Færsluflokkur: Bloggar

Að reyna að ganga í augun á hinu kyninu

Ég held að löggan hafi ekki fattað þetta.......strákgreyið var að gera misheppnaða tilraun til að gnga í augun á hinu kyninu.  Hafði ekki mikið fram að færa, svo hann bætti við stærri snák en sínum eigin.....
mbl.is Með snák innanklæða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einhver verði dreginn til ábyrgðar

Ekki það að maður telji að það muni gerast, en aldrei skyldi maður missa von á því að einhver verði dreginn til ábyrgðar í stjórnkerfinu þegar vitleysur eins og þessi koma upp á borðið.  Vilhjálmur segist ekkert hafa vitað, en annað kemur á daginn.  Það er veruleg skítalykt af þessu máli öllu og spurning um hverjir innnan stjórnkerifsins séu að hagnast á þessu rugli öllu.  Borgararnir eiga að standa upp og krefjast þess að einhver verði dreginn til ábyrgðar núna.
mbl.is Aukafundur hafinn í borgarstjórn Reykjavíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Peningablinda í utanríkismálum

Þetta dæmi er fínt til að útskýra peningablindu þegar kemur að utanríkismálum íslendinga.  Væri ekki nær að eyða minna í þessa sendiherrabústaði og nota féð í velferðarkerfið sem alveg er að klessu komið.  Það væri örugglega hægt að eyða þessu í hækkun launa yfrir heilbrigðisstarfsmenn eða kannski í rekstur einnar deildar sem sífellt er verið að loka á LSH.

Ekki er nóg að ráðamenn verða siðblindir af því að komast í ríkisstjórn, þeir verða líka peningablindir.  Litla Ísland þarf ekki alltaf að reka stærstu sendiráðin, og vera með flottustu seniherrabústaðina.......við gætum rekið þetta sameiginlega með öðrum þjóðum og nota milljarðana sem afgangs verða í að bæta kjör opinberra starfsmanna..


mbl.is Skipt um sendiherrabústað í Kaupmannahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kall á hjálp

Að ætla að fremja sjálfsvíg, strappa á sig flugeldum og  gasi og keyra yfir í annað land.......kall á hjálp eða tilraun til flugs til tunglsins og maðurinn sá að besta leiðin til tunglsins lá frá Spáni.

Svona fólk gefur lífinu gildi....gott að þeir gátu hjálpað honum að sjá ljósið í vitleysunni.


mbl.is Ætlaði að fremja sjálfsvíg með heimagerðri sprengju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvítar lygar

Það er gott að skilja þegar maður heyrir svona frétt að stundum þurfa ráðherrar og þingmenn að segja smá hvítar lygar.  Hér er Geir að reyna að lýsa yfir að ekki standi til að einkavæða OR en þetta sama heyrðum við um Orkuveitu Suðurnesja nú í sumar.  Ekki held ég að það verði langt að bíða þar til orkufyrirtækin verði einkavædd, sem er kannski bara gott mál.  Hitt er þó verra, ef stjórnamálamenn gefa orkuauðlindir landsins til örfárra aðila eins og gerðist með fiskinn í sjónum.  Það verður að setja föst lög um að það sé ekki hægt.


mbl.is Orkulindirnar ekki endilega andlag einkavæðingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Græðgissjónarmið

Held að Björn hljóti að skilja hvað liggur hér að baki.  Græðgissjónarmiðið er hér fremst í flokki.  Hér er nýstofnað fyrirtæki að sameinast aðeins eldra fyrirtæki, og hækkun hlutabréfa er gríðarleg.  Viðskipti eru ekki mikil með bréfin, enn menn eru að græða á tá og fingri þrátt fyrir að fyrirtækin séu varla byrjuð að starfa!!!   Fjármálamenn eru bara til í að gera e-ð til að stórgræða á sem skemmstum tíma, og ég tek hattinn ofan fyrir þessum snillingum því á einum mánuði hafa menn hagnast um milljarða.
mbl.is Segist ekki skilja þörf á samruna útrásarfyrirtækja í jarðhitanýtingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hræðsluáróður?

Maður hlýtur að velta fyrir sér þeirri spurningu af hverju alltaf sé talað um varnarmál Íslands.  Ekki er vitað til þess að stríð sé í gangi hér á slóðum.  Ekki verður neitt unnið með því að hafa hér uppi varnir að því er virðist vera, nema ef vera skyldi að verja okkur fyrir ósýnilegum draugum sem einver miðill á vegum stjórnvalda er í samskiptum við og  hefur haft í hótunum við landið að handan.

Það ætti að hætta þessum hræðsluáróðri og það strax.  Maður fær ekki séð að her geri neitt fyrir neinnn nema valda vanda.


mbl.is Framkvæmdastjóri NATO: Lausn á varnarmálum Íslendinga viðunandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einkavæðing er óumflýjanleg

Manni virðist sem svo að einkavæðing fyrirtækja í eigu þjóðarinnar sé óumflýjanleg.  Það hefur klárlega komið í ljós í þessu máli að pólitíkusar hafa gert allt sem þeir geta til að fina leið framhjá lögum og siðferði og ef rétt reynist og alllt gengur eftir er Orkuveita Suðurnesja nú komin í einkaeigu með dyggri aðstoð Sjálfstæðismanna, og nokkrir vel valdir vinir og einnig nokkrir flokkskarlar væntanlega orðið feitt ríkir á þessu máli öllu.

Ekki það að mér sé ekkki einkavæðing að skapi.  Mér finnst bara ekki eðlilegt að fyrirtæki í eigu almennings séu liggur við gefin örfáum einstaklingum sem fara með völd hverju sinni.  Nú þarf bara að sjá til þess að þær auðlindir sem um ræðir, þ.e jarðvarminn, verði skattlagður dýrum dómi, þannig að við, þjóðin, fáum okkar líka út úr öllum þessum viðskiptum.  Eða bara afhenda okkur einstaklingunum sem búum til þessa þjóð, hlut í okkar fyrirtækjum


mbl.is Segir sölu á hlut OR í REI „fráleita þrautalendingu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er málið?

Það er erfitt fyrir einfeldninga eins og mig að reyna að skilja hvað allt fárið er í kringum þetta mál.  Kannski fer maður að þurfa á einkakennslu í orkumálum að halda til að skilja af hverju allt þetta fár er yfir orkufyrirtækjum landsins.  Er ekki bara frábært að fara að einkavæða þetta eins og allt annað?  Þar sem orkufyrirtækin eru byggð upp með okkar skattafé, legg ég til að okkur landsmönnum verði úthlutað allt hlutafé í þessum fyrirtækjum svo við getum svo stjórnað því hvað gert verði við þau og hver fái að stjórna þeim.
mbl.is Stefnt að því að selja hlut Orkuveitunnar í REI
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hönnunargalli gatnakerfisins

Þessi frétt er svona eitt sterkt dæmi um hönnunargala í gatnakerfi Reykjavíkur.  Var ekki nær að hafa meiri hæð undir þessa brú, og þar með fleiri í borginni, heldur en að hafa hana umhverfisfallega?  Þetta er svona eins og þegar ný umferðarskilti voru tekin í notkun í borginni og allir flutninga, og vörubílar voru hálffastir innan borgarmarkanna vegna hæðartakmarkanna vegna skiltanna.  Fleiri skilti voru keyrð niður en minni mitt rekur til,þar til skiltin voru hækkuð um tíu sentimetra og allt féll í ljúfa löð, og ekki mikið ekið á skilti eftir það.  Er ekki komin tími til heildarskipulagningar á gatna- og brúarkerfi borgarinnar?
mbl.is Vörubifreið með krana rakst á Höfðabakkabrú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Laverne Lee

Höfundur

Einar Lee
Einar  Lee

Er í nýrnavél og reyni samt að vera jákvæður

póstfang; ell@hive.is

Persónulega bloggið er:

www.blog.central.is/lee33

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband