Vafasamt mál

Því miður er það vafasamt mál hvort megi dreifa efni á netinu eða ekki.  Við erum að greiða höfundarréttargjöld af óbrenndum cd- og dvd diskum og þar með er eiginlega búið að gefa leyfi fyrir dreifingu efnisins.  Dómar þess efnis hafa t.d fallið í Noregi og víðar.  Torrent síður stuðla líka að því að auglýsa efni og flestir sem nota þessar síður ná í efni, en ef þeim líst vel á það, þá fara þeir í næstu búð og kaupa original útgáfu, því brenndir diskar endast mun skemur en þeir pressuðu sem maður kaupir út í búð.

Áætlað er að yfir helmingur heimila í landinu hali niður efni af netinu á ólöglegum síðum og skrýtið þá að menn láti ekki loka fyrir törrent niðurhal alveg á sæstrengjum landsins.  Þá værum við komin út á þá braut að fara að ritskoða netið, en hingað til hefur netið verið grundvöllur sem er óritskoðaður, og flestir vilja ekki fá almenna ritskoðun á því, því þá yrði fjandinn laus og helmingur síða á netinu yrði lokaður og háð duttlungum einhverra ákveðinna manna hvað má og má ekki á netinu.  Lefum torrent.is oeða tökum höfundarrétttargjöld af diskum og já Spilurum líka því með öllum diskaspilurum erum við líka að greiða sömu gjöld

Taka má líka fram að torrent.is hefur virt þá ósk Íslenkra höfnda að ekki sé deilt efni frá þeim ef þess sé óskað og hafa nokkrir aðilar nú þegar fengið sitt efni fjarlægt af síðunnni.


mbl.is Eigandi Torrent yfirheyrður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll - rakst á bloggið þitt útfrá mbl.is (varla vafamál).

Þó súrt sé, með vísan í erlenda dóma eru forráðamenn vefsíðna sem veita aðganga að höfundarverðu efni mjög líklega ábyrgðir að hluta til. (má til dæmis benda á finreactor dóminn sem féll útí finnlandi)   Þó þeir taki út íslenskt efni þá er margt efni þarna inni enn varið með höfundarrétti - erlent efni. 

Margar áhugaverðar lausnir hafa  komið fram í dagsljósið í kjölfar aukinnar umræðu um höfundarrétt og dreyfingu efnis og er ein sú að forráðamenn torrent.is t.d. myndu greiða stef gjöld líkt og útvarpsrásir til að höfundar tónlistar fengu sinn skerf [lesist; útgáfufyrirtækin] .. sem er aftur á móti allt önnu umræða. 

Kveðja

María Einars.  

majae (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 12:53

2 identicon

Ekki vera að gefa tónlist eða myndir eða neitt sem kemur Smáís við, í jólagjafir

því það þarf að koma fram við glæpamenn eins og glæpamenn

þeir gætu kannski farið að skilja þetta ef að salan hríðfalli frá og með deginum í dag

og af hverju er fólk ennþá að fara í bíó????  borga næstum 1000kall fyrir óendanlegar auglýsingar, 15-20min seinkun og sjoppu sem

halda mætti að allt væri gert úr gulli í 

hvet alla til að láta í sér heyra varðandi þetta mál 

vig (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 13:28

3 Smámynd: Einar  Lee

Já þú ferð með gott mál María, en ekki við öðru að búast af vel gefnum viðskiptalögfræðinema.  Maður veltir samt fyrir sér því að við erum að borga höfundarréttargjöld af diskum.  Er þar með ekki búið að gefa leyfi til drefingar efnisins?

By the way skoðaði síðuna þína og hún var helv....flott.  Þú ert svona draumakona hvers karlmanns(tek þó fram að engin mynd af þér sást svo ég get ekki talað fyrir alla).

Ef þú vilt spjalla meira þá er msnið mitt einarlee@hotmail.com

Einar Lee, 19.11.2007 kl. 13:31

4 identicon

Ég vill benda fólki á að lesa þetta.

http://www.rlslog.net/piracy-isnt-that-bad-and-they-know-it/

ganjha (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Laverne Lee

Höfundur

Einar Lee
Einar  Lee

Er í nýrnavél og reyni samt að vera jákvæður

póstfang; ell@hive.is

Persónulega bloggið er:

www.blog.central.is/lee33

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 467

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband