Full vinna að vera veikur.

Já það mætti stundum halda að læknar haldi að maður sé í vinnu við að vera sjúklingur.  Það er ekki nóg að maður þarf að mæta hjá lækni heldur eru þeir farnir að henda manni milli lækna líka.  Ég þarf að mæta hjá þrem mismunandi læknum í þessarri viku vegna þess að ég vogaði mér að nefna í sl. viku að mig svimaði.  Mætti halda að ég væri dauðvona!

Læknar halda líka að maður eigi bara nóg af seðlum fyrir allri þessarri vitleysu.  Það kostar ekki minna en 4000 að fara til sérfræðings og það er eftir afslætti!  Og svo heldur fólk að við séum bara í góðum málum með heilbrigðiskerfi!  Ég er að fara á hausinn á þessu enda verið mikið veikur upp á síðkastið.

En jæja.  Ætlaði að koma að því að segja ykkur unga fólkinu sem er með sykursýki og kannski les þetta að alveg sama hvernig þið lítið á málið, ef þið hegðið ykkur illa með sjúkdómnum ykkar þá kemur svona fyrir ykkur.  Ekki seinna á ævinn heldur snemma.  Ég er ekki nema 37 og er nú búinn að eyða 9 árum af ævi minni inn og út af spítala.  Sama hvað þið gerið sdkulið þið reyna ykkar besta......því þetta gerist jú víst hjá ykkur!

Líðan mín annars eftir atvikum góð.  Mikill vökvi að safnast upp og mér alltaf flökurt.  Leyfi hverjum degi að þola sína þjáningu og sé til hvort ég fer þá bara upp á spítala eða ekki þann daginn.  Skiljun hefst í fyrsta lagi eftir tvær vikur, svo maður neyðist til að þrauka.  Þá er n´ðu gott að hafa ffésbókina......gefur manni eitthvað að gera sko:)

Ég kvarta ekki mikið vonandi og vona að einhver lesi þetta og læri eitthvað á þessu.  Fjölskyldur sykursjúkra verða að taka þátt í sjúkdómnum svo þetta gangi betur.......annars fer illa. 

Þangaði til næst, hafið mig í huga!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Laverne Lee

Höfundur

Einar Lee
Einar  Lee

Er í nýrnavél og reyni samt að vera jákvæður

póstfang; ell@hive.is

Persónulega bloggið er:

www.blog.central.is/lee33

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 10
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 459

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband