Færsluflokkur: Bloggar
15.7.2008 | 22:47
Biðin á enda.
Já það er rétt, biðin er á enda. Þegar mér var tilkynnt að ég þyrfti í hjartaðgerð þá hafði ég litlar áhyggjur af því að þola sársauka, en það fékk mikið á mig að þurfa að taka mér langt frí frá vinnu og hafa ekkert mikið fyrir stafni í yfir tvo mánuði. Sem betur fer líður tíminn hraðar en mann grunar, og ég er á leið í vinnu í næstu viku. Úff hvað ég er feginn, því maður getur bara svo og svo mikið legið í sólbaði sko.
Fékk líka flottar fréttir í gær. Maður sem lá með mér á herbergi fyrstu dagana eftir aðgerðina hitti einn lesarann á bókasafninu og lýsti því staðfastlega yfir að ég hafi brett lífsviðhorfi hans. Það eru alltaf góðar fréttir fyrir mann að vita að maður getur haft áhrif á fólk sem maður hittir í lífinu. Fæ sjaldan að heyra svona og var ég upprifinn í gær yfir þessu. Það er þá víst að þjáningar sumra geta haft sálarbreytandi áhrif á líf annarra, eða hvað finnst ykkur. Hef ég kannski áhrif á fleiri en ég held?? Veit ekki, því mér sjálfum finnst ég bara venjulegur kúkur í lauginni, en kannski fólk hafi aðra skoðun á því.
Látið álit ykkar í ljós og.....
adios í bili
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.7.2008 | 21:05
Framhaldið af aðgerðinni
Framhaldið hjá mér eftir aðgerð var að fara í endurhæfingu á Reykjalundi fjórum til sex vikum eftir aðgerðina. Þetta hefur dregist örlítið en nú er komin niðurstaða og fer ég þangað í miðjum ágúst, og er ég sáttur við það. Í millitíðinni hef ég fengið leyfi til að byrja að vinnna aftur og hef ég störf þann 21. þessa mánaðar og er mig farið að hlakka verulega til. Það er nefnilega ekkert gaman til lengdar að gera ekki neitt skal ég sko segja ykkur. Tanaður í drasl og vel afslappaður þessa daga þó og það er fínt.
Kata er á leið norður að hefja störf á sjúkrahúsinu þar og verð ég bara að vera duglegur í heimsóknum norður til hennar. Vonandi að henni gangi bara vel að fóta sig þarna því svo er stefnan hjá henni tekin á masterinn eftir ca. tvö ár. Gangi þér frábærlega elskan..... síminn heldur áfram að vera okkar aðal samskiptatæki dúlla.
Annars er bara allt fínt að frétta af mér og lífið orðið frábært á ný eftir þessa aðgerðalotu. Þrekið allt orðið helmingi skárra en fyrir aðgerð og líkaminn á mér alllur stórum betri en fyrir mánuði síðan. Tel að eftir endurhæfinguna verði ég eins og nýr maður. Svo hef ég náttúrulega ekki reykt í tæpar tíu vikur, sem er afrek út af fyrir sig held ég. Krossa bara fingur og vona að þetta haldi ágram að ganga svona vel hjá mér.
Adios í bili elskur, meira í næstu viku.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.7.2008 | 16:36
Heim á klakann á ný.
Jæja þá er maður kominn heim á klakkann á ný eftir tíu daga í Danaveldi á ferðalagi með Kötu og fjöllskyldu hennnar. Við vorum í útskrift hjá Kötu á föstudaginn í síðustu viku, en hún var að útskrifast sem geislafræðingur þarna í Dk, og fórum svo til Horsens þar sem við höfðum fengið leigt hús í viku. Keyrðum við svo þaðan í svona smá túra, t.d til Þýskalands og svo í einnn dýragarð rétt hjá Horsens, og var þetta mjög fín vika. Veðrið var ágætt, skýjað fyrstu dagana og svo kom 30° og sól síðustu þrjá dagana, sem var frábært fyrir okur sólar elskendur. Þetta var mjög fín afslöppun, þar til kom að heimför.
Dagurinn í gær byrjaði snemma. Vöknuðum jöll fyrir átta og höfðum okkur til í ferðalagið til Köben. Flugið heim var ekki fyrr en ellefu um kvöldið, en við stoppuðum í Odense á leiðinni og versluðum smá. Vorum komin á völinn um sex og hófst þá eltingarleikur við hvar við ættum að leggja og skilja eftir bílaleiguubílinn. Fundum það og komum okkur að check inn. Þá leit út fyrir margra klukkutíma seinkun á flugi, sem endaði í einum og hálfum tíma, sem var ekkert á miðað við að flugið á undan okkar var fellt niður. Flugum heim og rétt fyrir lendinguna er kallað hvort læknir sé um borð. Er við lentum komumst við ekkert út úr vélinni fyrr en kona sem hafði fallið í yfirlið var frá ganginum og maður sem hafði fallið í eitthvað annað hafði verið fjarlægður með sjúkrabíl, en við fengum aldrei að vita hvað hafði komið fyrir hannk.....komum sem sagt ekki hingað heim til mín fyrr en rétt um fjögur um morguninn, og ég féll út af af þreytu um leið og ég lagðist á koddann.Sem sagt langt og stressandi ferðalag heim.
Vikuna á undan fór ég í annað ferðalag á Hala í Suðursveit með vinnunni og skemmti mér konunglega.. Tók nokkrar myndir þar, en ætla að skrifa smá um ferðina með myndum í næsta bloggi.
Meira síðar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.6.2008 | 04:51
Þvílík dramatík!!!
Ég fór á rúntinn ásamt félaga mínum í gær og varð okkur á þau mistök að kveikja á einni útvarpsstöðinni. Eitthvað mikið virtist í gangi og var sá sem var með útsendinguna í beinu sambandi við einhverja konu fyrir norðan, sem talaði eins og mikil hernaðaraðgerð væri í gangi og var öllum greinilega mikið fyrir. Eftir smá tíma kom í ljós að verið var að fylgjast með aðgerðum til að reyna að fanga ísbjörninn við Hraun á Skaga fyrir norðan. Fréttamenn höfðu sig alla við til að komast nær dýrinu og sjá þegar það yrði deift. Þetta endaði náttúrulega með því að bjössi varð drulluhræddur og hleypur til sjós og menn þurfa að drepa dýrið. Þvílík dramatík í fréttamennskunni af þessum atburðum að ég held ég hafi aldrei séð neitt annað eins.
Það er að sögn íbúa Norður Kanada fjölgun í stofni ísbjarna og við látum eins o þetta hafi verið sá síðasti. Grænlendigar hefðu hvort eð er drepið hann á endanum og skattfé því illa eytt í þessa rosauppákomu. Menn eiga ekki að láta eins og við séum að gera eitthvað rangt með fellingu tveggja bjarndýra því þau eru drepin svo hundruðum skiptir á norðlægari slóðum, á hverju ári.
Daprir en um leið sáttir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.6.2008 | 20:38
Dómarar fylgjandi barsmíðum á konum
Þetta er ekki fyrsti eða síðasti fáránlegi dómur sem fellur í máli karlmanns sem lemur konuna sína í klessu. Um daginn kom kona í fréttir út af alveg eins máli og maðurinn fékk engan dóm og borga hálfa milljón í skaðabætur. Og svo fá menn eins og Geiri á Goldfinger dæmdar milljónir í miskabætur af því að talað var illa um hann. Þetta land fer að lykta illa af pervertum á dómarastólum sem dæma menn fyrir kókaíninnflutning í tíu ára fangelsi, en barnaníðingar og menn sem lemja konur sínar fá litla sem enga dóma.
Hann fór í meðferð og því fær hann lækkun á dómi. Það skal enginn segja mér að hann sé að gera þetta í fyrsta sinn og bara af því hann var fullur. Ég hef þekkt svona menn og þeir eru litlir kallar, haldnir minnimáttarkennd gagnvart konum og þurfa að berja þær til að sýna þeim hver ræður. Sveiattann á þetta perverta dómaralið sem greinilega eru hliðhollir barsmíðum á konum og barnaníðslu á miðað við fallna dóma.
Einn bálvondur mannúðarsinni sem trúir því að svona menn eigi að skjóta og senda fjölskyldunni kúlureikninginn og þá gerir hann þetta aldrei aftur. Bless
Réðist á sambýliskonu sína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.6.2008 | 10:28
Íslendingar kunna illa að skemmta sér úti við
Erfið nótt á Akureyri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.6.2008 | 20:32
Stjórnarandstaða stjórnarliða
Þó svo ég sé fyllilega sammála Ágústi um að fyrirtæki eins og t.d bankarnir eigi að leggja sitt af mörkum í baráttunni um efnahag heillar þjóðar, þá finnst manni þetta enn eitt merki um bresti í samstarfi stjórnarflokkanna. Samfylkingin vill að bankar og stórgróðafyrirtæki selji hluta erlendis eigna til að bæta sitt eigið fé, á meðan að Sjálfstæðismenn vilja enn og aftur koma auðvaldi landsins til hjálpar með því að auka hjálp ríkisins við bankana og milljarða gróðafyrirtækin.
Finnst að vinstri flokkur eins og Samfylkingin eigi nú að fara að sjá að sér og hætta þessu ruglaða samkurli við auðvaldsflokk og standa fyrir því sem þeir lofuðu fyrir kosningar, þ.e félagshyggju og betra ogheilbrigðiskerfi sem yrði ódýrara fyrir notndur. Samfylkingin hefur án efa brugðist kjósendum sínum og fá vonandi að súpa seyðið af því í næstu alþingiskosningum.
Fyrirtæki selji eignir í útlöndum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.6.2008 | 17:57
Er þörf á hraðatakmarksaukningu?
Ég hef löngum velt því fyrir mér þegar ég les svona fréttir hvort ekki sé komið að því að auka hraðatakmark á landinu í 110 Km/klst, aðallega til að flæði umferðar aukist til muna og hvort það geti líka verið að sumir bílstjórar séu orðnir pirraðir á að hanga fyrir aftan hægari bílstjóra og gefi aðeins inn svona yfir 110 til að drífa sig aðeins áfram.
Þegar líka er skoðað að bílar í dag eru með mun skemmri hemlunarvegalengd en bílar fyrir 20 árum, og í alla staði hafa betri búnað finnst mér allavega eðlilegt að skoða hækkun á hraðamörkum við bestu aðstæður. Gæti líka kannski minnkað þennan mikla framúrakstur sem maður verður vitni að á landsbyggðinni. Ef menn geta haft 80 km/klst á Miklubraut, upp Ártúnsbrekku og langleið í Mosó má kannski fara að athuga með hækkun hraða annarsstaðar. Samhliða má auka verulega sektarupphæðir fyrir hraðakstur fram yfir löglegan hámarkshraða, og jafnvel fangelsisvist fyrir alvarlegri brot.
Enn keyra menn of hratt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
12.6.2008 | 22:10
Tíminn flýgur
Vá hvað tíminn líður hratt þessa dagana. Komin enn ein helgi og styttist óðum í ferð til Danmerkur eftir 13 daga. Jibbí. Get ekki beðið eftir að komast aðeins út. Vonandi bara að veðrið leiki við okkur og legg ég hér með inn pöntun fyrir sól og 25° hita. Enga rigningu takk....hehehehe
Annars er allt fínt að frétta af mér. Maður er búinn að vera einn heima í tvo daga og er það bara gott mál. Lilja fór aftur til mömmu sinnar á þriðjudaginn, en kíkir á mig reglulega þessi elska. Mér leiðist svo á kvöldin að ég þakka allar heimsóknir á kvöldin. Vonandi að sólin líti aftur dagsins ljós þ´vi mér líður vel að sitja úti og hlusta á bækur. Sat að vísu aðeins of lengi úti í gær og er að súpa seyðið af því í dag, því maður brann svolítið. Verð orðinn fínn á morgun og þá væri fínt ef sólin kæmi aftur skoo. Get alveg notað hana svolítið meira sko.
Ég er búinn í þessu læknastússi í bili og þarf ekkki að mæta meira á spíttalann fyrr en í júlí Þá er bara ein blóðprufa og svo ekki meira fyrr en í september. Allt leit vel út á þriðjudaginn þegar ég hitti læknana mína og fór í röntgen á lungunum. Allar myndir sýna að allt lítur vel út og ég sé á góðum batavegi. Nú er bara að vinna upp þrek og þol og þá verður maður orðinn betri en áður. Verð orðinn líkamlega miklu beri í haust en ég hef verið í langan tíma, jafnvel í tvö til þrjú ár.
Jæja ætla ekki að drepa ykkur úr leiðindum af mér. Allt fínt og ég kvarta ekki frekar en fyrri daginn
Adios,
Sólbrunarústin, Red Neck.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.6.2008 | 06:12
Enn allt í hinu besta
Já segi ég og er vakandi kl hálfsex að morgni. Það er orðið með mig eins og gamla fólkið, maður heldur ekki vatni í heila nót. Kannski ekki nema furða þegar maður horfir á lyfin þessa daga, en þvagræsandi er hluti af þeim kokteil, en kokteillinn fer minnkandi.
Lilja vinkona hefur verið hjá mér núna í tvo daga og stjanað við mig með eldamennsku og góðgæti milli m´la. Takk æðislega fyrir að líta svona eftir mér dúlla.
Ég, óhemjan, þurfti nátt´rulega að ofmeta getu mína til sleikingar á gula fíflinu, sólinni í gær. Sat úti í þrjá tíma og það er bara ekki frá því að guttinn sé brunninn pínu, þó aðallega á nefinu..........ooooooohhhhhhh......ekki gott, því nú þarf maður þá að passa sig í sólinni í dag.
Heilsan hjá mér er gríðarlega fín. Þarf ekki á verkjalyfjum að halda lengur sem er stór kostur. Er nú kominn inn í viku 6 af því að vera hættur að reykja og það er ótrúlegt hvað mér líður vel með það að vera hættur, því mig hefur langað til þess svo lengi en eki getað. Lungun styrkjast dag frá degi, og Kata, maður fer alla vega fyrsta kílómeterinn af maraþoninu, bara labbandi, því ég hef ekki getað hlaupið eftir heilablóðtappann um árið, en ég skal labba eins langt og hægt er í maraþoninu dúllan mín....
J´ja ætla að lúlla aðeins meira, því é er hjá læknum allann seinipartinn að fá meiri góðar uplýsingar. Læt ykkur vita á morgun hvað þeir sögðu.
Svefnleysisgaurinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Einar Laverne Lee
Tenglar
Digital hljóð o.fl. því tengt
Allt sem tengist Daisy tækninni og digital hljóðbókum
Vinirnir
Vinir á öðrum bloggsvæðum
Bloggvinir
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Þórdís tinna
- Óttarr Makuch
- Anna Lilja
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Bjarni Kjartansson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bwahahaha...
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Gísli Foster Hjartarson
- gudni.is
- Guðmundur Gunnlaugsson
- Gunna-Polly
- Heiða B. Heiðars
- Heiðar Már Guðlaugsson
- Jens Guð
- Kristinn Halldór Einarsson
- Lilja Sveinsdóttir
- Mín veröld
- Nína
- Ólafur Þórðarson
- Ómar Ragnarsson
- Pálmi Gunnarsson
- Sigurbjörg Guðleif
- Þröstur Helgason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar