Tíminn flýgur

Vá hvað tíminn líður hratt þessa dagana.  Komin enn ein helgi og styttist óðum í ferð til Danmerkur eftir 13 daga.  Jibbí.  Get ekki beðið eftir að komast aðeins út.  Vonandi bara að veðrið leiki við okkur og legg ég hér með inn pöntun fyrir sól og 25° hita.  Enga rigningu takk....hehehehe

Annars er allt fínt að frétta af mér.  Maður er búinn að vera einn heima í tvo daga og er það bara gott mál.  Lilja fór aftur til mömmu sinnar á þriðjudaginn, en kíkir á mig reglulega þessi elska.  Mér leiðist svo á kvöldin að ég þakka allar heimsóknir á kvöldin.  Vonandi að sólin líti aftur dagsins ljós þ´vi mér líður vel að sitja úti og hlusta á bækur.  Sat að vísu aðeins of lengi úti í gær og er að súpa seyðið af því í dag, því maður brann svolítið.  Verð orðinn fínn á morgun og þá væri fínt ef sólin kæmi aftur skoo.  Get alveg notað hana svolítið meira sko.

Ég er búinn í þessu læknastússi í bili og þarf ekkki að mæta meira á spíttalann fyrr en í júlí  Þá er bara ein blóðprufa og svo ekki meira fyrr en í september.  Allt leit vel út á þriðjudaginn þegar ég hitti læknana mína og fór í röntgen á lungunum.  Allar myndir sýna að allt lítur vel út og ég sé á góðum batavegi.  Nú er bara að vinna upp þrek og þol og þá verður maður orðinn betri en áður.  Verð orðinn líkamlega miklu beri í haust en ég hef verið í langan tíma, jafnvel í tvö til þrjú ár.

Jæja ætla ekki að drepa ykkur úr leiðindum af mér.  Allt fínt og ég kvarta ekki frekar en fyrri daginn

Adios,

Sólbrunarústin, Red Neck.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Jebb Sólin skín nú flott í dag.

Þú getur orðið tanaður í ræmur, áður en þú hittir hana Kötu okkar sem nú er að fara útskrifast þessi dúlla.

Þar hefði ég svo gjarna viljað vera en hún kemur hingað og þá get ég óskað henni til hamingju.

If your family tree dont fork,--you might be a red neck

If you can say mo to your Grany, you might be a red neck..

Kærar kveðjur frá Bjarna

íhaldi með meiru

Bjarni Kjartansson, 13.6.2008 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Laverne Lee

Höfundur

Einar Lee
Einar  Lee

Er í nýrnavél og reyni samt að vera jákvæður

póstfang; ell@hive.is

Persónulega bloggið er:

www.blog.central.is/lee33

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 517

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband