Færsluflokkur: Bloggar
7.10.2007 | 20:43
Ég er í lagi.
Já kæru vinir. Ef þið eruð að velta fyrir ykkur hvað hefur oðið af mér þá var ég lagður inn á spítala á sl. föstudagskvöld með andnauð og úrskurðaður með kransæðastíflu, væga. Þarf fara í hjáveituaðgerð á hjarta í vetur, en er ekki akkútt tilfelli þannig að ég fer eftir að ég hef tekið ákvörðun um tíma í samráði við læknir. Mig drullukvíður fyrir þessu, en þetta er nauðsyn, þar sem ég er með miklar kransæðaþrengingar. Er hættur að reykja, og hef verið það í rúma viku. Vona að ég haldi það út. En jæja, ég er í heilu lagi og verð með fleiri blogg bæstu daga héðan frá Dk en ég verð hér næstu vikuna.
Over and out
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
28.9.2007 | 12:13
Góð vísa of oft kveðin?
Manni finnst maður vera að tyggja alltaf á því sama en það kemur í ljós dag eftir dag nýtt mál þar sem síbrotamenn fá afslátt af dómum þannig að ég er orðinn jaf mikill páfagaukur og fréttirnar.
Er það eðlilegt að maður strýkur úr fangavist, kemur til baka með endaþarminn fullann af dópi og sterum, er ákærður en fær enga refsiþyngingu? Glæpamenn á Íslandi eru orðið óhræddir við kerfið því þeir koma hvort eð er ekki til með að afplána nema örfáa mánuði, eða kannsi örfá ár. Og á þeim tíma sem þeir sitja inni virðast þeir ekki hafa neitt að gera sjálfum sér til endurbóta til endurkomu aftur út í þjóðfélagið, heldur halda áfram brotunum. Ekki skrýtið að menn eru ekki hræddir við að flytja inn mikið magn eyturlyfja til landsins. Fá tíu ár sitja inni fimm og koma út aftur í sömu vitleysuna. Á þetta ekki að kallast betrunarvist? Betrumbætum þá einstaklinga sem það vilja, og refsum þeim sem sýna endurtekinn brotavilja.
![]() |
Fanga ekki gerð frekari refsing fyrir vörslu fíkniefna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.9.2007 | 17:26
Afsláttaur af dómi?
Hér er enn eitt gott dæmi um djókdóm. Maðurinn rýfur skilorð upp á tíu mánuði, fær það dæmt með tólf mánaða dóminum og fær í heildina 14 mánuði. Ég hlýt að hafa lært eitthvað vitlaust í stærðfræði í gamla daga. Annars er alltaf að koma betur og betur í ljós að dómskerfið hérna er frekar brenglað. Maður lemur konu sína og fær tvo mánuði skilorð, en annar lemur karlmann og fær ár í fangelsi. Jahérna, bananlýðveldi? Nú verður hver a dæma fyrir sjálfann sig.
![]() |
14 mánaða fangelsi fyrir líkamsárás og brot á skilorði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.9.2007 | 13:40
Djókdómar
Þessi dómur er ekkert annað en djók. Svona dómar eiga ekki að eiga sér stað. Minnst tveggja ára skilorð hefði verið nær lagi fyrir fyrsta brot, þar sem þetta er ofbeldisbrot. Á það að dugaa að maðurinn játaði skýlaust brot sitt og það minnkar dóm hans?
Engin samhæfing virðist vera í þessu dómsóreiðukerfi okkar. Þessi maður gæti hafa framið svona verknað áður, en konan ekki þorað að kæra, eins og er oft venjan í heimilisofbeldismálum. Dómskerfið verður að fara að taka harðar á svona málum. Í þessu tilfelli hefði mátt láta manninn líka gegna svokallaðri þegnskylduvinnu, eins og að þrífa göturnar. Hann niðurlægir konuna með aðgerðum sínum, og því á kerfið að reyna að finna leið til að láta hann borga fyrir gjörðir sínar, ekki bara gefa honum skell á handarbakið.
![]() |
Skilorð fyrir árás á sambýliskonu sína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.9.2007 | 21:48
Eyturlyfjasmygl alvarlegasti glæpurinn?
Það mætti ætla eftir lestur frétta sl. daga að eyturlyfjasmygl væri mesti glæpur sem hægt er að drýgja á landinu. Lögfræðingur er dæmdur fyrir kynferðisglæp gegn unglingsstúlkum en maðurinn fær aðeins 3 ára dóm og viti menn, hann er staddur á Spáni með fjölskyldunni þegar úrskurður er kveðinn upp!!! Ekki það að ég sé að setja niður þær aðgerðir lögreglunnar að uppræta að einhverju leyti eyturlyfin sem flæða inn á markaðinn hér, en er ekki kominn tími til að alþingi taki sig til og herði glæpi sem falla undir kynferðis- og ofbeldisglæpi.
Það er orðið skrýtið þjóðfélag þar sem ofbeldisverk gegn konum og kynferðisleg misnotkun á börnum lætur í minni pokann fyrir eyturlyfum í dómskerfinu. Það er kominn tími til aðgerða og herðum nú dóma gegn barnanauðgurum.!!!!!!!!!!!!
![]() |
Áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni grunuðum um kókaíninnflutning |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.9.2007 | 17:40
Minnst spilling, en spilling þó?
Í sjötta sæti yfir lönd þar sem finnst spilling, hlýtur þa að þýða að hér þrífist splling í stjórnálum að einhverju leyti. Manni finnst svona gegnumsneytt pólitík hér á landi ekki mikið þannig að það þrífist mikil spilling hérna en þó eru hlutir sem svona örla vel á gráu svæði. Eins og það að pólitíkusar eru aldrei gerðri ábyrgir fyrir mistökum og rugli sem þeir standa í. Í öðrum löndum myndu menn hiklaust segja af sér við minnsta rugl eins gg þegar kom í ljós að Fyrrverandi forsætisráðherra átti hlut í fyrirtæki sem var að kaupa banka af ríkinu sem hann var þá sjálfur forsætisráðherra yfir.
![]() |
Lítil spilling á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.9.2007 | 17:26
Jákvætt?
Maður veltir fyrir sér jákvæðu hugarfari við þessa frétt. Skyldi eitthvað jákvætt finnast í ví að loftslag jarðar hlýni svo mikð að allir flytji norður á bóginn og auðveldara sé að bora eftir olíu.
Við veltum þessu aðeins fyrir okkur. Mikill fólksflutningur yrði t.d hingað því hér er nóg af vatni og ákveðnum auðlindum. Ekki yrði langt þar til landið okkar strjálbýla yrði byggt að fullu og álver á hverju strái til að allir hefðu vinnu, því enginn yrði fiskur eftir í sjónum sökum hlýnunar hans. Reykmettað Ísland sökum stóriðju og mikils bílafjölda er ekki jákvætt í mínum huga, þó ég vildi ólmur geta hjálpað þeim sem geta ekki lengur búið í sínum heimalöndum sökum veðurfars og vatnsleysis.
Annars er ég ekk alveg sannfærður um hlýnun jarðar, var ekki frétt hér á mbl nýlega þear sem kom fram að norðurpóllinn væri að stækka á ný?
![]() |
Eru norðurslóðir land tækifæranna? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
25.9.2007 | 15:54
Misnotkun á Íslendingum
Það er varla hægt að staðhæfa annað en að lyfsalar á ÍSlandi séu að misnota okkur landann. Hér verður svarið frá lyfsölum það sama og Flugleiðir notuðu til lengri tíma, "Markaðurinn í Danmörku býður ekki upp á hærra verð" sem einhvern veginn i mínum huga útlegst sem að við Íslendingar séum hálfvitar í augum þeirra er selja vöru álandinu, saema í hvaða formi hún er. Einokunin verður alltaf til staðar hér á meðan yfirvöld gera lítið til að sporna við henni, og ef velt væri upp öllum steinum í sambandi við hverjir væru að hagnast á öllu draslinu, kæmi eflaust margt misjafnt í ljós......t.d að margir sem eru á alþingi væru hluthafar í þeim sömu fyrirtækjum og eru að stórgræða á einokunarstefnunni hér á landi, í landi þar sem eftirlit virðist oft minna en helbrigt gæti talist. Lítil stofnun eins og samkeppniseftirlitið hefur ekkki roð í að fylgjast með kawupum og sölum á fyrirtækjum sökum fjársveltis og siðleysi ríkir í verðlagi á mörgum hlutum, ekki bara lyfjaverði.
Fólkið í landinu þarf að fara að rísa uppp og krefjast úrbóta á verðlagnsvitleysunni í landinu þannig að stéttaskiptingin minnki nú aðeins, verði ekki bara meiri og meiri.
![]() |
70% verðmunur á lyfi í Danmörku og Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.9.2007 | 07:57
Slitið úr samhengi???
Það er skrýtið orðalag að tala um nýtt fyrirkomulag í glæpamálum á landinu, þegar Karl segir at þeir séu orðnir skipulagðir. Má þá ætla að glæpamenn hafi hingað til verið óskipulagðir og lögreglan samkvæmt orðum Karls líkaw. Mér er spurn hvort Karl hafi sagt þetta á þennann hátt eða hvort þetta sé slitið úr samhengi. Ef rétt er orðalagið virðist mér svo að maðurinn hafi ekki skilið hvað hann var að segja sjálfur.
Frábært framtak hjá fíknó engu að síður, allt þetta mál, en það má ekki bara láta staðar númið hér, því innflutningur til landsins er mikill og hann þarf að minnka til muna. Ekkki þýðir að lifa of lengi á fjölmiðlaumfjöllun um þetta eina mál.
![]() |
Breyttur fíkniefnamarkaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.9.2007 | 19:23
Öðruvísi fólk
Vegna blogs sem Heiðar Már vinur minn skrifaði máég til með að velta þessarri spurningu upp. Er mikið af öðruvísi fólki á Íslandi? Ég veit ekki en samkvæmt öllu því sem ég hef heyrt þá hlýtur að vera mikið af svona öðruvísi fólki. Ég er svona voða venjulegur maður, nema ég sé illa, fer í bíó í gær og það mætti halda að það hafi ekki veið neitt nema svona öðruvísi fólk í bíó, því að það var starað mikið, eins g þau hafi aldrei séð svona venjulegan mann með hvítann staf. Þetta er allt voða skrýtið, því þegar ég fer í Kringluna þá gerist þetta líka. Fullt af svona öðruvísi fólki sem glápir á mig venjulegann manninn. Er ég kannski eitthvað öðruvísi en aðrir vegna þess að ég er blindur? Eða er þetta öðruvísi fólk bara svona furðulegt í hegðun og ég ekkert öðruvísi en aðrir?
Ég er hættur að skilja þetta alt saman. Ég hefði haldið að fólk væri betur upp alið en svo að glápa á aðra, mér var allavega kennt það frá unga aldri að allir væru eins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Einar Laverne Lee
Tenglar
Digital hljóð o.fl. því tengt
Allt sem tengist Daisy tækninni og digital hljóðbókum
Vinirnir
Vinir á öðrum bloggsvæðum
Bloggvinir
-
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
-
Þórdís tinna
-
Óttarr Makuch
-
Anna Lilja
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Bjarni Kjartansson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Bwahahaha...
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Gísli Foster Hjartarson
-
gudni.is
-
Guðmundur Gunnlaugsson
-
Gunna-Polly
-
Heiða B. Heiðars
-
Heiðar Már Guðlaugsson
-
Jens Guð
-
Kristinn Halldór Einarsson
-
Lilja Sveinsdóttir
-
Mín veröld
-
Nína
-
Ólafur Þórðarson
-
Ómar Ragnarsson
-
Pálmi Gunnarsson
-
Sigurbjörg Guðleif
-
Þröstur Helgason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar