Færsluflokkur: Bloggar

kata skrifar

Hann Einsi er búin að sýna frábæran bata í gær og í dag. Þegar ég kom til hans í gærkvöldi þá sat minn maður bara inn í setustofu eins og fínn maður, með fjarstýringuna af sjónvarpinu í hendinni :) Hjartað mitt tók kipp þegar ég sá hann þarna, ég er svo ánægð að þetta er allt að ganga upp, hann  er bara svo ótrúlega duglegur.  Já þannig að hann er komin á fætur drengurinn og þrammar um ganga deildarinnar. Það er búið að taka allar snúrur og slöngur af honum og það eina sem hann er tengdur við núna er súrefniskútur. Það er líka búið að minka verkjalyfjagjöfina hjá honum þannig að hann er aðeins skýrari í hausnum núna.

Læknirinn sem skar hann upp kom til hans í morgun og var ótrúlega ánægður með hann, hve vel hann væri að taka við sér eftir þessa erfiðu aðgerð. . . . enda náttúrulega ekki við öðru að búast. . tíhí. . .En læknirinn segir að þessi aðgerð eigi eftir að bæta lífskjör hans mjög mikið, þannig að það verður örugglega ekki langt í að Einsi fari á flug eins og honum er einum lagið :) En þetta á eftir að taka tíma,  þar til allt verðu gróið vel saman og hann getur farið í endurhæfingu, en hann er spenntur fyrir áframhaldinu og á eftir að standa sig, hef fulla trú á því :)

Ég fór með síman til hans í gær þannig að nú er hægt að ná í hann beint. . . . nú er ég að fara til hans með náttbuxur og fleira dót. . . . get ekki horft upp á töffarann svona í útjöskuðum eignum spítalana. . tíhí. . .

kveðja

kata


Kata skrifar

Einsi er óðum að styrkjast, það var allt annað að sjá hann í dag. Hann var fluttur á hjartadeildina í dag, er byrjaður að borða aðeins og setjast upp í rúminu.  Það er búið að fjarlægja allnokkrar af snúrunum og slöngunum sem hann var tengdur við í gær og hann leit miklu betur út í dag.           Hann var allavega byrjaður að kvarta yfir lélegum matseðli sem spítalinn býður upp á og byrjaður að stjórna aðeins því sem er að gerast í kringum hann, þannig að það eru nú allgóð batamerki.         Það er verið að fylgjast vel með nýrunum hjá honum þar sem þau eru ekki alveg að starfa eðlilega, en vonum að þau taki við sér sem fyrst.                                                                                           

Ég skila til hans öllum kveðjunum ykkar á morgun þegar ég fer til hans :)


Kata skrifar

Jæja ég er komin til landsins og fyrsta stoppið var á gjörgæsludeildinni hjá Einsa.  Hann var nú bara hress miðað við allt sem hann er búin að ganga í gegnum. Hann er ennþá tengdur í allskyns snúrur og slöngur og er svolítið lyfjaður ennþá kallinn.  En hann tók fast í höndina á mér þegar ég kom og hélt nær allan tíman, en hann var mjög þreyttur, þannig að ég stoppaði bara stutt.  Hann verður líklega fluttur niður á deild á morgun ef allt gengur vel. Hann hefur ekki fengið að setjast upp eftir aðgerðina og er ekki farin að mega borða fast fæði ennþá. Það á að láta hann prufa að setjast upp í kvöld, því það er svo vont fyrir hann að liggja svona lengi, og því getur verið rosalega áreynsla fyrir hann að hósta. En já þetta lítur ágætlega út og við vonum bara að hann verði útskrifaður af gjörgæslunni sem fyrst J

  

Kata skrifar

Jæja . . . . ég heyrði í Einsa í dag, því ég hrindi niður á gjörgæslu til að fá fréttir. . . . en hann heimtaði að fá að tala við mig,  þannig að þá vitum við að hann er koma til baka þessi elska. 

Nóttin gekk ágætlega hjá honum, en hann er mjög slappur og þreyttur, enda mikið lyfjaður eftir stóra aðgerð og líkaminn undir miklu álagi hjá honum.   Hann verður á gjörgæslunni lengur en átætlað var og verður því líklega ekki sendur niður á deild fyrr en á föstudaginn.

Ég kem heim frá Dk og knúsa hann á morgun. . . og já læt kannski í friði með að kremja hann. . . tíhí. . . en það lifnaði yfir honum þegar ég sagði að ég væri á leiðinni til hans i nokkra daga.

Nú er bara að senda góða strauma á hann drenginn

Hann vil þakka öllu fallegu skilaboðin frá ykkur. . . því hann metur þau mikils :)


Kata skrifar

Sæl

Ég var búin að lofa Einsa mínum að skrifa hérna inn framvindu mála næstu dagana því ég veit að það eru margir að fylgjast með honum kallinum :)

Ég heyrði í lækninum hans rétt áðan og þetta gekk vonum framar. Aðgerðin var erfið og var hún aðeins lengri en áætlað var, tók um 6 klst. en þetta tókst allt saman og nú er bara að sjá hvernig hann jafnar sig á þessu á næstu dögum. 

Hann á ekki eftir að getað svarað í símann sinn næstu daga því hann verður mjög slappur. Heiðar Már ætlaði að vera með símann hans og svara ef fólk vildi vita hvernig málin standa en síminn hans fannst ekki í morgun . . en við sendum honum bara 100000000000 kröm og kossa og vonum að hann jafni sig vel á þessu öllu saman.

kveðja

Kata


Undirbúningur fyrir aðgerð

Jæja gott fólk, þá er að koma að þessu, en undirbúningur fyrir aðgerðina hefst á morgun.

Þetta byrjar allt á því að ég er rakaður frá hvirfli til ilja.  Verð eins og kona á leið á djammið, verð svo vel rakaður.  Meira að segja þá raka þeir á manni aðra rasskinnina því það er sett járnplata undir mann í aðgerðinni til að maður fái ekki óþarfa rafmagnsstuð á meðan á aðgerðinni stendur.

Aðgerðarmorguninn hefst á sótthreinsun og svo fæ ég slakandi og morfín og þar með er ég orðinn útúr heiminum.  Eins gott því þá verða tengdar margar slöngur og kranar og ég settur í öndunarvél.  

Eftir aðgerðina verð ég heilann sólarhring eða meira á gjörgæslu og allt fer það eftir því hvernig mé líður.  Ekki má heimsækja mig fyrir en á fimmtudaginn og þá stutt í einu, en vonandi verð ég fljótur að ná áttum og jafna mig og verð ég vonandi kominn á fullt skrið eftir viku.

Krossleggjum nú fingur, og vonum að batinn verði skjótur, því ég ætla mér að njóta sumarsins undir berum himni.

Bæ í bili. 


Frestun á aðgerð um einn dag.

Jæja datt í hug að láta ykkur vita að aðgerðinni var frestað um einn dag.  Það á að senda mig í hjartaómun(sónar) sem verður framkvæmd í gegnum vélindað, sem þýðir að maður fær fullt af vöðvaslakandi dópi til að maður æli ekki upp á meðan sko.  Pirrandi rannsókn, en nauðsynleg.  Þessi rannsókn ewr bara hluti undirbúnings fyrir aðaldæmið sko þannig að maður verður að þola það.

Er á lei ð á kynningu á aðgerðinni og eftirmálum hennar, en mamma og Gilli ætla að mæta til að fá vitneskju um hvernig þetta kemur til með að vera.  Svo eftir það ætla ég á rúntinn og kíkja svo á Júlíu og Villa, en þessar elskur buðu mér í mat í kvöld.

Seinna elskurnar.


Þrír dagar í aðgerð

já maður er alveg að missa vitið af því að bíða eftir þessu.  Innskrifaður á spítalann en með dagleyfi til að fara og gera það sem mann vantar að gera, sem betur fer  annars yrði ég alveg geðveikur á biðinni.  Maður gerir voðalítið á spítalanum annað en að bíða mánudagsins.

Ég er mjög hress sem stendur og finn lítið fyrir neinu.  Maður er að sjálfsögðu stressaður fyrir þetta, enda mjög stór aðgerð á ferðinni.  En eins og ég segi alltaf, ég stend upp aftur og kem til baka sterkari og betri maður, enda orðinn vanur svona áhlaupi og verra en þetta held ég.

Góðir hálsar, þetta er síðasta bloggið sem ég skrifa fyrir aðgerð held ég, en eins og áður sagði ætlar hún Kata að skrifa smá um framvinduna í næstu viku svo að þið fáið að fylgjast með því ég lofaði að síminn minn yrði ekki í gangi í nokkra daga svo mér gengi betur að ná mé. 

Adios amigos og senioritas og heyri í ykkur hress og kátur þegar ég verð fær til.


Hjartaskurðaðgerð eftir helgi

Jæja góðir hálsar.

Mér líður vel eftir hjartaþræðinguna, það voru bara teknar nokkrar myndir og svo var komist að þeirri niðurstöðu að senda mig í aðgerð.  Þreföld hjáveituaðgerð verður framkvæmd eftir helgina, á mánudaginn vonandi, og er ég innlagður á spítala þangað til, með fararleyfi yfir dageinn.  Svona verður þetta að vera til að ég haldist í skurðröðinni, ojæja maður verður víst að vera góður sjúklingur og fara í einu og öllu eftir hjúkrunarstaffinu.

Vildi þakka ykkur öllum fyrir að fylgjast svona vel með stráknum.  Maður finnur vel að það eru góðir straumar á leið til manns.  Eftir aðgerð hef ég gert ráðstafanir til að skrifað verði hér inn um líðan mína og framvindu mála.  Takk enn og aftur og ég lofa að leyfa ykkur að fylgjast vel með.  Kommentið og látið alla vini vita.


Hjartaþræðingin

Hjartaþræðingin verður framkvæmd á morgun, þriðjudag, og verð ég lagður inn kl. 18.00 ´´i dag.  Vonandi taka þessir doktorar ákvörðun um að framkvæma aðgerð, ef hún er niðurstaðan, sem fyrst, því ég finn að ég er orðinn  verulega þreklaus á tímum núna.  Svo fyrir utan það er fullt af liði að hætta á LSH á fimmtudag og því allt komið í hers hendur frá og með þeim degi.  Vona að það takist að semja við liðið eins fljótt og hægt er svo maður festist ekki inni á spítalanum lengi.

Annars er sálartetrið mitt svona að jafna sig á sjokkinu við þetta allt saman og ég fann styrkinn minn aftur.  Nú stöðvar mig ekkert og sama hvað þá ég kem ég aftur sterkari en áður.

Later dudes.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Laverne Lee

Höfundur

Einar Lee
Einar  Lee

Er í nýrnavél og reyni samt að vera jákvæður

póstfang; ell@hive.is

Persónulega bloggið er:

www.blog.central.is/lee33

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband