1.2.2009 | 11:16
Jákvæðni
Það er jafn oft erfitt að vera jákvæður þegar mikið bjátar á hjá manni og ég hef manna besta reynslu af því held ég. Hef samt komist að því að ef maður ákveður þegar maður vaknar að þetta verður góður dagur þá verður hann það yfirleitt. Alla jafna á maður bara að brosa og hlæja að því vonda sem gerist fyrir mann í lífinu, því staðreyndin er að sumu getum við bara einfaldlega ekki stjórnað, og því þá að láta þá draga skap sitt niður. Hláturinn lengir lífið er engin lygi. Maður sefur bara líka svo vel ef maður fer brosandi og sáttur við líf og tilveru inn i svefninn.
Núna þurfum við öll að hætta að barma okkur yfir smáhlutunum og fara að njóta lífsins með hlátri:)))
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.1.2009 | 22:05
Neikvæðni
Ég uppgötvaði í ag hversu einfalt það er að verða neikvæður. Ég tók einfaldlega upp á að verða neikvæður af því mér leiddist. Ég var að fatta að með þessu tókst mér að gera alla pirraða í kringum mig og ég fékk nákvæmlega ekkert út úr þessu. En jæja gott að ég fattaði þetta og sneri því við því ég vil ekki vera nikvæður.....það hjálpar enagum, allra síst mér. Lífið er of stutt og maður má alveg eiga leiðinlega stund í lífinu og þurfa að láta sér leiðast. Ég ætla að lofa að reyna að verða ekki svona leiðinlegur aftur og vera góður sjúklingur.
Dagurinn í dag var viðburðalítill með fáum heimsóknum, en maður hefur slakað vel á í staðinn. Morgundagurinn verður álíka, en netið er komið inn aftur svo ég get allavega bloggað.
Meira seinna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.1.2009 | 09:19
Smá teyging
Það verður smá svona hiksti í þessu skiljunarmáli eftir því sem næst verður komist. Ég er á biðlista eftir að komast á þá deild og það gæti orðið í vikunni. Gott fólk, það má ekki veikjast nema með fyrirvara!!! Hvað hefur komi fyrir kerfið? Jæja bjarta hliðin er sú að þetta verður í vikunni þó.
Mér drulluleiðist bara í millitíðinni og það er kannski fyrir bestu að láta sér líða vel í því bara.
Skrifa meira á morgun
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.1.2009 | 10:02
lausn í sjónmáli
Jæja fékk staðfestingu á því í morgun að blóðskiljunin hefast á mánudaginn. Tengajja þarf á mig krana á hálsæð til að byrja með og svo hefjumst við handa með þetta. Vonandi verður þetta til að stuðla að bættri líðan minni strax í næstu viku. Verð innlagður á spítalann yfir helgina svo hægt verði að fyolgjast með líðan minni , en ég hef verið agalega veikur seinnpart dags vegna þessarra eiturefna frá nýrunum. Hjart3að lætur vel núna svo það er góðs viti.
Barátuandinn í mér er kominn á fullt og nú tökkum við bara á þessu. Látið mig heyra frá ykkur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.1.2009 | 17:36
Innlagður á spítala.
Jæja gott fólk. Ég fór upp á spítala í nótt með hjartatruflanir út af nýrunum og loks var ég bara lagður inn. Ligg núna á hjartadeild 14 G og nýrnalæknarnir eru að taka ákvörðun um framhaldið en það lítur út fyrir að það verði sett upp hálslína sem verður notuð í bráðabirgðaskiljunar. Vonandi verður þá minna álag á hjartað. Það er í lagi með mig n´´una, en var veikur í nótt.
Læt ykkur vita er ég veit meira.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.1.2009 | 22:30
Full vinna að vera veikur.
Já það mætti stundum halda að læknar haldi að maður sé í vinnu við að vera sjúklingur. Það er ekki nóg að maður þarf að mæta hjá lækni heldur eru þeir farnir að henda manni milli lækna líka. Ég þarf að mæta hjá þrem mismunandi læknum í þessarri viku vegna þess að ég vogaði mér að nefna í sl. viku að mig svimaði. Mætti halda að ég væri dauðvona!
Læknar halda líka að maður eigi bara nóg af seðlum fyrir allri þessarri vitleysu. Það kostar ekki minna en 4000 að fara til sérfræðings og það er eftir afslætti! Og svo heldur fólk að við séum bara í góðum málum með heilbrigðiskerfi! Ég er að fara á hausinn á þessu enda verið mikið veikur upp á síðkastið.
En jæja. Ætlaði að koma að því að segja ykkur unga fólkinu sem er með sykursýki og kannski les þetta að alveg sama hvernig þið lítið á málið, ef þið hegðið ykkur illa með sjúkdómnum ykkar þá kemur svona fyrir ykkur. Ekki seinna á ævinn heldur snemma. Ég er ekki nema 37 og er nú búinn að eyða 9 árum af ævi minni inn og út af spítala. Sama hvað þið gerið sdkulið þið reyna ykkar besta......því þetta gerist jú víst hjá ykkur!
Líðan mín annars eftir atvikum góð. Mikill vökvi að safnast upp og mér alltaf flökurt. Leyfi hverjum degi að þola sína þjáningu og sé til hvort ég fer þá bara upp á spítala eða ekki þann daginn. Skiljun hefst í fyrsta lagi eftir tvær vikur, svo maður neyðist til að þrauka. Þá er n´ðu gott að hafa ffésbókina......gefur manni eitthvað að gera sko:)
Ég kvarta ekki mikið vonandi og vona að einhver lesi þetta og læri eitthvað á þessu. Fjölskyldur sykursjúkra verða að taka þátt í sjúkdómnum svo þetta gangi betur.......annars fer illa.
Þangaði til næst, hafið mig í huga!
Bloggar | Breytt 22.2.2009 kl. 15:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2009 | 03:57
Andvaka nótt....
Líkaminn á mér veit ekki upp né niður þessa dagana. Ég sef 18 tíma á sólarhring og vakna eins og núna um miðja nótt skjálfandi eins og hrísla í vindi. Fór að lenda í skrýtnu í gær ofan á stöðugan flökurleikann og verkina, það var að fá svona jafnvægistruflun. Vatnssöfnun í innra eyra halda menn en það er ekki hægt að skoða fyrr en á mánudag.
Maður hlýtur að verða eins og raketta, manni kemur til með að líða svo vel, eftir skiljun í fyrstu skiptin. Get sagt ykkur það að ég hef aldrei upplifað það að vera jafn "veikur", þá á ég við svo mörg einkenni að ég er alltaf slappur og þreyttur. Maður varla treystir sér úr húsi þessa dagana af þreytu og vanlíðan. Þeir sem vilja mega alveg leggja leið sína í heimsókn til mín, því í ofanálag drulluleiðist manni að vera svona mikið einn heima.
Jæja meira seinna, best að reyna að sofna aftur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2009 | 04:38
Líðanin alltaf að versna.
Ég er farinn að bíða eftir þessarri skiljun með eeftirvæntingu. Mér er orðið stöðugt flökurt og vanlíðan sækir á mig á hverjum degi. Það er ekki gott þegar nýrun eru orðin léleg og eiturefnin fara að hlaðast upp í líkamanum. Læknarni3r segja mér að þrauka en satt best að segja er andlega heilsan líka á þrotum þessa dagana. Þolinmæði mín við aðra orðin lí3til því ég get varla hugsað vegna vanlíðaninnar, en ég þrauka held ég.
Fyrir ungt fólk þarna úti með sykursýki; hvet ykkur til að halda sjúkdómnum í skefjum því eftir að hafa prófað flestalla fylgikvilla hans þá hef ég komist að því að ég hefði betur gert það en líða svona illa.
Meira um það síðar. Á núna enn eina andvökunóttina vegna vanlíðunar. Tek svefn og verkjalyf en þau duga skammte. Reyni því orðið bara að sofa þegar ég næ svefni orðið. Hef farið 2 ferðir3 á spítealann þessa vikuna og vonandi slepp ég í nokkra daga ennþá án þess að fara aftur, en hver veit. Vona að ég sé ekki að drepa ykkur úr leiðindum með þessu hjali mínu , meira seinna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2009 | 05:12
Helgin með afbrigðum fín
Já það má segja að þessi helgi hafi verið með afbrigðum góð miðað við að ég fór í aðgerð á fimmtudaginn og fékk sett á mig hraðtengi fyrir nýrnaskiljuna. Kata greyið þurfti þó að umbera hálfveikann og slappan mig alla helgina og endaði sjóferð sú á spítalanum á Akureyri en hann heimsótti ég svona í tilefni niðurskurðatillagna heilbrigðisrráðherra. Þeir fundu að sjálfsögðu ekkert að mér og það sem ég held að hafi staðið upp ur þeirri ferð er að ég fór í röntgen og heimsótti þar með vinnustað Kötu, kannski ekki undir bestu skilyrðum en jæja.
Kata mín, takk fyrir að hafa mig og ykkur stelpunum fyrir að leyfa mér að sitja partýið. Vona að ég hafi ekki verið eins og algert slytti allla helgina dúlla. Næst er það LA baby..........vúhú!!!
Annars líður mér fínt núna og vona að það haldist í einhverja daga. Skiljunin hefst ekki fyrr en um miðjan febrúar og ég verð að þrauka þangað til Þola smá ógleði og vanlíðan og svona ofurþreytu í nokkrar vikur enn.
Bæ í bili
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.1.2009 | 01:58
Enn ein innlögnin.
Var að sleppa út af spítalanum eftir nokkra sólarhringa dvöl. Þurfti að láta balansera blóðið í mér þar sem allt var komið í fokk. Það tókst fínt og ég er orðinn fínn núna. Leggst svo inn annað kvöld á æðaskurðdeild til að tengja þistil á handlegginn á mér svo hægt sé að tengja mig við skiljunarvélarnar á auðveldan máta. Skiljunin sjálf hefst í Febrúar og leit að nýrna-og brisgjafa í framhaldi af því svo hægt sé að drífa þetta af sem fyrst.
Hafið endilega samband....þykir mjög vænt um að heyra í fólki á erfiðum tímum svona til að hressa mann við. Þakka líka stoð minni oge styttu sl. ár fyrir hetjulega baráttu með mér í gegnum allt súrt og sætt.....you know who you are babes, hetjan mín ertu fyrir að vera alltaf til staðar, án gagnrýni og alltaf hlustað á vælið í mér þegar ég hefw þurft að blása. Þú ertw ómetanlegur hluti af mér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Einar Laverne Lee
Tenglar
Digital hljóð o.fl. því tengt
Allt sem tengist Daisy tækninni og digital hljóðbókum
Vinirnir
Vinir á öðrum bloggsvæðum
Bloggvinir
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Þórdís tinna
- Óttarr Makuch
- Anna Lilja
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Bjarni Kjartansson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bwahahaha...
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Gísli Foster Hjartarson
- gudni.is
- Guðmundur Gunnlaugsson
- Gunna-Polly
- Heiða B. Heiðars
- Heiðar Már Guðlaugsson
- Jens Guð
- Kristinn Halldór Einarsson
- Lilja Sveinsdóttir
- Mín veröld
- Nína
- Ólafur Þórðarson
- Ómar Ragnarsson
- Pálmi Gunnarsson
- Sigurbjörg Guðleif
- Þröstur Helgason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar