Færsluflokkur: Bloggar
15.12.2007 | 20:45
Örlagadagurinn minn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.12.2007 | 21:27
Lífspælingin
Ég vaknaði í morgun með þá hugsun í höfðinu að lífið væri farið að fljúga áfram á ógnarhraða og hefur mér verið mikið hugsað út í lífið sl. Mánuði, já og jafnvel ár.
Ég hef orðið fyrir nokkrum áföllum í gegnum lífið, fékk sykursýki sem unglingur, missti sjónina 29 ára, fékk heilablótappa og lamaðist við það öðrum megin 33 ára, og já var greindur með kransæðaþrengingar í október sl. Ég era ð fara að lifa mín 36. jól en samt sit ég eftir allt þetta og velti fyrir mér hversu hratt lífið hefur flogið hjá. Mér er enn í fersku minni 20 ára afmælið mitt!
Eftir öll þau áföll sem ég hef orðið fyrir hefur maður mikið hugsað út í hvað manni er mest virði í lífin, og lært að forgangsraða hlutum. Tekið upp mottóið að betra sé að lifa hamingjusömu lífi, en að eiga mikið af dóti. Gera vel við þá sem maður elskar og vera eins góður vinur vina sinna og manni er unnt miðað við aðstæður hverju sinni því maður tekur ekki með sér hluti og peninga í gröfina, en svo sannarlega tekur maður með sér ástina. Enginn kemur til með að muna mann fyrir eignir eftir að maður skilur við þetta líf, en ást og virðing skilja eftir minningu af manni í hjörtum þeirra sem þekkja mann og elska. Ætla að vona að ég skilji eftir mig góðar minningar er ég fer, hvenær sem það nú verður. Ekki misskilja þetta sem svo þó að ég sé eitthvað að hverfa úr þessu lífi strax, en maður veit aldrei hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Fréttir sl. Mánaða og dauðsföll ungs fólks sem ég hef þekkt á síðustu árum hafa gefið mér þá sýn að betra er segja sitt á meðan maður getur.
Til ykkar sem þetta lesið vona ég að þið munið að lifa lífinu meðan þið getið. Hamingjan er það sem á að vera manni mest virði í lífinu. Lífsgæðakapphlaupið er eitthvað sem við eigum að reyna að forðast að verða partur af, því lífið er það eina sem skiptir máli. Mér finnst folk orðið hafa meiri áhyggjur af því að kaupa drasl, vinna fyrir því myrkranna á milli, en að njóta þess að vera til. Lifið lífinu heil og lifandi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
3.12.2007 | 12:47
Á stjórnarandstaðan alltaf að vera á móti?
Einhvern veginn er ég farinn að fá það á tilfinninguna að VG menn séu bara eitthvað þungir á sálinni, eða bara þeir sem eru í stjórnarandstöðu hverju sinni séu bara fúlir á móti yfir að vera ekki með í stjórn. Steingrímur J. er á lista yfir þá menn sem mættu teljast mestu röflarar þingsins, enda með lengstu ræðutíma þingsins. Er eitthvað eðlilegt að stjórnarandstaðan sé alltaf á móti frumvörpum sem stjórn kemur fram með? Smávægilegur ágreiningur er um þetta tiltekna frumvarp, þó allir virðist vera sammála um að það þurfi að breyta starfsháttum þingsins. Ég er eiginlega að verða sannfærður um að Íslensk pólitík sé á miklum villigötum, og maður er farinn að velta því fyrir sér að skila bara auðu í kosningum þar til að einhverjar grundvallarbreytingar verði í tíkinni, svona eins og að menn hætti að tefja störf þingsins með löngum röfltöfum og reyni að vinna meira í sátt og samlyndi með mál eins og þetta frumvarp, sem virðist bara skila meiri hagkvæmni í störfum þingsins alls.
![]() |
Ekki til umræðu að versla með réttindi og vígstöðu stjórnarandstöðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.11.2007 | 13:34
Ekki öll vitleysan eins
![]() |
Íslenskur listamaður í fangelsi í Toronto |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.11.2007 | 10:33
Kaupæði landans
Það er ekki að furða að ekkert lát sé á einkaneyslu landans. Hér er ekkert nema verslanir út um allt og bankarnir fúsir að lána fólki endalaust fyrir kaupvitleysunni. Sýnir sig hvað landinn er kaupóður að við slógum heimsmet í kaupum á dóti nokkrar helgar í röð eftir að Toys´R´Us opnaði og gerðum örugglega enn betur þegar Just for Kids opnaðiþ Okkar helgarrúntur samanstendur af rölti í Kringlunni eða ferðum í stóru dótabúðirnar. Rottukapphlaupið er ekki í rénun frekar en fyrridaginn og ekki nema furða, ríka liðið kaupir sér dýra hluti eins og einkaþotur risastór hús og dýra bíla, og við almúginn sjáum þetta allt í hyllingum, kaupum okkur líka fullt af dóti, nema við erum ekki rík og tökum þetta bara á lánum eða Visu skvísu á raðgreiðslum.
Til að jafnvægi komist á í vaxtamálum þurfum við Íslendingar að fara að læra muninn á vöntun og löngun. Kaupa bara það sem okkur vantar, en ekki það sem okkur bara langar í en h0fum ekki not fyrir. Þó getum við verðlaunað sjálf okkur ef við stöndum okkur vel í þessu og keypt okkur eitthvað sem okkur bara langar í öðru hvoru, en ekki bara alltaf eins og raunin er nú.
Sláum á þensluna og hættum að spreða.
![]() |
Ekkert lát virðist á einkaneyslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.11.2007 | 09:04
Fór Bjarni í fýlu?
Skyldi það vera að Bjarni hafi farið í fýlu út af því að hann fékk ekki að gera það sem hann vildi og græða milljarða á einu mesta skítamáli sem upp hefur komið á pólitískum vettvangi í langann tíma?
Ja maður spyr ef maður veit ekki en þetta lítur ekki vel út fyrir Bjarna.
![]() |
Bjarni Ármannsson selur OR hlut sinn í REI |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.11.2007 | 16:45
Eitthvað skrýtið
![]() |
Kaffi Kró slapp við skemmdir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.11.2007 | 15:37
Fleiri brot, minni dómar
![]() |
Hálfs árs fangelsi fyrir fjölda afbrota |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.11.2007 | 12:37
Naglana burt og smúla göturnar
Já aukin bílaeign eykur að sjálfsögðu svifrykið yfir mestu umferðagötum borgarinnar. Talið er að með því að minnka saltaustur og hætta að aka um á negldum dekkjum geti minnkað svifryk í lofti og er ráð að fara að skoða það. Einnig mætti borgin athuga með að senda sömu bíla og sala göturnar út til að smúla skýtinn af götunum um leið og hitnar í lofti, því það er sannað að svifryk minnkar um leið og göturnar er þvegnar.
Gerið eitthvað í málinu áður en borgarbúar þurfa að fara að ganga með rykgrímur á svona dögum!!!
![]() |
Svifryk hátt yfir heilsuverndarmörkum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
21.11.2007 | 14:46
Og gerir Össur betur en Guðni
Við eigum nú eftir að sjá að velferðarflokkur Össurs eigi eftir að gera betur en þeir framsóknarmenn gerðu í minnihluta ríkisstjórnarsamstarfs þeirrar tíðar. Held í alvörunni að allir flokkarnir gefi innistæðulausar pólitískar ávísanir fyrir kosningar til að ganga í augun á landsmönnum, og gera svo eins lítið og hægt er og gefa fyrir því lélegar afsakanir. Kaus sjálfur Samfylkinguna, en geri það ekki aftur þar sem ég bjóst við að þeir stæðu við það eina loforð að fara ekki í samstarf við sjálfstæðisflokkinn, enda vil ég þann flokk af þingi í smátíma og fá hreina vinstristjórn, því engum er hollt að vera of lengi við stjórnvölinn, þv´þá gerist það sem er að gerast núna. Sjálfstæðismenn vilja kapítalisma, vinstri menn sósíalisma og það síðara hefur þurft að víkja sl. ár fyrir því fyrra og þjóðfélagið borgar dýrum dómi fyrir að gera örfáa ríka, og þeim mun fleiri fátæka eða þar um þar um bil fátæka.
Pólitíkusar virðast eingöngu hugsa um eitt og það er eigið rassgat og að gefa vinum sínum "greiða"
![]() |
Össur tengdur stjórninni á daginn en stjórnarandstöðu á nóttunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Einar Laverne Lee
Tenglar
Digital hljóð o.fl. því tengt
Allt sem tengist Daisy tækninni og digital hljóðbókum
Vinirnir
Vinir á öðrum bloggsvæðum
Bloggvinir
-
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
-
Þórdís tinna
-
Óttarr Makuch
-
Anna Lilja
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Bjarni Kjartansson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Bwahahaha...
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Gísli Foster Hjartarson
-
gudni.is
-
Guðmundur Gunnlaugsson
-
Gunna-Polly
-
Heiða B. Heiðars
-
Heiðar Már Guðlaugsson
-
Jens Guð
-
Kristinn Halldór Einarsson
-
Lilja Sveinsdóttir
-
Mín veröld
-
Nína
-
Ólafur Þórðarson
-
Ómar Ragnarsson
-
Pálmi Gunnarsson
-
Sigurbjörg Guðleif
-
Þröstur Helgason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar