Nýrun að feila.

Jæja gott fólk, nú fer ég að blogga meira og hraðar til að leyfa ykkur öllum að fá að vita hvað er að gerast í mínu lífi svo ég þurfi ekki að útskýra það oft.  Nú er komið að því að blóðhreinsun vegna nýrnabilunar fer að hefjast því nýrun á mér eru alveg að gefa sig.  Já það er rétt, enn ein sjúkrasagan að byrja hjá mer og fólk er farið að velta fyrir sér hvort ég sé ekki orðinn þreyttur á þessu.  Svarið er jú.  Þessu má alveg fara að linna fyrir mér sko.  Nú er ég búinn að fá blóðtappa og lamast,  búinn að fara í hjartaaðgerð og missa sjónina og nú eru nýrun ónýt, en ég stend ennþá, kannski frekar líkamlega lúinn, en stend ennþá.

Er núna bara að bíða eftir enn einni innlögninni til að hefa hreinsunarferlið.  Þetta verður langt ferli sem endar vonandi með farsælli nýrnaígræðslu seinna á árinu(vonandi sem fyrst).

Læt ykkur vita er ég veit meira, þangað til megið þið hafa mig með í hugsunum ykkar.


Verri vika en sú síðasta!!!

Já eftir að hafa náð mér nokkuð á strik andlega eftir síðustu viku, mætti ég til vinnu aftur á þriðjudaginn.  Forstöðukonan fékk mig til að koma á skrifstofuna sína til spjalls, og þegar þangað kom sátu hún og yfirmaður tæknideildar tvö fyrir mér eins og í umsátri og ætluðu að ræða málin.  Mér leið eins og dýri í búri, króaður af, yfirmaður tæknideildar með ásakanir á mig um að er lítið annað í vinnu heldur en að spjalla við fólk og forstöðukonan vildi bara vita að ég yrði jákvæður, það eða ég þyrfti ekki að mæta meira í vinnuna.  Ég var bara í sjokki og endaði með því að ég fór heim og á leiðinni þangað hringdi ég í stéttarfélagið og því er svo komið að eini blindi maðurinn sem var að vinna á Blindrabókasafni Íslands hefur verið sagt upp sökum niðurskurðar.  Fyndið þar sem 75% launa minna voru greidd af Tryggingastofnun og ég ódýrasti starfskrafturinn á staðnum.  Veikindi mín eru mun líklegri skýring á þessu held ég.

Forstöðukonan gaf þá skýringu á því að láta mig vita af þessu svona snemma svo maður hefði meiri tíma til að leita að vinnu!!!  Er hún eitthvað skrýtin!!  Blindur maður að leita að vinnu í atvinnuleysi upp á 10%, eins líklegt að ég fái aðra vinnu eins og heimsendir verði á árinu!!!

Siðlaust allt saman held ég!!!!!


Úfff meiri vikan að baki.

Það er oft sagt að maður fái skell, og hann harðan stundum í lífinu.  But boy, oh boy.

Á þriðjudaginn fór ég til nýrnasérfræðings og kom þá í ljós að ég þarf nýrnaígræðslu.  Hún hringdi í mig og staðfesti það á miðvikudaginn á hádegi.  Nú ég fór beint til vinnuveitanda míns og sagði henni framhaldið.  Hún vildi vita hvort þetta hefði einhver áhrif á mig varðandi vinnu sem ég tel ekki verða mikla strax.k.  Það næsta sem kom út úr henni kom mér alveg úr andlegu jafnvægi.  Mér var tilkynnt að ég myndi ekki fá endurnýjaðann starfssamning í vor, eða já með 7 mánaða fyrirvara fékk ég að vita að ég myndi missa vinnuna.  Ég vissi að það yrðu breytingar, en þurfti manneskjan að koma með þetta í sama samtali og ég tilkynnti henni eina erfiðustu tillkynningu sem ég sjálfur hef fengið.  Ég hef verið í andlegu rusli síðan vinir.  Og ekki nóg með þetta.  Á fimmtudaginn missti ég líka fjölföldunina sem ég hef verið með hérna heima sl. rúm tvö ár.  Þvílík vika.

Skil ekki hvernig hægt er að segja fólki með margra mánaða fyrirvara að það missi vinnuna.  Vinnuveitendur hljóta að gera sér grein fyrir að frá og með þessarri tilkynningu þá er sá starfsmaður bara orðinn áskrifandi að launum sínum og leggur ekki sig ekkert fram meira en þörf og tilefni krefur.  Húmorinn verður ónýtur og alveg eins hægt að borga manneskjunni launin út til að halda andliti, ekki satt?  Sérfræðiþekking sem starfsmaður hefur aflað sér er fyrir bí og þar fram eftir götunum.  Skrýtið enn frekar að segja þetta í sama samtali og maður er að tilkynna veikindi!!

Ég hef að vísu orðið var við skrýtna hluti eftir að ég kom úr hjartaaðgerðinni í minn garð sem ég nenni ekki að tíunda hér en hafa gert að verkum að mér hefur liðið illa í vinnunni í haust.

Jæja læt ykkur fylgjast með elskurnar.


Eitt rekur annað.

Það má með sanni segja að eitt reki annað í sjúkrasögu minni, sem er orðin lengri en elstu menn muna orðið.  Ég fór til nýrnasérfræðings í gær og fékk að vita að nýrun í mér eru komin á síðasta snúning.  Þau fóru alvarlega út úr hjartaaðgerðinni í vor en jöfnuðu sig svo aðeins, en hafa hægt og rólega verið að gefa sig.  Nú er svo komið að ég þarf á skiljun að halda og hefst hún eftir áramótin og í framhaldi þarf að huga að líffæragjöf.

Ég var nú að vonast til að þessu væri lokið en, nei, það á ekki af manni að ganga.  Ef að lífið gengur út á að læra af því og taka það með sér yfir í það næsta þá verð ég nú að segja að ég er kominn með fullmikið nóg af þessum lærdómi og orðinn frekar þreyttur á þessu ástandi.  En það þýðir víst ekki að gefast upp, þó maður vilji það stundum bara.  Maður tekst á við þetta eins og allt annað sem maður hefur gengið í gegnum og vonar að nú sé endinum náð í þessarri löngu sjúkrasögu.

Annars er allt ágætt að frétta af mér.  Á leið til USA eftir rúmar þrjár vikur, svona á miðað við að allt haldist í lagi með mig.  Vinnan gengur vel, nóg að gera og mikið um skemmtanir framundan.  Fer á jólaskemmtun í vinnunni á föstudaginn og á hlaðborð með hinni vinnunni á laugardaginn á Nordica hótel.  Svo er hlaðborð hér á safninu aðra helgi, mamma heldur upp á afmælið þann 13.des og svo fer maður bara út þann 20.des.  Sem sagt brjálað að gera hjá manni.

Kveð í bili, en eins og vanalega þá læt ég ykkur heyra hvernig gengur um leið og ég veit meira.


Mánuður án spítalavistar!

Já það eru alveg tíðindi að maður hefur ekki farið inn á spítala í heilan mánuð.  Það kom loks í ljós að öll þessi andnauð var líklegast út af of háu sýrustigi í maganum, hvorki meira né minna.

Núna er maður bara að díla við andlegu hliðina á því að ganga í gegnum svona mikla erfiðleika eins og ég hef gengið í gegnum á þessu ári, og vonandi verður það ekki of mikið álag.  Þarf að reyna að rífa mig úr þessarri andlegu lægð sem ég hef verið í núna um nokkurt skeið og hætta þessarri félagsfælni minni.

Læt ykkur heyra meira um það síðar, en núna er allt í lyndi allavega og nóg að gera hjá manni bara.  Er mikið hjá tannsa, en það á að láta 6 postulínskrónur upp í kappann í desember og þá getur maður brosað breitt á nýju ári og yfir jólin í Amer íkunni.

Kveðjur til ykkar.


Bloggi blogg!

Jahá.  Eftir að maður tók upp á því að fara á fésbók þá hefur maður bara gleymt því að maður rekur líka bloggsíðu, en nú ætla ég að reyna að bæta úr bloggleysi og segja ykkur hvað hefur verið að gerast hjá mér upp á það síðasta.

Ég hef verið að vinna, vinna, vinna og svona að reyna að eiga líf á milli þess sem ég lendi inni á spítala með lungun hálffull af vökva, en nýrun eru orðin slöpp.  Það var vitað að með hjartaaðgerðinni myndu nýrun fá alvarlegan skell og það er að koma betur í ljós núna hversu mikinn, en maður verður bara að takast á við það eins og allt annnað held ég.  Læknar reikna með því að ég þurfi í nýrnaaðgerð einn daginn en það er ekki vitað hvenær.  Við yfirstígum þá hindrun er að henni kemur.

Kreppan hefur lítil áhrif hjá mér, enda um annað að hugsa en það.  Lífið er ekki peningar.  Hamingjan felst í að lifa lífinu á meðan maður getur.  Enginn veit það betur en ég.  Fólk á að hætta þessu volæði um tap og kreppu og fara að takast á við þann raunveruleika að græðgi er manninum eðlislæg og við getum ekkert gert nema að sigla í gegnum þetta.  Látið ástvini og þá sem minna mega sín njóta góðs af velvild ykkar og gefið, því ekkert gleður manns eigið hjarta meira nema að gefa öðrum.  Tilviljanakennd góðverk er það sem þjóðfélagið þarf að fara að taka upp á.

Njótið heil þar til næst.


Löglegt en siðlaust allt saman.

Það sem vantar inn í öll þessi mótmæli aer að almenningur eigni sér þann hluta kreppunnar sem hann sjálfur hefur búið til.  Jú með miklum lántökum í erlendri mynt, með endurfjárm0gnun eigna sinna til þess eins að geta farið í reisur og keypt sér dýra jeppa og svona mætti lengi telja.

Ég held að allir eigi sinn þátt í þessu allt frá auðmönnum til almennings og allt til stjórnkerfisins.  Hitt er þó og það er yfirskriftin á skrifum mínum, getum við varla verið reið út í auðmennina því þetta var allt löglegt þó siðlaust kunni það að hafa verið.  Allir (flestallir) myndu með mikilli græðgi stökkva á tækifærið að græða nokkra millur ef það væri löglegt en siðlaust.  Almúginn hikar ekki við skattsvik ef hann kemst upp með það, en ætlar svo að setja sig á hán hest yfir auðmönnum sem gerðu fullkomlega löglegan hlut.  Að sjálfsögðu eiga þeir hlut í máli en munið að við tókum öll þátt í þessu af fullum einug og bendi ég því til staðfestingar vörn Íslendinga þegar Dönsk og Bresk blöð reyndu að fjalla um þessa "útrás".  Nei þeir voru bara abbó var talað um á flestum kaffistofum þessa lands.

Hættum nú að velta okkur upp úr þessu, snúum bökum saman og kjósum svo eitthvað annað en nýfrjálshyggjumenn Sjálfstæðisflokkinn í næstu kosningum.  Það er kominn tími til að fara örlítið meira inn á hið sósíalíska norræna módel, við erum orðin of Kapitalisk og Amerísk í okkar stefnu miðað við hin Norðurlöndin.


mbl.is Húsfyllir í Iðnó - hiti í fundargestum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Milljónaþjóðin Ísland, enn og aftur!

Hér er gott dæmi um milljónaþjóðarhugsun Íslendinga.  Maður hefði haldið að í öllum þeim þrengingum sem ganga yfir landið þá ættu ráðamenn að draga okkur úr þessarri kosningabaráttu.  Við þurfum á okkar ráðamönnum að halda hérna heima núna en ekki á grundvelli ÖSÞ.  Menn þurfa að fara að endurskoða hvar hagur landsmanna liggur, en ekki örfárra ráðamanna sem þjást af nefndarsetu- og valdafíkn!
mbl.is Kosningabarátta Íslands í New York
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

lífið undanfarið

Jæja góðir hálsar.  Maður er farinn að skrifa æ sjaldnar hér á bloggið út af nýjasta tískufyrirbrigðinu, þ.e facebook.  Ég hélt að ég myndi aldrei opna þar síðu, en jæja það kom að því og maður gleymdi blogginu í smá á meðan, en ég lofa að reyna betur að muna eftir ykkur.

Allt hefur verið frábært hjá mér upp á síðkastið.  Farinn að vinna á ný, búinn á Lundinum, á leið í ræktina og hefur ekki liðið eins vel á sálinni í mjög langan tíma.  Hef fundið hláturinn og skemmtilegheitin í lífinu og ætla að lifa því til fullnustu núna.  Hef keypt mér miða til USA um jólin og ætla að eyða jólum og áramótum með systkinum mínum úti, svona að prófa líka e-ð nýtt á þessum árstíma.  Eitthvað annað en að vera einsamall mest öll jólin eins og síðustu jól.

Jæja ætla að snúa mér að fleiru en þessu bloggdóti.  Maður er farinn að eyða of miklum tíma fyrir framan tölvuna aftur.  Lífið hlýtur að vera meira en tölvur og sjónvarp ekki satt.

Kveðja úr borg hinna glötuðu sála.


Lífið og tilveran

Lífið fer aftur að taka á sig vanalega mynd hjá mér í næstu viku, en þá er endurhæfingunni á Reykjalundi lokið og vinnnan hefst á ný.  Maður er rétt að fatta að ég var við dauðans dyr fyrir aðeins um hálfu ári, en það er að verða svo langt sdíðan ég fór í aðgerðina.  Þetta hefur verið langt og strangt bataferli, en sem betur  fer hafa góðir vinir haldið mér félagsskap, bæði með veru sinni hjá mér og í ´sima. 

Eftir svona stórviðburð í lífinu uppgötvar maður enn og aftur að vinir eru gulli betri.  Sannir vinir mínir hafa staðið sig eins og hetjur í að halda sál minni gangandi þegar ég var við það að gefast upp og lyft mér á hærra level og það er algewrlega ómetanlegt við svona aðstæður skal ég segja ykkur.

Ætla ekki awð tilgreina neina sérstaka en þið vitið hver þið eruð og þið megið það vita að ég verð alltaf til staðar fyrir ykkur því þið voruð þarna fyrir mig.  Þið eruð hinar raunverulegu hetjur í lífi þeirra sem lenda í svona hlutum því það eruð þið sem hjálpið manni áfram í lífinu.

Knús á ykkkur.

Seinna


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Laverne Lee

Höfundur

Einar Lee
Einar  Lee

Er í nýrnavél og reyni samt að vera jákvæður

póstfang; ell@hive.is

Persónulega bloggið er:

www.blog.central.is/lee33

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband