Færsluflokkur: Bloggar
13.9.2007 | 19:00
3G símar og blindir....
Eins og ég sagði fyrst hér á bloggsíðunni þá ætlaði ég stundum að koma með fyndna hluti sem koma upp í mínu lífi. Einn slíkur átti sér stað í morgun.
Fyrir ykkur sem ekki vitið það er ég lögblindur og hef verið það í nokkur ár. Í morgun var ég á leið í leigubíl í vinnuna þegar bílstjórinn fer að tala um dásemdir hinna nýju 3G síma. Ég útskýrði fyrir honum að mér fyndist símar vera svona til að tala í en ekkki til að leika sér að. hann hváði og sagði að þetta væri það flottasta fyrir blinda. Ekki skildi ég það nú alveg en karl hélt áfram að tala um hversu flott þetta væri fyrir blinda svo á endanum spurði ég hann hvernig þá. Hann varð kampakátur og sagði að nú ættu blindir auðveldara með að talaa saman í síma. Ég er enn að ná mér niður úr hlátri því ég held að manngreyið hafi áætlað að þar sem ég sæi illa hlyti það að vera eitthvað sem væri að mér í eyrunum en ekki augunum. Svona hlutir eru það sem gerir líf mitt léttbærara.
Meira síðar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.9.2007 | 15:30
Hvar er veðrið?
Nú er ég búinn að sitja og bíða eftir þessum stormi í hátt á fjórða tíma. Skrýtið að hann sé ekki enn kominn til Rvíkur þar sem hans hefur orðið vart á Kjalarnesinu sem er þó bara hinum megin við sundið, eða einungis örfáa kílómetra héðan í burtu, og það var rétt eftir hádegið.
Var bara einhver að djóka eða hvað?
![]() |
Stormurinn gerir vart við sig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.9.2007 | 12:39
Ein lítil kannabisplanta....bara djók
Án efa hlýtur svona frétt að teljast algert djók. Maður að rækta eina litla kannabisplöntu fyrir eigin neyslu, en svo er allt flæðandi í dópi inn í landið og talið að lögreglan finni örfá prósent af því sem er flutt inn. Finnst að löggan ætti að leggja meiri áherslu á að finna stóru dreifingaraðilana heldur en að eltast við svona smá karla.
Samkvæmt gamalli frétt af Franklín Steiner þá má áætla að löggan hlífi stóru aðilunum til að þeir gefi upp minni aðila í dópheiminum.....þvílíkt bull!!! Menn eiga að leggja meiri hörku í þetta stríð gegn dópinu og gefa engum grið, sérstaklega ekki stórum sölumönnum dauðans og þeim sem leggja fé í innflutning eyturlyfja.
![]() |
Kannabis og stolið skotvopn fannst við húsleit í Árbænum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
12.9.2007 | 22:49
Hryðjuverkamenn ársins
Ef þið hafið ekki tekið eftir því þá voru þetta einmitt þær þotur SAS sem hafa lent í miklum vandræðum sl. daga. Þrátt fyrir innköllun framleiðanda fyrir tveim árum hafa þeir hjá SAS ekki sinnt skyldu sinni og kyrrsett þessar vélar, eða DASH Q 400 eins og þær heita. Í ofanálag kemur í ljós að þeir hafa verið að leika rússneska rúllettu með líf farþega sinnna með því að sleppa úr skoðunum og reglubundnu eftirliti með fstórum hluta sinna véla og lukka að þeir hafa ekki drepið neinn ennþá.
Hér með, í tilefni af mikilli umræðu um hryðjuverk í gær 11. september, tilnefni ég SAS stjórnendur hryðjuverkamenn ársins og fer fram á að Evrópudómstóllinn sæki þessa menn til saka fyrir tilraun til hryðjuverka.
![]() |
Bombardier krefst kyrrsetningar um 40% Dash-8-Q400 véla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.9.2007 | 15:06
Lausn á hraðakstursvandanum á Digranesvegi
Eftir að hafa ekið þessa leið til margra ára er ég farinn að skilja af hverju ökumenn fara yfir hámarkshraða á Digranesveginum. Það er ekkert leiðinlegra en að aka á vegi þar sem varla eru 100 metrar á milli hraðahindrana, og tel ég að lausn vandans sé að fækka hraðahindrunum stórlega á þessum vegi, og kannski bara á öllu höfuðborgarsvæðinu, þar sem þær skapa pirring í umferðinni og menn fara ósjálfrátt að aka hraðar og verða fúlir á móti ökumennirnir í umferðinni.
Ég held ég geti sagt það með vissu að hvergi sem ég hef komið í heiminum hafi ég séð eins mikið af hraðahindrunum og notaðar eru hér á landi. Lausn hraðakstursvanda innan borgarinnar er ekki að auka alls kyns hindranir, heldur að eyða sömu peningum í að gera lögregluna sýnilegri.
Minnkum pirringinn, fækkum hindrunum og lögum gatnakerfið.
![]() |
184 brutu umferðarlög á Digranesvegi í gær |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.9.2007 | 14:14
Alltaf verst farið með þá sem minna mega sín!
Já það er alveg á hreinu að þegar kemur að peningum þá skal alltaf farið verst með þá sem minna mega sín í þeim efnum. Þegar grannt er skoðað hverjir sitja í stjórn þessarra sjóða og hvað þeir hafa í laun þá skilur maður þetta allt miklu betur. Þetta eru yfirleitt karlmenn sem fæddust með gullskeið í rassgatinu og hafa aldrei þurft að framfleyta sér á lágum launum, og hafa aldrei lent á bótum heldur.
Með því að skerða lífeyristekjur örorkuþega er verið að brjóta á áunnum réttindum lífeyrisþega. Þessir sjóðir eiga nóg af peningum og eyða meiru í áhættufjárfestingar og há laun stjórnenda og stjórarmanna en þeir eyða í nokkuð annað. Vona bara að menn taki hart á þessum málum og ÖBÍ gefi ekki þumlung eftir í lögsóknum við þessa sjóði. Annars endar með því að þeir sem lenda í því að verða öryrkjar eiga engann séns á að lifa af í þessu rándýra þjóðfélagi.
Skammist ykkar kæru stjórnendur þessarra sjóða og hana nú!!!!!!!!
![]() |
ÖBÍ lýsir vonbrigðum með skerðingu örorkulífeyris |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.9.2007 | 22:11
Gott að vera ríkur eins og Bjarni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
11.9.2007 | 21:47
Að vera ég, er skemmtilegra en margur heldur
Það hefur borið á því talsvert undanfarið að fólk hefur komið að máli við mig og sagt við mig...."æ, æ greyið þú", en ef þið vissuð það ekki þá missti ég sjón fyrir nokkrum árum og hef nú aðeins 10 prósent sjón á öðru auga. Margir halda greinilega að það að missa sjón sé alveg skelfilegt, en staðreyndin er sú að það er ekki eins erfitt og það virðist líta út fyrir að vera. Skemmtilegta spaugilegt oft á tíðum meira að segja. Ég hef lent í ýmsum skemmtilegum aðstæðum sökum minnar litlu sjónar og ætla ég svona á næstunni að setja inn nokkrar skemmtilegar aðstæður sem maður lendir í ef maður sér illla.
Þangað til næst.....skemmtið ykkur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.9.2007 | 21:13
Vitleysa er þetta!!!
Já nú hef ég loks hafið blogg hér á mbl. Það er bara ein ástæða fyrir því að ég er kominn með blogg hér og það er af því Gunna vinkona dró mig hér inn og sagði að ég hefði eitthvað að sniðugt að segja......ég veit nú ekki en ég held að kannski er það rétt.
Topic dagsins er aumingjaskapur. Já mér finnst mesti aumingjaskapur dagsins að vera pólitíkus. Rofl, rífa kjaft er fínt, en að ljúga upp í opið geðið á landanum og halda að það sé bara allt í góðu og að við séum fífl.....AUMINGJAR!!!!!!!
Þetta var gott í fyrstu færslu og nú tek ég áskorun Gunnu.....en Gunna mín, hafðu hana á milli okkar í bili.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Einar Laverne Lee
Tenglar
Digital hljóð o.fl. því tengt
Allt sem tengist Daisy tækninni og digital hljóðbókum
Vinirnir
Vinir á öðrum bloggsvæðum
Bloggvinir
-
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
-
Þórdís tinna
-
Óttarr Makuch
-
Anna Lilja
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Bjarni Kjartansson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Bwahahaha...
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Gísli Foster Hjartarson
-
gudni.is
-
Guðmundur Gunnlaugsson
-
Gunna-Polly
-
Heiða B. Heiðars
-
Heiðar Már Guðlaugsson
-
Jens Guð
-
Kristinn Halldór Einarsson
-
Lilja Sveinsdóttir
-
Mín veröld
-
Nína
-
Ólafur Þórðarson
-
Ómar Ragnarsson
-
Pálmi Gunnarsson
-
Sigurbjörg Guðleif
-
Þröstur Helgason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar