Er þörf á hraðatakmarksaukningu?

Ég hef löngum velt því fyrir mér þegar ég les svona fréttir hvort ekki sé komið að því að auka hraðatakmark á landinu í 110 Km/klst, aðallega til að flæði umferðar aukist til muna og hvort það geti líka verið að sumir bílstjórar séu orðnir pirraðir á að hanga fyrir aftan hægari bílstjóra og gefi aðeins inn svona yfir 110 til að drífa sig aðeins áfram.

Þegar líka er skoðað að bílar í dag eru með mun skemmri hemlunarvegalengd en bílar fyrir 20 árum, og í alla staði hafa betri búnað finnst mér allavega eðlilegt að skoða hækkun á hraðamörkum við bestu aðstæður.  Gæti líka kannski minnkað þennan mikla framúrakstur sem maður verður vitni að á landsbyggðinni.  Ef menn geta haft 80 km/klst á Miklubraut, upp Ártúnsbrekku og langleið í Mosó má kannski fara að athuga með hækkun hraða annarsstaðar.  Samhliða má auka verulega sektarupphæðir fyrir hraðakstur fram yfir löglegan hámarkshraða, og jafnvel fangelsisvist fyrir alvarlegri brot.


mbl.is Enn keyra menn of hratt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einar ég á fjórhjól SMC Captian 300 cc.

Nafnlaus (IP-tala skráð) 14.6.2008 kl. 21:39

2 identicon

Það er sérstaklega tvennt sem mér finnst mæla á móti því að hækka hámarkshraðann. Í fyrsta lagi er það að þó bílar hafi batnað þá eru vegirnir hér of mjóir fyrir meiri hraða því þó hemlunarvegalengd hafi kannski minnkað þá má lítið út af bera þegar bílar mætast á ekki breiðari vegum en hér eru og slys sem yrði við framanákeyrslu þar sem báðir bílar eru á 110 yrði hræðilegt. Í öðru lagi þá er meiri eyðsla þegar hraðinn er meiri. Það eru nokkuð sterk rök á móti þessu í dýrtíðinni í dag. Þumalputtareglan er að bensínbíll er hagkvæmastur ef hann fer ekki yfir 3000 rpm og dísilbíll ekki yfir 2000 rpm. Þegar komið er yfir þann snúning í efsta gír þá fara flestar vélar að súpa vel.
Þegar búið er að leggja svokallaða 2+2 vegi með öryggissvæði á milli þá mætti huga að því að hækka hámarkshraðann.

Burkni (IP-tala skráð) 14.6.2008 kl. 23:17

3 Smámynd: Árni Þór Eiríksson

Merkilegt nokk...en bíllinn hjá mér eyðit umtalsvert minna ef ég er að halda 110 en ef ég er að halda 90...og ég er bara á 1.8L toyotu...en ég er hlynntur því að hækka hámarkshraðann, í það minnsta þar sem vegirnir bjóða uppá það...Keflavíkurvegurinn til dæmis...þessi vegur gjörsamlega kallar á hraðakstur af margra hálfu

Árni Þór Eiríksson, 15.6.2008 kl. 02:12

4 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

þótt svo að bílarnir hafi batnað. þá eru vegirnir samt ekki hannaðir nema við 90 km/h

reyndar finnst manni oft einsog að maðurinn sem að var á jarðýtunni við vegagerðina hefi verið alveg blindhauga fullur 

Árni Sigurður Pétursson, 15.6.2008 kl. 04:50

5 identicon

Hækka hámarkshraðan er alhjörlega nauðsynlegt og mun fækka umferðaslysum.

90 km hraði býður uppá að þú sért að svo afslappaður,skoðandi allt í kringum þig keyrandi yfir á hinn vegarhelmingin óvart vegna þess að þú ert að skoða landslagið. á 110 ertu vakandi yfir því sem er að gerast og ert með hugan við aksturinn. hlaupandi maður sofnar aldrei. en menn á 90 sofna auðveldlega, þannig að það er hægt að skrifa ansi mörg slys á núverandi hámarkshraða.

Gunnar (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 10:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Laverne Lee

Höfundur

Einar Lee
Einar  Lee

Er í nýrnavél og reyni samt að vera jákvæður

póstfang; ell@hive.is

Persónulega bloggið er:

www.blog.central.is/lee33

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 483

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband