Biðin á enda.

Já það er rétt, biðin er á enda.  Þegar mér var tilkynnt að ég þyrfti í hjartaðgerð þá hafði ég litlar áhyggjur af því að þola sársauka, en það fékk mikið á mig að þurfa að taka mér langt frí frá vinnu og hafa ekkert mikið fyrir stafni í yfir tvo mánuði.  Sem betur fer líður tíminn hraðar en mann grunar, og ég er á leið í vinnu í næstu viku.  Úff hvað ég er feginn, því maður getur bara svo og svo mikið legið í sólbaði sko.

Fékk líka flottar fréttir í gær.  Maður sem lá með mér á herbergi fyrstu dagana eftir aðgerðina hitti einn lesarann á bókasafninu og lýsti því staðfastlega yfir að ég hafi brett lífsviðhorfi hans.  Það eru alltaf góðar fréttir fyrir mann að vita að maður getur haft áhrif á fólk sem maður hittir í lífinu.  Fæ sjaldan að heyra svona og var ég upprifinn í gær yfir þessu.  Það er þá víst að þjáningar sumra geta haft sálarbreytandi áhrif á líf annarra, eða hvað finnst ykkur.  Hef ég kannski áhrif á fleiri en ég held??  Veit ekki, því mér sjálfum finnst ég bara venjulegur kúkur í lauginni, en kannski fólk hafi aðra skoðun á því.

Látið álit ykkar í ljós og.....

adios í bili


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert hetja dúllan mín. . . . hefur hitt mikið af fólki í gegnum tíðina, enda opin persónuleiki. . . og þú munnt örugglega aldrei vita hve marga þú hefur haft árhrif á Einsi minn. . . . . U are my hero allavega :) og þú hefur haft mikil og góð áhrif á mitt líf :) og ert ein af perlunum sem maður safnar að sér í gegnum lífsleiðina

við erum öll kúkar í lauginni. . . . en við fáum samt stundum bréf. . . tíhí :)

knús

kata

Kata (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 21:00

2 Smámynd: Sigurbjörg Guðleif

Já ég er sammála Kötu þú færð líklega aldrei að vita hversu mörgum lífum þú hefur breytt. Bara það hvað þú ert bjartsýnn gerir þig að fallegri manneskju.

Sigurbjörg Guðleif, 17.7.2008 kl. 16:59

3 identicon

Hér er ein manneskja sem þú hefur kannski ekki breytt en þú hefur haft mikil áhrif á mig Einar.. Því eins og Kata sagði þá ertu Hetja kannski bara OfurHetja.. Það er enginn eins og þú en það veistu nú þegar.. Ég ætla ekki að telja upp hvernig þú hefur snert mig og mitt líf, tel það vera of persónulegt til að telja það upp hér. En í sannleika sagt á ég alveg von á því að þú sért að hafa áhrif á hverjum degi með brosinu þínu og jákvæðu lífsviðhorfi .. Þó þú röflir og nöldrir yfir pólitík eins og ALLIR góðir þegnar EIGA að GERA !!!!!

One Love 

Lilja (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 08:16

4 Smámynd: Einar  Lee

Ohhh takkk stelpur....þið vitið að þið hafið líka allar haft áhrif á mitt líf og mína hugsun.  Þakka ykkur fyrir að vera í lífi mínu.

Einar Lee, 19.7.2008 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Laverne Lee

Höfundur

Einar Lee
Einar  Lee

Er í nýrnavél og reyni samt að vera jákvæður

póstfang; ell@hive.is

Persónulega bloggið er:

www.blog.central.is/lee33

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 512

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband