Færsluflokkur: Bloggar

Gott framtak

Hérna er gott framtak alþjóðadeildar lögreglunnar á ferð.  Maður veltir þó óneitanlega fyrir sér hovrt dóp hafi komið með þessarri skúti, eins og gerðist í hinu fræga smyglmáli hér um árið.  Vekur upp spurningar um eftirlit með skipaferð í og við landið og þá aðallega með skútum.  Skildi það vera mikið notuð smyglleið að flytja dóp með skútum?

Annars alltaf gaman að sjá lögregluna vinna gott verk, svo lengi sem það er ekki frétt um fólk sem stoppað er og sektað fyrir að pissa á almannafæri.


mbl.is Skúta kyrrsett í Hornafjarðarhöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engum treystandi á netinu

Þetta kennir fólki kannski enn og aftur að engum er treystandi yfir net eða síma og menn verða að hafa allann varann á og koma því þannig fyrir að seljandi fái peninga sína í gegnum banka sinn sem tryggir kaupandanum það að seljandi fái ekki krónu fyrr en varan er komin á leiðarenda, eða allavega á höfn ytra.


mbl.is Bandarískur bílasali sveik fé af Íslendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott fordæmi.

Þarna sýnir Eimskip gott fordæmi.  Málið er að það er gott hjá fyrirtækjum að styrkja verkefni sem tengjast þeim á einn eða annann hátt frekar en  að láta líknarfélög hafa bara beint peninga.  Með þessum hætti fara peningarnir beint til þeirra sem verkefnið er miðað að, en ekki bara í heildarhýt líknarfélagsins.  Fleiri og fleiri fyrirtæki og einstaklingar eru farnir að styrkja frekar verkefni innan líknarfélaga,  frekar en að gefa félögunum bara peninga, því með þessum hætti sjá þau líka beinann ávinning af gjöfinni, og fá góða auglýsingu fyrir sig í leiðinni, sem er allt bara gott mál.

Hvet fyrirtæki og einstaklinga að hafa þetta í huga við gjafir til félagasamtaka, þ.e að styrkja beint verkefni, ef þau finna verkefni sem þeim lýst á.


mbl.is Eimskip kostar hjálmaverkefni Kiwanis næstu þrjú árin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fækkum félögum og málið er dautt.

Kannski er það vitleysa í mér en manni finnst bara vera orðið of mikið af íþróttafélögum, og því erfiður róður fyrir minni félögin að nálgast fjármagn.  Lottópeningarnir ættu að renna bara til minni félaga þar til sameining næst og fækkun félaga verður að veruleika.  Staðreyndin er nefnilega að þeim mun fleiri félög, þeim mun meiri rekstrarkostnaður og illa nýtt aðstaða félaganna.

Svo má heldur ekki líta framhjá einu og það er að til íþrótta-og æskulýðsmála renna rúmir 6 milljarðar af fjárlögum og þar af fer aðeins rúmur einn í æskulýðsmálin.  Það þýðir að rétt um 5 milljarðar fara í íþróttamál frá ríkinu á hverju ári og þá eru undanskilin sveitarfélögin og hvað þau leggja til málaflokksins. Fækkum því félögum og minnkum yfirbyggingu þeirra og þá kannski gefast meiri peningar í málefnið sjálft en ekki stjórnun.


mbl.is Barist um lottópeningana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að rétta yfir smábörnum sem fullorðnum er rangt..

Það er margt sem ég hef skoðun á í dag ég veit, en það koma svona dagr þar sem margir hlutir fara í taugarnar á mér. hér er t.d einn hlutur.

Hvernig er hægt að láta það í hendur saksóknara hvort hann dæmi börn á þessum aldri sem fullorðna?  Skyldu þeir skilja hvað þeir voru í alvörunni að gera stelpunni, eða er þetta ein afleiðing mikils fréttaflutnings og tölvuleikja sem sýna nauðganir og barsmíðar, eins og ekkert sé eðlilegra?  Væri ekki nær að huga að því hvað dró þá til að gera þetta og eyðileggja ekki líf barnanna áður en þeir geta farið að lifa því.  Maður skyldi ætla að með því að setja þá í betrunarvist fram eftir aldri í Bandarísku réttar og fangelsisumhverfi að þeir komi verri út en þeir eru í dag.  Menn í Bandaríkjunum eru komnir á frekar hálann ís að lögsækja svona ung börn sem fullorðna og ég lýsi yfir algeru frati á réttarkerfi þeirra ef þetta gerist.


mbl.is 8 og 9 ára piltar í haldi grunaðir um aðild að nauðgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ofsatrú eða geðbilun?

Það er alveg spurning hvort er.  Það má líka spyrja hvort þetta fólk, sem býr væntanlega við bág kjör í Rússlandi, vilji ekki bara heimsendi til að lina þjáningar þeirra, enda kjör margra hópa í landinu mjög bág.  Þau gætu líka hafa horft mikið á fréttir og fengið þá flugu í höfuðið að allt væri að fara fjandanns til í þessum heimi og sannfærst þannig að heimsendir væri í nánd.

Það er líka ein staðreynd í þessu öllu og hún er sú að allir trúflokkar trúa því að Guð muni senda son sinn eingetinn niður á jörðina til að hreinsa hana af illum anda og hver getur svo sem sagt að það gæti ekki alveg eins gerst í maí eins og hverjum öðrum mánuði ársins.


mbl.is Dómsdagssöfnuður bíður eftir heimsendi ofan í helli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Niðurhalið færist erlenndis

Margir hefðu haldið að hér væri börninn unninn í sambandi við niðurhal á efni íslenskra flytjenda, en raunin verður allt önnur.  Nokkrar erlendar torrent síður eru mikið notaðar af íslendingum og málið er að niðurhalið fer þá bara inn á þær síður sem mest eru notaðar af íslendingum.  Menn kannski fara bara að pæla í því að loka fyrir niðurhal erlendis frá líka, en raunin er sú að það verður aldrei hægt, því eins og við erum mörg eru jafnmargir þarna úti tilbúnir að finna nýjar leiðir til deilingar efnis á netinu.  Má bara nefna t.d ftp servera sem eru mjög aðgengileg og ókeypis leið til deilingar.  Menn ættu frekar að fara þá leið sem sést erlendis og það er að notfæra sér þessa dreifileið og líta á hana sem góða auglýsingu, því þrátt fyrir mikla dreifingu efnis hér á landi, þá hefur aldrei verið meiri sala á cd og dvd diskum en nú. 
mbl.is Lögbannskrafa tekin til greina og Torrent vefnum lokað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vafasamt mál

Því miður er það vafasamt mál hvort megi dreifa efni á netinu eða ekki.  Við erum að greiða höfundarréttargjöld af óbrenndum cd- og dvd diskum og þar með er eiginlega búið að gefa leyfi fyrir dreifingu efnisins.  Dómar þess efnis hafa t.d fallið í Noregi og víðar.  Torrent síður stuðla líka að því að auglýsa efni og flestir sem nota þessar síður ná í efni, en ef þeim líst vel á það, þá fara þeir í næstu búð og kaupa original útgáfu, því brenndir diskar endast mun skemur en þeir pressuðu sem maður kaupir út í búð.

Áætlað er að yfir helmingur heimila í landinu hali niður efni af netinu á ólöglegum síðum og skrýtið þá að menn láti ekki loka fyrir törrent niðurhal alveg á sæstrengjum landsins.  Þá værum við komin út á þá braut að fara að ritskoða netið, en hingað til hefur netið verið grundvöllur sem er óritskoðaður, og flestir vilja ekki fá almenna ritskoðun á því, því þá yrði fjandinn laus og helmingur síða á netinu yrði lokaður og háð duttlungum einhverra ákveðinna manna hvað má og má ekki á netinu.  Lefum torrent.is oeða tökum höfundarrétttargjöld af diskum og já Spilurum líka því með öllum diskaspilurum erum við líka að greiða sömu gjöld

Taka má líka fram að torrent.is hefur virt þá ósk Íslenkra höfnda að ekki sé deilt efni frá þeim ef þess sé óskað og hafa nokkrir aðilar nú þegar fengið sitt efni fjarlægt af síðunnni.


mbl.is Eigandi Torrent yfirheyrður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sagan endalausa

Þetta REI mál ætlar engann endi að taka í fjölmiðlum.  Maður er orðinn frekar leiður á þessarri umræðu þó þörf sé.  Kannski best sé að draga þetta allt saman í eina lokaniðurstöðu:  Stuttbuxnagenginu tókst ekki að gefa milljarða úr vasa Reykvíkinga til efnamanna þjóðarinnar í formi viðskiptasamninga OR næstu tuttugu árin, og Framsóknarauðmenn fá heldur ekki neitt.  Allir sáu í gegnum þessa vitleysu og búið er að leiðrétta sem mest af þessu, fyrir utan það að fleiri hausar hefðu mátt fjúka.

En nei, enginn pólitíkus tekur ábyrgð á misgjörðum sínum hér á landi frekar en fyrri daginn og bera allir við "Tæknileg mistök", eins og Árni Krimmi Jonsen komst svo vel að orði með tilburði sína til að stela úr þjóðarbúinu í formi úttekta héðan og þaðan í nafni Þjóðleikhússins.  Gjörspilling þrífst vel í pólitík landsins og formenn allra flokka eiga að fara að taka strangar á brotum og spillingu.  Reka menn hægri, vinstri til að sýna fólki að hægt sé að binda traust í pólitíkusum aftur.


mbl.is Sátt í máli Svandísar gegn OR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fordyr helvítis á Kúbu?

Maður veltir því alltaf fyrir sér þegar talað er um viðskiptabann Bandaríkjanna á Kúbu, hvað sé að hjá stjórnvöldum í Bandaríkjunum.  Sjá þeir eitthvað sem við hin sjáum ekki, s.s fordyr helvítis á Kúbu?  Þeir eru í samskiptum við fjöldann allann af löndum sem hafa einvalda við völd og kommúnisk ríki með sína einvaldsflokka við völd, en vegna þess að Kastró gaf skít í þá fyrir 40 árum þá er enn  viðskiptabann í gangi þarna og þetta kemur mest niður á fólkinu sem býr þarna en ekki Kastró sjálfum.

Maður hefði haldið að jafn trúrækin þjóð og Bandaríkjamenn telja sig vera myndi fara eftir því sem Biblían segir og "fyrirgefa, vorum skuldunautum", og fleiri tilvitnanir er líka hægt að finna fyrir þessa háttsettu herra sem að mínu mati virðast vera trúræknir þegar þeim hentar.  Þetta lið ætti líka að skammast sín fyrir að ganga svo langt að segja að ef önnur lönd í heiminum gera eitthvað fyrir Kúbu, eða bara fljúga þangað þá þurfa öll Bandarísk fyrirtæki að hætta að þjónusta það sama land og þau fyrirtæki sem selja vöru eða þjónustu til Kúbu.  Ættu að hætta þessu bulli og aflétta viðskiptabanni á Kúbu því þetta er ekki að gera neinum greiða, bara óleik fyrir fjöldann allann af fólki.


mbl.is Finna að Kúbu-flugi íslenskra flugfélaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Laverne Lee

Höfundur

Einar Lee
Einar  Lee

Er í nýrnavél og reyni samt að vera jákvæður

póstfang; ell@hive.is

Persónulega bloggið er:

www.blog.central.is/lee33

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband