Færsluflokkur: Bloggar
16.9.2007 | 12:04
Gúrkutíð á sunnudegi
Svona fréttir gefa tilefni til að ætla að það sé gúrkutíð í fréttum á þessum ægifagra sunnudegi. Fékk þessa grein lesna fyrir mig og gat ekki betur séð en að þessi grein þeirra djöflaeyjumanna væri algert djók og háð á fíkniefni og þann heim sem slíkann.
Og annað, nafnið á þessum deildarstjóra á SÁÁ gefur klárlega til kynna að hann sé svona maður sem tekur allt alvarlega, finnur meiningu í öllum samtölum, og ef þú segir honum brandara er hann sannfærður um að þu hafir verið að tala um hann á einhvern hátt. Betra er að sleppa svona fréttum en reyna að ýfa upp eitthvað sem á að vera grín.
Ég er harðlega á móti fíkniefnum, en fylgjandi ritfrelsi.
![]() |
Fíkniefnaleiðarvísir birtur í fríblaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.9.2007 | 17:45
Fólk að versla er alveg sjónlaust
Ég var að koma úr Kringlunni sem er ekk i frásögur færandi nema þá ef vera skyldi fyrir þá staðreynd að ég lenti enn einu sinni í því að hvíti stafurinn minn var brotinn af manneskju sem sá ekki lengra en fram fyrir nefið á sér þar sem hún var að versla.
Staðreyndin er sú að Íslendingar upp til hópa virðast missa allt sjónskyn þegar þeir fara að versla. Hér kem ég, blindur maðurinn og sveifla staf fram og til baka, en það virðist vera að fyrir utan það að vera blindur hafi ég orðið ósýnilegur við að missa sjón. Kannski að það ætti að fara að úthluta öllum Íslendingum hvítann staf til nota er þeir fara í verslunarleiðangur í Kringluna eða hvert sem éer. Núna Gerðist þeta þannig að manneskjan sem braut stafinn minn var að horfa á mig og labbaði beint á stafinn minn og varð fúl út í mig fyrir að vera að leika mér með prik í Kringlunni.....jahérna kannski blindir og sjónskertir eigi bara að halda sig heima.
Svo er það hinn hópurinn sem er grátbroslegt að fylgjast með og það er sá hópur sem virðist vera kominn ídýragarð þegar það sér manneskju með hvítann staf, glápir og glápir eins og maður sé hluti af útdauðum lífverum jarðar og segir svo æ æ greyið sér ekkert, eins og maður sé líka heyrnarlaus......hehehe ef þetta fólk æbara fattaði það að allir eiga við sín vandamál að stríða þá léti það varla svona. Væri kannski sniðugt að fara að glápa á fólk með sítt hár og segja svo æ æ greyið er með sítt hár eða æ æ greyið manneskjan að vera í skóm númer 43 og hún er bara 160 cm.
Varð bara að koma þessu frá mér því ég held að þetta sé ein af spaugilegu hliðum þess að sjá ill. Fólk skilur kannski bara ekki að það er ekkert að mér, ég sé bara verr en aðrir, er í fullu starfi við tölvur, spila smá golf veiði o.fl. Ég er ekki hluti af milljón ára risaeðlum sko.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.9.2007 | 15:49
Of langt gengið
Þessi frétt er gott dæmi að hægt er að ganga of langt í heilbrigðri skynsemi hvað varðar reykingar. Nágranninn fer fram á að konan hætti að reykja í garðinum sínum, úti undir beru lofti. Ég er reykingamaður og alveg fylgjandi því að sett séu bönn á reykingar í lokuðum rýmum en hey þetta gengur of langt. Hvað verður það næst. Fer fólk að fá á sig kærur fyrir að keyra bíla líka, því þeir menga umhverfið.
Held að í þessu tilfelli sé hægt að segja að manneskjan sem kærði þurfi að fara að endurskoa hvar hún gengur eða ætlar hún að kæra alla sem hún gengur fram á reykja undir berum himni og verða á vegi hennar. Nei nú er mér nóg boðið.
![]() |
Má aftur reykja á lóðinni sinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.9.2007 | 22:09
Bruðl bankanna.....fussumsvei
Ákvað að setja hér inn link á smá frétt sem sýnir hvað bankarnir eyða miklum peningum í rugl. Þori næstum að veðja að allir þessir viðskiptavinir bankans voru ekki valdir af handahófi úr flóru almennngs. Vona að fólk kommenti og seggi mér hvað því finnst m svona vitleysu.
Hér kemur svo linkurinn.....
http://www.visir.is/article/20070914/FRETTIR01/70914090
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.9.2007 | 20:49
Mikið var að Karl hætti!!!
Fyrir h0nd mína og fleiri þeirra sem átt hafa samskipti vi TR vil ég lýsa ánægju minni með að Karl Steinar sé að hætta hjá TR. Það kannski lagast andrúmsloftið á þessarri stofnun við það að karlinnn sé farinn þaðan. Það eru ekki ófáar lýsingar sem fólk hefur haft af samskipturum við Karl í gegnum tíðina og þær eru ekki fagrar. Vona aðNýr forstjóri fái hlutunum breytt.
Það er kannski lýsandi dæmi hvernig stjórnandi Karl er, að hann drullar yfir almannatryggingakerfið, sem nota bene hann sjálfur hefur stjórnað sl.14 ár og hefur þar með haft ítök í að breyta, á þeirra eigin vef. Þvílíkt upplífgandi stjórnandi finnst ykkur ekki. Mér finnst hann bara fúll á móti.
![]() |
Karl Steinar: Löggjöf um almannatryggingar breytt á krampakenndan hátt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.9.2007 | 16:35
Góð sál að störfum
![]() |
Dularfullur skilaboðahöfundur á Patreksfirði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.9.2007 | 09:33
Til hamingju Google
![]() |
Tíu ár síðan lénið google.com var skráð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.9.2007 | 07:58
Hvað með það
Sl. daga hefur verið mikil umræða einmitt um þetta , hvort að útlendingar megi kaupa sig inn í Íslensk orkufyrirtæki eða ekki og hvernig megi koma í veg fyrir það. Hvaða máli skiptir það þó erlendir aðilar kaupi sig inn í Ísland? Ég get ekki betur séð en að hér sé alger einokun og það er að verða dýrara og dýrara að lifa hér. Það á líka við um orkuna eins og allt annað.
Íslendingar mega kaupa hvar sem er og hvaða fyrirtæki sem er í heiminum, en um leið og einhver ætlar að kaupa eitthvað hér þá verður allt vitlaust. Erum við enn svo mikil sveitaþj´ð að við getum ekki bara drifið þesssa alþjóðavæðingu af en hætt að láta hana bara virka á einn veg þ.e fyrir íslenska auðmenn sem vilja kaupa upp allt sem þeir geta, hvar sem það er í heiminum.
![]() |
Útlendingar geta eignast íslenska orku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.9.2007 | 22:13
Loksins fékk banki sitt!!
![]() |
Fær að halda ofgreiddum launum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.9.2007 | 20:19
Ætli Bjarni geti lánað mér fyrir þessum?
![]() |
Lamborghini á 90 milljónir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Einar Laverne Lee
Tenglar
Digital hljóð o.fl. því tengt
Allt sem tengist Daisy tækninni og digital hljóðbókum
Vinirnir
Vinir á öðrum bloggsvæðum
Bloggvinir
-
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
-
Þórdís tinna
-
Óttarr Makuch
-
Anna Lilja
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Bjarni Kjartansson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Bwahahaha...
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Gísli Foster Hjartarson
-
gudni.is
-
Guðmundur Gunnlaugsson
-
Gunna-Polly
-
Heiða B. Heiðars
-
Heiðar Már Guðlaugsson
-
Jens Guð
-
Kristinn Halldór Einarsson
-
Lilja Sveinsdóttir
-
Mín veröld
-
Nína
-
Ólafur Þórðarson
-
Ómar Ragnarsson
-
Pálmi Gunnarsson
-
Sigurbjörg Guðleif
-
Þröstur Helgason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar