Færsluflokkur: Bloggar
8.6.2008 | 00:52
Heil vika og enn á uppleið
Já það fer að verða liðin heil vika frá því að ég var endanlega útskrifaður af spítalanum alfarinn. Ég er búinn að vera með annann fótinn hjá mömmu sl. vikuna og á hun þakkir skilið fyrir að hafa séð vel um soninn þessa daga. Nú er ég kominn heim og verð nú að fara að feta lífið afturr á eigin spýtur. Hún Lilja vinkona ætlar þó að fylgjast með mérr í nokkra daga frá og með morgundeginum til að fullvissa alla um að ég sé orðinn nokkuð góður. Nú er bara að njóta sólarinnar sem búið er að spá næstu vikuna, svona á milli heimsókna á göngudeildina og í umbúðaskipti á heilsugæslunni.
Nú, það næsta hjá mér er að skreppa í starfsmannaferð þann 19. á Höfn í Hornafirði, svo ætla ég að skreppa í útskriftina hennar Kötu í Danmörku þann 25. júní. Ég býð líka eftir að heyra hvenær ég fer á Reykjalund. Mig er farið að hlakka til að fara að taka á í upppbyggingu á sál og líkama því maður finnur að maður þarf á því að halda núna. En í millitíðinni ætla ég að taka því rólega og njóta lífsins, ferðast aðeins og reyna að tana mig í rusl ef mögulegt er.
Mér líður frábærlega fyrir utan nokkur þreytuköst sem virðast sækja á mig á seinni hluta dags, en fyrir utan það er ég alveg að finna að orkan er öll á hraðri uppleið og sálarþrekið allt að falla á jákvæða ferlið eftir smá vonleysi og svartsýni þarna um hríð.
Endilega látið í ykkur heyra, í kommentum, í síma, eða dropiið í heimsókn ef þið nennið því ég verð mikið heima uppp á næstuna elskurnar.
p.s. Ég hef ekki reykt í fimm vikur, en þessi mynd er tekin af mér dagana fyrir aðgerðina og er hún ein af þeim myndum sem ég ætla að styðjast við til að halda mér frá reykingum. Aðrar myndir sem ég styðst við sem forvarnir munu verða sýndar hérna svona á næstunni, eins og myndirnar af gjörgææslunni tveim dögum eftir aðgerð. Ekki fallegar myndir en munu þó hafa mikil áhrif sem forvön fyrir mig því eftir svona mikinn sársauka, þ.e hjartaaðgerð, þá vill maður helst ekki falla í sama farið. Ekkert reykt í fimm vikur og stoltur af sjálfum mér, vona að þið styðjið mig í þessu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.6.2008 | 09:37
Allur miklu betri.
Jæja það verður ekki annað sagt en að kraftaverki séu enn á ferðinni. Sl.laugardag, hundveikur, en núna líður mér frábærlega. Maður er farinn að sofa reglulega vel aftur, svo allt lítur vel út þessa dagana.
Ég er þessa dagana staddur í Njarðvík hjá múttu í góðu yfirlæti. Mamma dekrar við mann eins og henni er unnt og ekki sakar að settið er með um 30 stöðvar af sjónvarpsefni, með tölvutengingu, ég er vel settur held ég bara og nú hefst bataferlið af fullri alvöru. Á bara eftir að mæta niður á spítala einu sinni í næstu viku i tékk og svo fær maður frið frá öllu þessu spítaladóti.
Nú vantar bara sólina, en Bjarni ef einhver er með sambönd þá ert það þú kallinn minn, geturðu ekki hringt í einhver og fengið sól hérna á suð-vestur hornið í svona tvær vikur svo ég geti látið mér leiðast úti en ekki inni? Væri ótrúlega vel þegið því rednecks like meed heat skiluru.
Skrifa meira síðar amigos.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.6.2008 | 12:06
Inn og út af spítala......ooohhhhh
Já nú held ég að ég secreti þetta bara. Ég verð góður héðan af og fer ekki aftur innn á spítalann er mín hugsun núna bara. Var lagður inn með einhverja andnauð á laugardaginn, en svo er þetta með mig eins og öll önnur tæki, þegar einhver annar lítur á mig þá er bara ekkert að. Ég var útskrifaður í morgun með góoðar einkunnir, enn einu sinni og nú vil ég ekki meira af þessu inn og út rugli. Ég er kominn heim ttil að vera og hananú.!!!
Annars var mér mér tilkynnt í morgun að það væri einkennileg tímasetning á því hvenær mér fór að líða svona vel. Ég er útskrifaður í góðum gír á liggur við sömu mínútu og Kata er að skila BS ritgerðinni sinni. Kannski að það væru einhver andleg tengsl sem gerðu að verkum að ég vildi ekki alveg hrökkva ´i gírinn fyrr en hún skilaði. Hver veit hvaða æðri máttarvöld stjórna svona en fyndið samt sko.
Ég er í góðum gír núna og verð heima þar til á morgun, en ætla svo til múttu í nokkra daga í afslöppun. Finn að maður slappar lítið af nema fara frá heimilinu, tölvununum og öllu. Verð þó í msn bandi og síma, en kem aftur heim á mánudaginn í nokkra daga.
Þar til næst amigos
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.5.2008 | 16:11
Loksins útskrifaður....vonandi að fullu!
Já ég var víst lagður inn aftur á mánudaginn með vatn utan á vinstra lunganu enn einu sinni, en það virðist allt farið fyrir utan smá vökva sem virðist vera skorðaður af í hólfi utan á lunganu, en er ekki nóg til að tappa af manni. Nú fylgjast þeir bara vel með manni og vonandi kemur ekkert meira upp á og batinn getur hafist fyrir fulla alvöru. Núna er maður bara smá þreyttur, en það mátti svo sem búast við því að það tæki nokkra mánuði að ná upp krafti aftur. Hjartað starfar allt mjög fínt og er það góðs viti, svo nú er bara að taka vel á þolinmæðisgeninu og fara sér ekki of gratt í neinu. Fara í göngutúra og anda að sér nóg af fersku lofti á næstunni.
Vil þakka allann hlýhuginn í kommentum ykkar og þakka ykkur fyrir að láta ykkur málið varða. Já Bjarni minn við rauðhálsar þurfum nú meira til að drepa okkur en eina svona aðgerð kallinn...........hehe.
Kata mín er núna á lokasprettinum í BS ritgerðinnni sinni, og finn ég það í hjarta mínu að henni á eftir að farnast vel á þessum skrifum. Eitt er víst að hún hefur sett sitt mark á geisladeildina á LSH Hringbraut, því það mundu allir eftir henni og höfðu alllir margt gott af henni að segja. Enda er ekki annað hægt, þar sem hér er á ferð besta vinkona mín og kona með demant í hjartastað. Ég hef legið inni á spítala nú í fim vikur tæpar og gengið upp og niður á geði. Kata flaug heim frá DK þrátt fyrir að vera á stærsta verkefni skólagöngu sinnar til að sjá að allt færi vel hjá mér. Hefur hlustað á þrasið og ruglið i mér undanfarnar tvær vikur, þrátt fyrir að vera alveg að detta á deadline og samt tekst henni að klára þessa ritgerð með sæmd. Ég veit að ég get alltaf leitað til hennar fyrir kraft er minn þrýtur og vil ég fá að segja Kata ég elska þig dúllan mín fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig í gegnum árin og fyrir að vera þarna er ég þarf á styrk að halda.
Þið hin veitið mér líka styrk, en Kata greyið þarf að taka mest af þessu á sig svo hún á stórar þakkir skilið en takk allir aðrir sem hafa verið með mér í gegnum allar mínar raunr sl. ár.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.5.2008 | 17:01
Lagður aftur inn!!!
Jæja, þetta á ekki að ganga þrautalaust fyrir sig hjá mér eftir þessa aðgerð. Ég var lagður inn á mánudag aftur og kominn þá með rúman líter utan á lungað af vökva aftur.
Er núna bara heima í dagleyfi, en er á leið aftur upp á spítala á eftir, því ég þarf að fara í CT skönnun snemma í fyrramálið og þá kemur vonandi allt gott í ljós o þessi spítalavist fari að ljúka.
Hef verið hálfslappur í allan dag vegna morfíngjafar sl. daga. Maður er kominn í hálfgerð eftirköst af þessu efni......ojjjj....en vonandi ekki meira af þessssu.
Jæja látið í ykkur heyra elskurnar og ég vona að ég verði heima til að blogga meira um helgina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.5.2008 | 06:09
Fyrsta helgin heima eftir aðgerð.
Jæja góðir hálsar. Held að allir fatti þegar ég segi, Heima er best, því nú er ég búinn að vera heima síðan á fimmtudaginn, fyrstu nóttina hjá múttu, en sl. tvær bara hérna heima hjá mér. Heiðar Már er líka krypplaður eins og ég og hefur verið með mér hérna alla helgina sem hefur verið mjög gott. Við náum allavega að drepa saman tíma, og hann hefur aðstoðað mig við smávægilega hluti og á hann þakkir skilið fyrir strákurinn.
Skringilegt en satt eru ekki miklir verkir sem sitja eftir, en maður fær svona óeirð í húð og skurðsvæði, sem gerir mann stundum alveg geðveikan. Fötin fara þá í pirrurnar,því þau koma við húðina á manni og maður verður eirðarlaus, getur ekki setið né legið, né staðið. Hef leyst það vandamál með því að fara bara í sturtu í klukkutíma og þá lagast þetta. Tek svo bara svefntöflu til að sofna betur.
Skurðirnir virðast allir gróa ótrúlega vel og vonandi lagast þessir á fætinum hraðar, en þeir tóku æð úr fætinum vinstra megin, og skurðurinn er frá kúlunni á hælnum innanvert, upp á mitt læri og þessi skurður er mest að há mér í dag. Á frekar erfitt með gang út af honum, annars væri maður meira úti í smá göngutúrum til að ná uppp þreki.
Nú er bara bið í næsta skref, sem er byrjun endurhæfingarinnar, en það verða nokkur skipti niðri á spítala, á endurhæfingardeildinni þar, svona bara til að koma manni af stað í þeim efnum.
Svo kemur vonandi að Reykjalundi í Júlí, seinnipart, og stendur sú þjálfun yfir í fjórar til sex vikur. Eftir þá þjálfun er bara að kaupa sér kort í Classann og halda þjálfun áfram upp á eigin spýtur.
Ekki meira í bili, en munið að njóta lífsins, því þið vitið aldrei hvað getur gerst fyrir ykkur sem skerðir færni ykkar til þess að lifa því vel.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.5.2008 | 13:37
Útskrifaður....jíha
Já það segja nú margir að ég eigi níu líf, eftir allt sem ég hef gengið í gegnum og ég lifi enn og alltaf jafn ánægður með lífið og fólkið í því. Kata mín á enn og aftur þakkir skilið fyrir að hlusta á röflið í mér, því sl. dagar voru orðnir verulega pirrandi, en hún tók þessu með jafn miklu jafnaðargeði og áður og kom mér á rétta braut aftur. Mamma og Heiðar Már eiga líka miklar þakkir skilið fyrir að mæta flesta dagana og reyna að halda geði mínu í góðu lagi. Kata á aðrar þakkir skildar fyrir aðstoðarritstjórastörfin í fjarveru minni og megið þið öll senda henni sérstakar kveðjur fyrir að halda ykkur inni í því sem var að gerast. Linkurinn á bloggið hennar er hér til vinstri og megið þið fara öll sem eitt og senda henni kommment svona til að peppa gelluna, þar sem hún er að klára lokasprettinn á BS ritgerði í Geislafræði, en sá sér samt fært að blogga fyrir mig og fljúga 3000 kílómetra í nokkra daga til að fylgjast með framvindu minni. Hún er hetja þessi elska og á allt það besta skilið í veröldinni.
Nú tekur bara við smá afslöppun og svo hefst rólegt endurhæfingarprógramm á spítalanum. Eftir 4-6 vikur fer ég svo væntanlega á Reykjalund til að klára endurhæfinguna, en svo kaupir maður kort á æfingastöð og heldur þjálfun rólega áfram eftir þetta allt.
Ég er bara ógó jákvæður fyrir þessu öllu og vona að þið hvetjið mig öll áfram því ekki veitir af. Þakka ykkur öllum fyirr að fylgjast svona vel
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
18.5.2008 | 22:29
Kata skrifar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
16.5.2008 | 15:23
Halló halló strákurinn mættur aftur
Jæja gott fólk og þakka ykkur hlýhuginn sl. vikurnar og öll hlýju kommentin.
Þetta gekk vonum fraar og má segja að ég sé heppinn að vera á lífi.
Aðgerðin sjálf gekk vel en það tók frekar langannn tíma að koma hjartanu aftur í gang. Nýrun héldu þetta allt út og nú er maður bara að gróa sára sinna. Er bara í helgarleyfi núna, en verð að fara aftur niður á deild á sunnudag til að láta tapppa vökva af öðru lunganu, en það situr fastur vökvi utan á því vinstra og verður að setja dren slönug til að losa hann.
Ég er að öðru leyti frkar frískur, þryttur svolítið, en fínn samt. Langar að koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem hafa barist með mér og mætt í heimsókn, en mest til hennar Kötu, stoð minnar og styttu, sem flaug alla leið heim fyrir þetta, ogw hélt uppi fréttum fyrir ykkur hin. Takk elsku Kata mín fyrir allt og sérstaklega að leyfa mér að röfla svolítið þegar þörf hefur verið á.
Meira um helgina elskurnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
14.5.2008 | 22:13
Kata skrifar
Enda sagði læknirinn að hann væri nú eins og 8 sílendra Buick með nýja vél sem þyrfti aðeins að keyra til áður en maður færi með hann á götuna :)
Hann biður innilega að heilsa öllum þeim sem fylgjast með honum hérna og vonandi fer hann að komast í tölvu kallinn svo að hann geti farið að blogga sjálfur. . . . .það er ekki hægt að setja upp stækkunarbúnaðínn í tölvurnar á spítalanum og því kemst hann ekkert á netið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Um bloggið
Einar Laverne Lee
Tenglar
Digital hljóð o.fl. því tengt
Allt sem tengist Daisy tækninni og digital hljóðbókum
Vinirnir
Vinir á öðrum bloggsvæðum
Bloggvinir
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Þórdís tinna
- Óttarr Makuch
- Anna Lilja
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Bjarni Kjartansson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bwahahaha...
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Gísli Foster Hjartarson
- gudni.is
- Guðmundur Gunnlaugsson
- Gunna-Polly
- Heiða B. Heiðars
- Heiðar Már Guðlaugsson
- Jens Guð
- Kristinn Halldór Einarsson
- Lilja Sveinsdóttir
- Mín veröld
- Nína
- Ólafur Þórðarson
- Ómar Ragnarsson
- Pálmi Gunnarsson
- Sigurbjörg Guðleif
- Þröstur Helgason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar