Færsluflokkur: Bloggar
27.4.2008 | 17:53
Þungar hugsanir.
Það er ekki annað hægt að segja en að maður sitji mjög þungt hugsi um lífið og tilveruna á þessari stundu. Eftir að læknirinn hringdi i mig og sagði mér að við ætluðum að fara í aðgerð hef ég setið mjög hljóður og hugsað um líf mitt og tilveru. Það er kannnski ekki nema furða þegar maður fær allan tímann í veröldinni til að hugsa. Ég veit að ég hefði getað lifað betur með sykursýkinni og ef ég mætti snúa klukkunni til baka þá myndi ég reyna að gera þewtta betur, en svona er nú staðan og maður verður að takast á við hana eins og hún liggur fyrir manni hverri stundu.
Fór í skírnina hjá litlu þeirra Júlíu og Villa, en hún var skírð Thelma Dís. Fallegt nafn sem hæfir jafn sætri stúlku og hún er. Til hamingju elsku Júlía og Villi, með litlu prinsessuna. Borðaði á mig gat, eða eins mikið og ég kom niður, en ég er lítið fyrir mat þessa dagana. Maginn á mér hringsnýst og tel ég það afspengi of mikillar hugsunar af minni hálfu.
Já annars hefur þetta verið fínn sólríkur dagur hjá mér. Fyrir utan andlega hringekju sem ég er í og þreytuköst sem ásækja mig á verstu tímum, þá reyni ég að halda geðsmununum í lagi með rólegri tónlist og spjalli við hana Kötu mína, sem eins og venjulega er mín stoð og stytta í þolraunum mínum. Þessi elska veit líklegast aldrei hvað hún hefur snert mig mikið í gegnum árin og hvað hún frábær. Kata mín, ef ég segi það ekki nógu oft þá vil ég þakka þér allt sem þú hefur gert fyrir mig í gegnum árin. Mundu að þú ert hetjan mín og ég elska þig.
Jæja áður en ég fer of langt niður í skálar tilfinningaseminnar, þá ætla ég að logga mig út og leggja mig í smá tíma þar sem ég held að allt þrek mitt sé búið í dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
26.4.2008 | 17:11
Góður dagur.
Í dag hef é átt einn mjög góðan dag. Svaf samt illa í nótt, en það virtist koma smá vatn í lungun, en þegar ég vaknaði var það farið. Líður mjög vel, en er orðinn smá þreyttur þó ég sé ekki búinn að vaka nema í um sex tíma.
Fór í Kringluna til að drepa tímann í fallega veðrinu. Sat á Kaffi París úti í sólinni og naut þess að vera til. Labbaði svo í Hans Pedersen að skoða myndavélar og keypti mér svo að lokum einn Sub og er nú kominn heim. Eins og áður sagði er þetta einn af góðu dögunum og vona ég að ég verði góður í allann dag og í kvöld. Leggst inn á mánudagseftirmiðdaginn og fer í þræðingu á þriðjudag. Það virðist eiga að skoða bara snögglega inn í kransæðarnar og taka svo ákvörðun um framhaldið, en læknirinn hefur þegar tilkynnt mér að yfirgnæfandi líkur séu á skurðaðgerð og eins og mér hefur liðið sl. tvær vikur verð ég feginn þegar þeir klára að ákveða hvað á að gera, svo ég lagist sem fyrst.
Læt ykkur fylgjast með þróun mála næstu dag. Á morgun fer ég svo í skírn og afmæli hjá Júlíu. Skíra á nýjasta afsprengið, sem er dóttir, og óska ég þeim enn og aftur til hamingju. Guðmundur Óli, næstyngstur, á afmæli, fjögurra ára, og óska ég honum líka til hamingju.......hehehe.....Júlía þú skilar því til hans.
Bæ í bili.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.4.2008 | 20:59
Þrekið minnkar.
Í dag varð mérljóst að sumir dagar eru verri en aðrir. Ég vaknaði hress og kátur í morgun og stoppaði við hérna á fyrstu hæðinni í kaffi. Eftir að hafa setið þar í fimm mín. þá sótti á mig svona ofurþreyta og það slokknaði næstum bara á mér þar sem ég stóð. Ég fór aftur upp og ætlaði aðeins að halla mér í smástund, en vaknaði ekki fyrr en eftir fjóra tíma. Lá svo í miklu þreytumóki til þrjú í dag, en þá hafði ég næstum sofið í fjórtán tíma. Líður vel núna, en vonandi verður morgundagurinn betri, læt ykkur vita um ástandið á morgun.
Vill þakka öllum þeim sem fylgjast með og senda mér góða strauma, því ekki virðist veita af þessa dagana.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.4.2008 | 15:14
Læknisheimsóknin
Jæja fór til læknis í dag og hann var bara á því að leggja mig inn í dag og setja mig í hjartaþræðingu á fimmtudaginn. Fattaði þá að það er frídagur og ekki framkvæmdar þræðingar á þeim tíma svo hann lét mig hafa símanúmerið sitt og sagði mér að hringja ef e-ð gerðist en að öðru leyti fer ég í þræðinguna á þriðjudaginn, en verð innlagður á mánudaginn. Það fer svo allt eftir þeim niðurstöðum hversu hratt ég verð settur í það að fara í hjartaaðgerðina, en miðað við líðan mína og atburði sl. daga gæti litið út fyrir aðgerð fljótlega, en mitt litla hjarta vonar að það bíði hausts.
Ég er enn að berjast við erfiðar tilfinningar eftir þessar fréttir, en ætla nú að leggja mig því þreyta sækir mikið á mig þessa dagana. Endilega hringið í mig eða fylgist með blogginu fyrir frétttir en ég reyni mitt besta til að updeita fréttir eins fljótt og e-ð gerist.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
20.4.2008 | 16:32
Enn ein vika og önnur spítalaferð.
Jamm góðir hálsar. Fór wtil læknis á þriðjudag og sagði hann lítið annað en að við skyldum bíða og fylgjast með framvvindu mála með hjartað. Ekki er hægt að senda mig í þræðingu þar sem nýrun eru e-ð leiðinleg, og af sömu ástæðu er ekki hægt að hugsa um aðgerð á hjartanu.
Nú ég hef verið í fínu formi alla vikuna, fékk mér einn öl í gærkvöldi og byrjaði þá allt upp á nýtt og ég endaði uppi á spítala í nótt til að láta hjálpa mér að losna við vökva aftur. Var svo bara útskrifaður um hádegið og á að mæta til læknis á þriðjudag í annnað tékk. Vildi láta ykkur vita hvernig gengi og endilega hringið þið í mig því ég hef ekki þrek í að hringja í alla og láta þá vita.
Ætla nú að leggjast upp í og hvíla mig því þetta tók verulega á líkamann.
Kveðja, Einar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.4.2008 | 12:20
Sl. vika og spítalaferðin
Jamm ég var lagður inn á spítala sl. miðvikudagsnótt. Ástæðan var að lungun á mér voru að fyllast af vatni og hjartað á mér var orðið undir miklu álagi sökum þess og ég varð því að fá hjálp til að losna við vökvann. Sjúkraflutningamennirnir héldu að ég væri að fá hjartaáfall, en svo var ekki, en hefði getað gerst ef ég hefði ekki farið niður á spítala í vökvalosun.
Ég lá inni í tvo daga og er nú laus við vökvann í lungunum, en verð að mæta eftir helgi til hjartalæknis til að skoða framhaldið. Líklegt þykir að ég þurfi í þessa hjartaaðgerð, en menn eru á báðum áttum hvað gera skuli, en þetta kemur víst í ljós á þriðjudaginn. Vildi bara láta ykkur vita af þessu, áður en gróusögurnar vaxa og ég telst dauðvona. Sú er ekki raunin.
Annars er allt fínt að frétta héðan úr hlíðunum og þið megið alvevg kommenta hérna til að láta mig sjá að þið fylgist með þessu bloggi.
Meira á þriðjudaginn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
4.4.2008 | 21:25
Vikan á enda.....tíminn líður of hratt!
Ég vaknaði upp í morgun og það var mánudagur......fór í vinnuna, það var mikið að gera ég fór í kaffi og mat og svo fór ég heim eftir miklar pælingar, og það var kominn föstudagur......shit mér finnst tíminn vera farinn að líða of hratt.
Ég var að spá í þessu öllu með tímann og komst allt í einu að því að é hef verið single í tvö ár, en nota bene það er lengsti tími sem ég hef verið single. Maður er farinn að finna mikið fyrir einverunni upp á síðkastið og kannski væri bara ágætt að finna ástina eða að hún finni mig svona á þessu ári kannski. Er farinn að halda að ég verði einn það sem eftir er. Kannski að það rætist úr þessu einn daginn.
Annars er fínt að frétta af mér. Hef verið í algerri afslöppun eftir ferðalögin. Tók svolítið á að fara svona milli heimsálfa á sólarhring, en ég er samt enn standandi. Nú verður næsta ferðalag í júní og það verður betra að fara til DK þá því þá verður allavega hlýtt þar, en það var frost þar alla páskana, og é hélt það væri komið vor.......hhhhmmmmmmmfff....ekki aldeilis, en svo kom vorið náttúrulega daginn eftir að við fórum heim aftur. Týpískt mín heppni, en við skemmtum okkur vel þrátt fyrirr veðrið.
Jæja elskurnar, ætla að leggja mig fram við að drekka einn kakóbolla því mér er skítkalt, tók kuldann með heim frá DK.....andsk....getur vorið ekki farið að koma hér líka.
Baráttukveðjur til allra þeirra sem viðhafa mótmæli þessa dagana, því það er það eina sem dugar í kreppuástandi, standa saman og láta í okkur heyra. Væri gott ef fleiri tækju sig til og mótmæltu ruglinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.3.2008 | 20:08
Siðleysi stjórnmálamanna!!!
Á þeim tímum þegar aukið magn fíkniefna erflutt inn til landsins og aukin umsvif glæpamanna eru orðin að allverulegru vandamáli í íslensku samfélagi veltir maður fyrir sér jafn siðlausri ákvörðun og að skera niður við lög-og tollgæslu á því svæði sem flugvöllur landsmanna er staðsettur. Er ekki skelfilega vitlaust í stækkandi samfélagi að skera niður við þessa opinbweru þjónustu?
Íslenskt samfélag fer alveg að bera keim af því að stjórnmálamenn upp til hópa fari að teljast alvarlegustu skúrkarnir í þjóðfélaginu. Fatta þeir ekkki að við viljum frekar borga aðeins hærri skatta og fá þar með betri samfélagsþjónustu, eins og hilbrigðiskerfi og öfluga löggæslu? Nei þeir vinna í lækkun skatta samhliða lokun spítaladeilda og fækkun löggæslumanna. Í dag eru færri lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu öllu, en voru í Reykjavík einnni ávið enda sl. aldar þrátt fyrir ört vaxandi þjóðfélag. Ja, ég verð nú bara að segja að lífið og wtilveran í íslensku þjóðfélagi fer að líkjast vanþróuðustu löndum heims og stjórnmálamenn virðast illa því starfi vaxnir sem þeir eru kosnir til að gegna. Sveiattann á vitleysuna
Hagræðing, bætt stjórnsýsla og skýr ábyrgð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.3.2008 | 17:35
Ferðalangurinn ég kominn heim aftur....
Jæja þá er maður kominn aftur heim eftir ferðalagasnilld sl. tvær vikur og rúmlega það. Fór fyrst til LA eins og þið vitið flest og það var frábært.
Síðan fór ég ásamt Heiðari Má til hennar Kötu í rúmlega viku og skemmti é mér frábærlega þar. Átti svona eins og eitt afmæli, en já strákurinn er orðinn 37 ára frá og með sl. viku. Við fórum af því tilefni út að borða og skemmtum okkur frábærlega. Fórum í svona myndatökubooth og tókum frábærlega vitlausar myndir af okkur, en við vissum ekki ahvenær myndirnar voru teknar, og því varð þetta allt mjög fyndið.. Leigðum okkur bíl og fórum út um alla Danmörku, þó aðallega í átt að Þýskalandi og skoðuðum mikið, ásamt því að heimsækja Tídda félaga, og svo fórum við líka til Heimis og Aðalbjargar og var það frábært. Takk fyrir góðar móttöökur elskurnar.
Já eins og áður sagði fórum við líka til Þ:ýskalands, og tókum hana Báru vinkonu hennnar Kötu með okkur. Skoðuðuðum Flensborg og landamærabúðirnar og þvílíkt sem það er fallegt þarna.
Það eina slæma við þetta allt var hversu hratt tíminn líður og áður en maður vissi var maður á heimleið. Ég kominn með flensuna og varð að ferðast þannig heim........össs ekki gott. Kveðjustundir eru það leiðinlegasta og erfiðasta sem ég veit og var maður bara illa niðurdreginn alla leið heim, í ofanálag ofan á veikindin, og var ég því ekki upp á mara fiska er ég kom loks heim.
En nú er ég allur að koma til og kveðjustundum fer að fækka því Kata er að klára í sumar og ég þekki ekki marga úti í heimi sem ég þarf að kveðja jafnoft og ég hef þurft að kveðja hana. Takk æðislega fyrir að þola þetta umstang í heila viku dúllan mín o vonandi hefurðu náð upp svefni aftur. Sé þig kannski aftur í vor dúllan mín.
Meira seinna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.3.2008 | 21:13
Millilendingin
Jæja góðir hálsar, þá er maður staddur á skerinu í einn sólarhring í millilendingu á leið til Danmerkur. Ætla að eyða þar páskum og afmælinu mínu með Kötu, Heiðari og fleiri fínum manneskjum sem á veginum verða í DK.
LA var stórkostleg. Mikið að sjá og falleg borg, en miklar andstæður finnast í borginni. Segji ykkur meira frá því við tækifæri, en eins og gefur að skilja er smá span í gangi því ég fer héðan aftur snemma í fyrramálið. Kata mín, gerðu kaffivélina tilbúna, taktu fram spariskapið, því það er innan við sólarhringur í okkur guttana, og nú verður Odense málað í regnbogalitunum........Daninn fær núna að vita hvar þessi Davíð keypti ölið......tíhí.
Kveðjur af klakanum,
Einar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Einar Laverne Lee
Tenglar
Digital hljóð o.fl. því tengt
Allt sem tengist Daisy tækninni og digital hljóðbókum
Vinirnir
Vinir á öðrum bloggsvæðum
Bloggvinir
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Þórdís tinna
- Óttarr Makuch
- Anna Lilja
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Bjarni Kjartansson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bwahahaha...
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Gísli Foster Hjartarson
- gudni.is
- Guðmundur Gunnlaugsson
- Gunna-Polly
- Heiða B. Heiðars
- Heiðar Már Guðlaugsson
- Jens Guð
- Kristinn Halldór Einarsson
- Lilja Sveinsdóttir
- Mín veröld
- Nína
- Ólafur Þórðarson
- Ómar Ragnarsson
- Pálmi Gunnarsson
- Sigurbjörg Guðleif
- Þröstur Helgason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar