Færsluflokkur: Bloggar

Ráðstefna dagur 1

Jæja fyrsti dagur ráðstefnunnar er að baki og ég hef lært fullt.  Fór á fyrirlestra um blindraletursskjá, daisy spilara og aðgengisprófanir að forritum.  Einnig var einn fyrirlestur um aðgegni að internetinu fyrir sjónskerta, og var þetta allt mjög fínn lærdómur.  Á morgun eru fyrirlestrar um mobile tækni fyrir blinda og sjónskerta, gps tæknina og margt fleira. 

Við höfum það mjög fínt á frábæru hóteli hér í LA.  Höfum ekki verslað yfir okkur þrátt fyrir að það sé allt svo ódýrt að mann langar að versla allt, nema kannski föt því kaninn er ekki eins flottur í tauinu og við Evrópumenn.  Hitinn hér er mjög fínn, eða um 25 gráður yfir hádaginn, og við Anna höfum farið í langa göngutúra í góða veðrinu.  Erum bara búin á því í kvöld og ætlum bara að liggja inni á hebergi í kvöld, en við vorum úti að skoða bæinn með Helgu frænku til miðnættis í gær.  Sáum Hollywood skiltið, keyrðum um Sunset Boulevard og líka um Rodeo Drive.  Það var frábært að hitta Helgu því ég hef ekki hitt hana svo lengi.  Hún hefur komið sér vel fyrir hérna í borg englanna stelpan og er ég stoltur af stelpunni.  Hún fór með okkur á Spanish Kitchen, sem er æðislegur mexíkanskur veitingastaður í Vestur LA.  Fórum svo hring um borgina og aftur á hótelið.

Jæja meira síðar gott fólk.


Komin til LA

Jæja góðir hálsar, nú er maður kominn til LA.....Hér er æðislegt veður og við Anna orðin úthvíld.  Erum  búin að skrá mig inn á ráðstefnuna og erum að taka stefnuna niður í bæ.  Ætlum aðeins að skoða þennann fræga bæ og hitta svo Helgu frænku í mat í kvöld.  Allt hér er risastórt og flott.  Pálmatré og furðulega heitandi blóm allsstaðar og við bæði frá okkur numin af hrifningu.

Minneapolis var köld.  15 stiga frost og kuldi.  Flottur staður samt og Mall of America var rosaleg.  Vorum þar í níu tíma og náðum bara að skoða 1. hæðina af þremur.  Geðveiki, en bara gaman.  Væri til í að koma þangað aftur að sumri til.

Blogga meira næstu daga.

Kveðjur heim, kvittið fyrir ykkur.


LA eftir fjóra daga....jíhaaaaa....

Vá ég held að ég sé að springa úr spenningi.  Fer af stað til LA á laugardaginn ásamt Önnu Kristínu, en ráðstefnan byrjar á miðvikudaginn í næstu viku og ætlum við að stoppa og jafna tímamismuninn í Minneapolis.  Þetta verður svaka stuð en jafnframt strembið því ég fer á fullt af fyrirlestrum á þrem dögum, en það er samt bara gaman að gera það sem maður hefur áhuga á.  Höfum mælt okkur mót við Helgu frænku sem býr þarna í LA og verður bara gaman að hitta hana líka.  Verð með tölvu og ætla að reyna að blogga fyrir ykkur á meðan ég er úti.  Kem í sólarhringsstopp hérnaw svo áður en ég fer til DK yfir páskana.  Stuð í gangi þessa dagana.

Það er brjálað að gera í vinnunni, en þannig líður mér best.  Tíminn líður á ofsahraða og manni líður frábærlega.

Kvittið fyrir ykkur elskurnar.

Seinna góðir hálsar.......jíha.


Ferðalög framundan....jibbí!

Já það má með sanni segja að það sé mikið um að vera hjá manni þessa dagana.  Ég er á leið til Los Angeles, en það kom allt á hreint í byrjun vikunnar, en fylgdarmaður minn verður hún Anna Kristín vinkona mín.  Við erum sem sagt á leið á hjálpartækjasýningu, eða þ.e sýningu á hjálpartækjum fyrir fatlað fólk, og er þetta sú stærsta sinnar tegundar í heiminum í dag.  Við förum á laugardegi, þann 8. mars, og byrjum á því að stoppa og ná andanum í Minneapolisí tvo daga og förum svo til LA og verðum þar fram á laugardag, 15. mars og lendum hér svo aftur að morgni þess 16.  Mikil keyrsla, en það verur bara gaman.

Ekki nóg með þetta heldur ætla ég svo í beinu framhaldi til Odense til Kötu, en ég og Heiðar Már ætlum að eyða afmælisdögunum okkar þarna úti vellystingum og afslöppun yfir páskana.  Mikið að gerast hjá manni næsta mánuðinn sem sagt, en það er bara gaman.

Á morgun er ég á leið í afmælisveislu hjá henni Ollý, og langar mig að nota tækifærið og óska gellunni til hamingju með 30 árin, velkomin í heldri manna tölu Ollý mín........tíhí.  Sé þig hress á morgun elskan.

Svo næstu helgi er það kaffiboð hjá Björk vinkonu, en hún er líka að verða þrítug.  Annars hef ég enga hugmynd um hvenær hvorug þeirra á afmælisdag, en lýsi hér með eftir vitnum að þeim merku dögum, ef einhverjir vita þá hér inni.  En vill líka óska björk til hamingju með afmælið og sé þig næstu helgi dúllan mín.  Ef þú ert laus um helgina máttu hringja í mig Björk.

Lífið allt á hundrað og hugurinn líka, þannig að maður er hálfringlaður, en skrifa meira á næstunni. 

Ciao amigos and senoritas


Kostulegt uppeldi

Já þessir tveir eru kostulegir saman.  Strákgreyið í ástarsorg yfir einhverri kellingu og pabbi hefur ekki betri ráð en að draga stráksa með sér upp í flugvél og alla leið til Danmerkur til að berja núverandi kærasta gellunnar fyrrverandi.......spurning um hvernig uppeldisaðferðir kallinn hefur alist upp við, kellingin fer og berjum þá næsta kærasta.  Ljótu fíflin, en það er spurning um að senda þá saman á Anger management námskeið og í guðanna bænum einhver hringi í móður stráksa og tékki á hvort ekki sé í lagi með hana.  Kallinn lemur hana örugglega líka.  Svona menn eiga klárlega ekki að ganga lausir, heldur fá að dúsa í gæsluvarðhaldi í svona hálft ár, þá lærist þeim kannski lexían, fíflin atarna.
mbl.is Feðgar handteknir fyrir líkamsárás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Go Steini J. eða ekki!

Það er nú kannski bara  þannig að alltaf má gera betur en duga skal og rétt hjá Steingrími að það þarf mikið að gerast til að rétta hlut ákveðinna hópa varðandi launamál.  Það er til háborinnar skammar hvað umönnunar-uppeldis og menntastéttir eru með lágar tekjur miðað við það nám sem þetta fólk hefur lagt á sig og finnst mér að þetta fólk mætti hiklaust, ásamt öllu fólki sem vinnur í heilbrigðisgeiraunm, fá 100 prósent launahækkanir, þó ég viti að það sé óraunhæft. 

Hitt er þó og það sem ég vildi fjalla um.  Getur verið að SJ sé búinn að tala of mikið neikvætt um allt sem gerist í stjórnmálum í landinu og það séu allir hættir að taka mark á honum.  Ég persónulega skipti um stöð þegar ég heyri manninn tala orðið, því mér finnst hann fúll og leiðinlegur.  Hann talar alltaf á móti og virðist aldrei ánægður með unnin verk, sama hvers eðlis þau virðast vera.  Ég spyr einnig, er það þannig að stjórnarandstaðan á alltaf að vera á móti, alveg sama hvað?

Held í alvöru að íslenskir pólitíkusar þurfi að fara að hysja upp um sig buxurnar, því það er orðin megn skítafýla af þeim öllum.  Enginn gengst við ábyrgð og allir tala eins og hvítþvegnir englar.  Fussumsvei, ef þetta heldur allt áfram eins og hefur verið sl. mánuði er næsta öruggt að ég skili auðu í næstu kosningum.


mbl.is Steingrímur segir laun enn langt undir framfærslukostnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er að byrja aftur!

Já ég fékk ábendingu um það að ég væri liggur við hættur að blogga, en hef tekið ákvörðun um að reyna að mjaka mér inn í það að byrja aftur.  Sannleikurinn er bara sá að ég hef verið á með lengsta þunglyndisskeiði sem ég hef lent í lengi.  Já maður á sínar stundir eins og aðrir býst ég við, þrátt fyrir að maður sýni sterkt front út á við, þá er það bara þannig að ég hef verið mjög þungur í skai og neikvæur með meira móti, þó ég hafi kannski ekki séð það sjálfur á köflum.  En nú er breyting á og farið að birta til í lofti og mínum huga líka.

Ég er líklega á leið til Los Angeles á sýningu í mars og það verður mjög gaman að takast á við það verkefni held ég.  Ferðin er í um viku, þannig að kannski er þetta erfit þannig en gaman samt að fara og afla sér upplýsinga um þá hluti sem maður er að vinna í.  Eftir þá ferð er stefnan tekin á Danmörk til Kötu, en þar ætlar maður að eyða afmælisdeginum og svo páskunum í framhaldi.  Ekkert nema fjör  í upsiglingu hjá manni og ástæða til að brosa hringinn.

Ræktin gengur fínt og er ég allur að eflast á vinstri hliðinni, en eins og þið flest vitið þa hef ég verið frekar kraftlaus eftir heilablóðtappann þarna um árið og líður mér mjög vel að vera kominn af stað í þessu átaki mínu.  Maður hitir líka mikið af fólki sem maður þekkir í Classanum og bara gaman að því.  Ætla að hætta að reykja á næstunni og st3efni á 1.mars.  Þið verðið að hvetja mig áfram í því átaki, því það á eftir að taka á taugarnar held ég.

Annars allt gott hér.  Kvittið fyrir ykkur eins og vanalega.  Maður verður að vita að maður sé að gera þetta fyrir einhvern sko!!!


Ekki dauður!!!

Nei gott fólk, ég er ekki dauður þrátt fyrir að hafa ekki bloggað um skeið.  Bara hef ekki verið í miklu stuði fyrir það og svo hefur bara verið mikið að gera.

Annars er allt fínt að frétta af mér.  Farinn að stunda líkamsrækt aftur eftir langt hlé og hef verið smá þreyttari en venjulega út af því en þolið er að koma upp aftur.  Nú er bara að hætta að reykja sem fyrst þannig að þetta beri allt betri árangur.  Annars gengur lífið bara sinn vanagang hér í hlíðunum.  Maður að fara erlendis í mars og vonandi til fleiri staða á þessu ári, en það kemur í ljós með vorinu.

Munið nú að kvitta fyrir komuna gott fólk, því ef maður á að nenna að byrja að skrifa aftur þá þarf maður að vita að einhver fylgist með.

Farið vel með ykkur og hvort annað og lifið lífinu til fullnustu.


Trúverðugleiki pólitíkurinnar orðinn lítill

Maður er farinn að halda að menn séu lítið að vinna í borgarmálum þessa dagana og eyði sínum tíma í baktjaldamakk og bakstunguáætlanir.  Kannski að það ætti að fara að setja lög um að meirihluti í pólitískum stjórnum megi ekki vera færri en fimm  menn eða svo.  Mér finnst trúverðugleiki borgarpólitíkurinnar vera orðinn frekar lítill eftir sviptingar sl. mánaða og vona að menn fari að halda velli í einhvern tíma.  Allt þetta brambolt hlýtur óneitanlega að hafa áhrif á landspólitíkina líka, þó að formenn stjórnarflokkanna segji nú annað.  Venjulegir borgarar í henni Dramavík fara að missa alla trú á fólkinu sem á að stjórna og veit ekki orðið upp né niður hvaða stefna er í gangi í borgarmálunum.  Látið nú af baktjaldamakkinu og farið að vinna meira í málefnum borgarinnar þið þarna í ráðhúsinu, og fáið annann borgarstjóra en Ólaf, því leiðinlegri maður er varla til í pólitík(ef frá er talinn Björn Bjarnason)
mbl.is Ósammála um nýtt samstarf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirsláttur

Getur verið að þetta sé fyrirsláttur í starfandi forsætisráðherra?  Getur ekki verið að ríkisvaldið þurfi að grípa inn í kjarasamninga fyrr nú en áður, þar sem allt lítur út fyrir að kjarasamningar náist illa nema með tilkomu skattalækkana á lægri kjarastéttir?  Ég persónulega held að það gæti farið í allsherjarverkföll meðal launamanna þar sem lægri launahópar eru orðnir mjög ósáttir við að allir séu að fá miklar kjarabætur nema þeir sem vinna í verslun og hjá ríki og sveitarfélögum.  Nú þurfa launamenn að standa saman um meiri kjarabætur fyrir lægri launaflokkana og neita að taka litlum launahækkunum!!!
mbl.is Ekki þjóðarsátt um jaðarskatta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Laverne Lee

Höfundur

Einar Lee
Einar  Lee

Er í nýrnavél og reyni samt að vera jákvæður

póstfang; ell@hive.is

Persónulega bloggið er:

www.blog.central.is/lee33

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband