina í götur fólks sem virkilega vantraustyfirlýsingu á lýðinn.  Meira frelsi er orðið í viðskiptalífinu af því þessir sömu menn og neyta áfengissölu í verslunum vildu það, en nei það má ekki selja vín í búðum af því það er barasta slæmt fyrir lýðinn.  Það er líka slæmt fyrir lýðinn að þurfa að borga himinháa vexti og þjónustugjöld, en ekki sé ég pólitíkusana hlaupa upp til handa og fóta til að minnka þann vanda heimilanna.  En af því nokkrir úr sauðahópnum eru á villigötum í brennivínsneyslu, þá þarf að setja allt á annann endann á þingi til að hamla neyslu þess, eins og við hin verðum líka ofdrykkjumennn. 

Hættum nú að lifa undir formerkjum bannáranna og leyfum vín í matvöruverslunum!!!!


mbl.is Landlæknir: Afnám einkasölu ÁTVR mun auka áfengisneyslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umhverfisslysið Reykjavíkurflugvöllur

Held að Kristján Möller þurfi að fara að endurskoða þetta með flugvöllinn.  Express líka að fara að fljuga innanlands gerir það að verkum að aukin umferð flugvéla verður yfir borginni, í ofanálag ofan á stóraukna umferð einkaþota og þyrlna.

Þessi flugvöllur er algert umhvefisslys í þeirri mynd sem hann er í núna og getur á engann hátt tekið við meiri flugumferð......ekki nema með því að minnka byggð í miðborginni og færa hana út fyrir borgina eins og t.d uppp á heiði.

Er þá ekki betra að færa flugvöllinn og þétta byggðina?


mbl.is Samgönguráðherra vill ekki færa Reykjavíkurflugvöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tóm tjara...

Já maður hlýtur að geta sagt það í þessu tilfelli.  Einn maður segir að allir séu að ljúga upp á hann.......dö, þegar fíflunum fjölgar í kring um mann, þá verður maður að horfa í eigin barm Villi.  Það er enginn að leggja þig í einelti, þú varst bara staðinn að lygi....best að viðurkenna það og biðjast bara fyrirgefningar strax svo þjóðarsálin geti farið að fyrirgefa þér sem fyrst.
mbl.is Minnist þess ekki að hafa séð minnisblaðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Græðgi eykur siðleysi hjá flestum

Það er nær öruggt að þeir sem hér tala vita augljóslega ekki að gróðavon vekurw upp siðleysi hjá öllum, eða það er að segja flestum.....get ekki alhæft svona.  Held að flestir þeirra sem standa á bak við þessa ályktun yrðu líka siðlausir ef þeir gætu grætt peninga.  Vona þó að ég hafi rangt fyrir mér í þessu sambandi því ég vil ekki sjá heiminn fara þannig að þeir ríku verða ríkari og allir eru með dolllaramerki í augunum.
mbl.is Kjaramálaráðstefna Samiðnar mótmælir siðleysi atvinnurekenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fýlupokar gera árás

Já nú eru Sjálfstæðismenn farnir að verða leiðinlegir.  Bara komnir út í alvarlegt skítkast með öllum lúsabrögðum sem til eru.  Ætli menn fyndu ekki margt misjafnt ef farið yrði yfir sölu bankanna líka.  Sjálfstæðismenn vita greinilega að eitthvað misjafnt er í gangi, en þola ekki að hafa misst af tækifærinu og þurfa að drulla yfir menn sökum þess.  Ætli þeir hefðu farið fram á skoðun á eignarhaldi ef þeir hefðu haldið áfram í borgarstjórn?
mbl.is Áhrifamenn í Framsókn hluthafar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðfélagið samþykkir svona ekki!

Það er ekki annað hægt en að lýsa samúð sinni með fórnarlömbumnauðgana.  Einnig verður maður að lýsa hneykslan sinni yfir glæpsamlegum verknaði sem ákæruvaldið fremur með því að fella niður ákærur sökum þess að ekki var nægilega brotið á fórnarlambinu.  Skildi sá heimski karlmaður sem þessa ákvörðun tók, þ.e að fella niður ákærur 17 kvenna á þessum forsendum vilja lenda í þvíu að sér yrði nauðgað og svo segði einhver við hann.....nei það var ekki nægilega brotið á þér!!!!!!   Enn ein lýsing á því sem ég vil kalla fábjánadómskerfið.
mbl.is Niðurfellingin var sem önnur nauðgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Harmagrátur fallins smákóngs.

Ég er nú kannski einn af þeim sem hef aldrei fílað Vilhjálm, en mér ofbauð nú aðeins harmakveinið í fréttum kvöldins í þessum fallna smákóngi.  Lifef sucks Villi, lifðu með því.

Geir H. var líka flottur.  Ekki taldi hann að flokkar sem stjórnuðu borginni til 12 ára væru góður kostur í borgarstjórnarmeirihlutann.  Er einhver pólitískur flokkur sem hægt er að treysta fyrir stjórn á einhverju?

Menn eiga nú að hætta þessu harmakveini og sætta sig við að ekki fæst vitað hver á sök á hverju hér.  Orð villa á móti Birni Inga.......þar sem tveir rmenn tala er ekki hægt að segja til um hver lýgur, þannig að ég ætla að láta mér lynda nýr meirihluti, enda kalla þau sig velferðarflokkana og mér lýkar vel við svoleiðis flokka.


mbl.is Björn Ingi: Handsalaði ekki samkomulag um áframhaldandi samstarf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju með stólinn

Maður skyldi ekki vera minni maður en svo að óska nýjum tilvonandi borgarstjóra til hamingju með stólinn. 

Já það er verulega furðulegt hvernig þetta mál olli því að meirihlutinn kolféll.  En reyndin er  sú að einhve varð að taka ábyrgð á þeirri vitleysu sem komin var upp í máli REI.  Það var mikil skítalykt af þessu máli og greinilegt að ákveðin öfl innan raða sjálfstæðismanna hafi haft meri samvisku en svo að láta þeeeetta mál halda áfram, og örfáa einstaklinga stórgræða á þessu máli.

Nú er bara að vona að Dagur nái að standa við stóru orðin og halda í REI í nokkur ár, eða þar til borgin getur hagnast tífalt meira en nú.


mbl.is Samkomulag um nýjan meirihluta handsalað klukkan 14
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skammlíft hjónaband það

Já þetta hefði kannski mátt vera augljóst miðað við þá útreið sem Framsókn fékk á sínum tíma í ríkisstjórn með Sjálfstæðismönnum.  Ég persónulegea hlakkaði til að leyfa þessum flokkum að reyna fyrir sér saman í borgarmálunum, enþað var kominn tími á að R-lista flokkarnir vikju úr stjórn borgarinnar og gæfu hinum séns á að spreyta sig.  Þannig að nú erum við með R-lista flokkana aftur í borgarstjórn og víst e að allt falli í sama farið og áður.  Vonum að þeir geri nú betur en áður þá, ef þetta verður raunin.
mbl.is Dagur boðar til blaðamannafundar við Ráðhúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Laverne Lee

Höfundur

Einar Lee
Einar  Lee

Er í nýrnavél og reyni samt að vera jákvæður

póstfang; ell@hive.is

Persónulega bloggið er:

www.blog.central.is/lee33

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband