Færsluflokkur: Bloggar
29.8.2008 | 20:26
Vika 2 á Reykjalundi
Þessi vika hefur farið svona í hálfgerð handaskol sökum þess að ég fékk gubbupest og missti tvo daga úr æfingum á Reykjalundi. Fór þó í morgun og tók alvarlega á því og líður miklu betur núna. Ekkert andsk..... grín að fá ælupestina þó og maður er hálfmáttvana ennþá.
Þetta hefur allt farið vel þarna uppfrá og Reykjalundur er æðislegur staður að fá að fara á og mann langar að fá að vera lengur en gert er ráð fyrir. En maður verður líka að fara að vinna aftur þegar þessu lýkur.
Er að skoða að fara og heimsækja systkini mín í USA yfir jól og áramót og vonandi tekst það. Þarf innilega á smá breytingu á umhverfi að halda, þó ekki væri nema í tvær vikur.
Læt kannski meira frá mér um helgina
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.8.2008 | 22:28
Fá fatlaðir íþróttamenn sömu meðferð hjá forseta?
Ég vil byrja á því að segja að ég er innilega hamingjusamur yfir árangri okkar manna í Peking og þær stórkostlegu móttökur sem þeir hafa fengið. Mikil umræða hefur farið fram um að Ísland hafi aldrei unnið Ólympíugull, en eins og ég bendi á í fyrra bloggi þá er það ekki rétt því nokkrir fatlaðir íþróttamenn hafa unnið til gullverðlauna á Ólympíuleikum fatlaðra.
Nú þegar Ólafur Ragnar hefur gefið út að allir afreksmenn okkar í íþróttum fái riddarakrossinn þá spyr ég, nær það yfir fatlaða íþróttamenn líka eða eru þeir ekki Íslendingar? Nú fara fram Ólympíuleikar fatlaðra á næstu vikum og gaman verður að sjá hvað forsetinn kemur til með að gera þegar það afreksfólk okkar sem kemst á verðlaunapall kemur heim. Verður önnur þjóðhátíð þá líka? Íslendingar mega ekki gleyma því að fatlaðir eru líka þegnar landsins og ekki minni landkynning en ófatlaðir.
Orðuveiting á Bessastöðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
27.8.2008 | 21:20
Ísland hefur víst unnið ólympíugull!!!
Já það er rétt hjá Ólafi að það er gjöf að vera Íslendingur, en stundum er það þannig að við gleymum ákveðnum hópi fólks í þjóðfélaginu sem eru líka Íslendingar, og það er fólk með fatlanir. Það má segja að það sé haugalygi að Ísland hafi aldrei unnið gull á Ólympíuleikum, því við eigum marga gullverðlaunahafa í röðum fatlaðra íþróttamanna sem hafa unnið til þeirra á Ólympíuleikum fatlaðra. Skemmst er að minnast þeirra Sigrúnar og Kristínar Ósk, sem að mig minnir hafi báðar verið í sundinu.
Mér finnst að fjölmiðlar ættu að taka það til sín að það eru fleiri í þessu samfélagi en ófatlaðir einstaklingar. Gott væri líka ef forsetinn tæki sig til og sæmdi alla fatlaða Ólympíuverðlaunahafa riddarakrossi, því þeir eiga það ekki minna skilið en hinir.
Landsliðsmönnum fagnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.8.2008 | 17:18
1. vikan á Reykjalundi
Vá hvað tíminn líður hratt. Nú er ég búinn með fyrstu viku endurhæfingiarinnar á Reykjalundi og erð ég bara að segja að vikan hefur verið frábær. Enda ekki að furða þar sem það er hreint út sagt æði að vera þarna, góður matur, æfingar og frábært staff sem vill allt fyrir mann gera. Mæli með að allir fari þarna í svona yfirhalningu, meiriháttar.
Að öðru leyti er allt gott af mér að f´retta. Heilsan öll að komast í rétt horf og er það mikilli hreyfingu að þakkka sl. vikuna. Ætla að reyna að skrifa smá eftir hverja viku til að leyfa ykkur að fylgjast með, en nú ætla ég að halda áfram að skoða og sjá hvort ég finni eitthvað af ferðum út um jól, því mig dreymir um að vera úti um þessi jól og áramót.
Bæ í bili
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.8.2008 | 17:19
Smá blogg um ekkert.
Já ég hef nú ekki mikið að segja svo sem þessa daga. Var norður á Akureyri hjá Kötu í afslöppun yfir verslunarmannahelgina og það var mjög gott. Takk fyrir að stjana við mig elskan. Mætti svo til vinnu eftir helgina og verð í vinnu þar til ég fer upp á Reykjalund, sem er áætlað þann 18. ágúst og verð ég þar í fjórar til fimm vikur held ég.
Hef haft það ágætt bara að öðru leyti. Lenti að vísu inn á spítala í tvo daga með öndunarerfiðleika, en var sleppt eftir að í ljós kom að þetta var nett ssambland af vökva og ofnæmi og allt farið. Þetta sjúkrahússtúss hlýtur að fara að taka enda. Orðinn þreyttur á þessu, en er víst nauðsynlegt.
Ætla svo bara að fara að vinna eftir Reykjalund og reyna svo að komast í sólarfrí í haust eða kannski bara yfffir jólin, svona ef maður hefur efni á því.
Heilsa í bili
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.7.2008 | 21:15
Byrjun endurhæfingar
Jæja fór í fyrsta endurhæfingartímann minn á LSH í dag, en maður fer í nokkra þar, svona undir eftirliti og mælingum. Allt var í himnalagi og sagði sú sem stjórnaði að það mætti leggja meira álag á mig sko. Ánægður að heyra að maður sé að komast í betra form.
Allt gott að frétta að öðru leyti. Kata vinkona er komin með íbúð fyrir norðan og ætla ég að kíkja norður í næstu viku og kíkja á hreiðrið. Ef þið vitið um 28 tommu sjónvarp, ágætis ísskáp, og þvottavél sem hægt e að fá á lágu verði þá megið þið láta vita á póstfangið hérna til hliðar. Stelpuna vantar þessa hluti og fær lítil svör við auglýsingum. Það er svolítið dýrt að þurfa að kaupa þetta nýtt sko.
Jæja læt yur vita um framvindu mála í endurhæfingarferlinu hjá mér eins hratt og eitthvað gerist. Bless þangað til næst.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.7.2008 | 19:58
Lífið tekur á sig vanalega mynd
Já mikið var ég feginn að vakna í morgun, því ég var á leið í vinnu í fyrsta sinn í tæpa 3 mánuði. Get ekki sagt ykkur hversu feginn maður er að komast aftur til vinnu eftir svona langa fráveru, og tíma þar sem maður hefur ekkert gert, nema jú auðvitað að ná sér, en þið vitið hvað ég á við. Fyrsti dagurinn var rólegur, en það eru frekar margir hjá okkur í sumarfríi og því lítið í gangi, en það er fínt því þá getur maður komið sér rólega af stað.
Annars er allt fínt að frétta af mér. Lenti að vísu í örstuttri heimsókn inná spítala í gær, en var hleypt heim eftir hádegið með þau skilaboð að ekkert væri hægt að gera, en ég er enn með smá vökva utan á öðru lunganu sem menn vilja að fari að sjálfu sér. Þetta er að hrjá mig smá, öðru hvoru, en lítið að gera en að taka sterk verkjalyf eða þola þetta, því þetta tekur marga mánuði að fara. Held ég þoli þetta, því sterk verkjalyf eru ekki góð fyrir mann heldur.
Meira seinna, en þangað til,,,,, farið vel með ykkur og elskið lífið og hvort annað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.7.2008 | 03:42
Múgæsing?
Fer þetta ekki alveg að jaðra við múgæsingu, eða múgsefjun, öll þessi umræða um ísbirni?
Eftir mikinn fréttaflutning og dramatík í kringum þessa tvo birni á Skagaheiðinni, virðist vera að allir sjái ísbirni allsstaðar í óbyggðum á landinu, og landhelgisgæslan og löggan þurfa að hlaupa af stað og leita að þeim. Endemis bull og vitleysa.
Ísbirnir á Hornströndum? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.7.2008 | 19:25
Losksins verðfall
Já loksins sér maður verðfall á hlutum hér á landi. Efnahagslægð stafar að landinu, en það virðist sem allir séu að hækka allt. Lúxusvörur eins og nýjir bílar er eitt af því sem fólk sker niður við ef það hefur lítil fjárráð og því rétt afstaða bílaumboðsins að fá þá lækkaða.
Taka má eftir því að fleiri lúxusar eins og t.d skyndibiti o.fl. hefur hækkað umtalsvert á sl. mánuðum. T.d hefur klipping fyrir mig hækkað um 1000 krónur eða um 30 prósent á hálfu ári og gerir það að verkum að nú raka ég hausinn á mér frekar en að borga þetta. Skyndibiti hefur að mestu leyti hækkað um 20 prósent eða meira og verður ekki nema furða ef stór hluti fyrirtækja sem selja lúxusvörur fari á hausinn á nk. mánuðum.
Hættu við að senda bílana út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.7.2008 | 19:53
Náttúruvernd of mikil?
Alltaf þegar þessi vonda umræða poppar upp fer maður að hugsa út í lífið og tilveruna á Íslandi. Náttúruverndarsamtök eru á móti allri uppbyggingu stóriðju, með tilliti til virkjana og útblástursmengunar sem stóriðja veldur. Er þetta ekki bara orðið pólitískt bitbein þessi blessaða náttúruvernd? Gott og blessað að vernda náttúruna, en ég fæ á tilfinninguna að Náttúruverndarsamtök vilji að öll framför í iðnaði sé stöðvuð og við sjálf flytjum í torfkofana aftur.
Málið er að við eigum 80 prósent af náttúru landsins ósnortna, og þeir sem vilja vernda meira af henni hafa margir varla farið út fyrir malbikið og flestir búa væntanlega á eyðilagðasta svæði landsins, þ.e Reykjavík. Það kæmi manni ekki á óvart ef gerð yrði könnun á lifnaðarháttum flestra náttúruverndarsinna að þeir eigi fjallajeppa, sem blæs meiri mengun en heilt álver liggur við, búa í stóru húsi, sem notar mikið rafmagn, sem knúið er af virkjunum, og lifa allir á þeim jarðargæðum sem iðnbylting sl. aldar skapaði okkur.
Mér finnst að þessi samtök öll eigi að sjá sóma sinn í að gagnrýna hóflega og koma með lausnir sem skapa vinnu ef ekki á að virkja meira.
Stórt álver kallar á virkjun Skjálfandafljóts | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Um bloggið
Einar Laverne Lee
Tenglar
Digital hljóð o.fl. því tengt
Allt sem tengist Daisy tækninni og digital hljóðbókum
Vinirnir
Vinir á öðrum bloggsvæðum
Bloggvinir
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Þórdís tinna
- Óttarr Makuch
- Anna Lilja
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Bjarni Kjartansson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bwahahaha...
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Gísli Foster Hjartarson
- gudni.is
- Guðmundur Gunnlaugsson
- Gunna-Polly
- Heiða B. Heiðars
- Heiðar Már Guðlaugsson
- Jens Guð
- Kristinn Halldór Einarsson
- Lilja Sveinsdóttir
- Mín veröld
- Nína
- Ólafur Þórðarson
- Ómar Ragnarsson
- Pálmi Gunnarsson
- Sigurbjörg Guðleif
- Þröstur Helgason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar