Að lifa í kassa

Ég sagði ykkur það snemma á þessarri síðu að ég myndi koma með pælíngar í kring um mig og minn sjónmissi.  Ég hef aldrei verið mikið fyrir það að væla yfir því hversu slæmt ég hef það í lífinu,  heldur reyni ég yfirleitt að sjá skemmtilegu og björtu hliðarnar á hlutunum í mínu lífi.

Það er nefnilega margt spaugilegt sem komið hefur upp eftir að ég missti sjón og hér er eitt slíkt atriði:

Ég var nýbúinn að missa sjónina og var staddur í sumarbústað með fleira fólki.  Eins og von er á og mannasiður mikill í bústaðaferð fórum við miki í pottinn á meðan á dvölinni stóð.  Við eitt slíkt tækifæri, um seinnni hluta dags, fór ég upp úr og var á leið inn í bústaðinn.  Ákvað að fara bara úr öllu fyrir aftan bústaðinn og stóð þar svo bara kviknakinn að virða fyrir mér hlutina.  Kærastan mín þáverandi kemur sallaróleg til mín og spyr mig hvað ég sé að gera að standa þarna kviknakinn, svo ég spurði hvort það væri einhver á móti því sem þarna væri, hvort ég hafi sært blyggðunarkennd samgesta okkar í ferðinni.  "Nei, nei alls ekki," sagði hún, "en svona hundrað manns sem eru að grilla hér í nágrannabústðumnum gætu haft eithvað á móti því, allavega er allir að stara á þig kviknakinn hér á pallinum" sagði hún og hló.  En að sjálfsögðu sá ég ekki allt þetta fólk.

Þetta litla dæmi mitt var til að lýsa því að þegar að maður sér illa minnkar heimunn til muna og maður gæti alveg eins buið í kassa.  það tók mig langann tíma að uppgötva að heimurinn er stærri en maður sér álengdar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

HAHAHAHAHAHAHAHAH  Ég sé þetta í anda.   snilld

Guðrún B. (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 22:12

2 identicon

Jújú ég er víst að kommenta ...

Ég las þetta elsku dengsi minn .. og hló ..

 

One blind love  

Lilja (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 15:37

3 Smámynd: Einar  Lee

HAHAHA frábært komment babylotion

Einar Lee, 20.9.2007 kl. 15:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Laverne Lee

Höfundur

Einar Lee
Einar  Lee

Er í nýrnavél og reyni samt að vera jákvæður

póstfang; ell@hive.is

Persónulega bloggið er:

www.blog.central.is/lee33

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 514

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband