Færsluflokkur: Bloggar
24.9.2007 | 09:52
Vafaatriði hver á sök?
Það er hálf skrýtið í tilfelli sem þessu að ekki sé fenginn utanaðkomandi aðili til að rannsaka þennann árekstur. Að lögreglan skuli rannsaka hvað gerðist hjá þeirra eigin mönnum er svona eins og innherjaviðskipti. Margur myndi telja að verið væri að reyna að sópa einhverju undir teppið í svona máli.
En gott mál ef verið er að skoða þetta mál betur, því það er ekki gott þegar svona tilfelli koma upp.
![]() |
Lögreglan lýsir eftir vitnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.9.2007 | 13:42
Meira flutt inn þennann dag?
Það hafa staðið yfir miklar umræður í þjóðfélawginu yfir þessu máli og í gær heyrði ég nokkur skrýtin viðbrögð. Einn sagði að á meðan að þeir voru að taka skútuna á Fáskrúðsfirði, hafi örugglewga verið önnur skúta að sigla inn á annann fjörð full af dópi. Sá hinn sami sagði að menn flyttu ekki inn nema tveir færu í einu, þannig ef annar er tekinn þá sleppur hinn. Ég veit ekki enn þetta hljómar eins og paranojutilfelli en gæti verið rétt, ég veit ekki.
Einhver sagði líka í gær að kaupvirði dópsins hafi verið sex milljónir erlendis. Vá ef þetta er rétt þá skil ég af hverju menn eru til í að taka þessa áhættu því áætlað verð hér á landi var um hálfur milljarðu.
Svo er þetta með lögleiðinguna sem menn vilja oft ræða við svona tilfelli. Hér er ein staðreynd. Læknadóp, eða lögleg lyf, eru mmeð stærsta hlu3t af seldum lyfjum á svartamarkaði og trompa eiturlyf í hundirheimum. Og þau eru lögleg. Ekkert mál að fá hjá læknum!!!!
![]() |
Ekki fannst meira af fíkniefnum í skútunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.9.2007 | 22:50
Fangelsin að yfirfyllast.
Þetta er flott hjá fíknó. Undirmannaður örugglega eins og flestar ríkisstofnanir eru, en tekst samt að gera skurk í fíkniefnaheiminum á einum sólarhring.
Nú er bara spurningin hvort þeir séu ekki að fylla fangelsi landsins á methraða. Er ekki kominn tími hjá yfirvöldum að fara að standa fyrir bbyggingu marglofaðs fangelsis í grennd við höfuðborgina. Er ekki bara komin þörf á því eftir atlot sl. tveggja sólarhringa?
![]() |
Húsleit í Reykjavík vegna gruns um fíkniefnainnflutning |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
21.9.2007 | 20:11
Virðingarleysi þingheims
Þessi lög eru náttúrulega hreint virðingarleysi við fjölskyldur langveikra barna. Þetta lið þaran niðri á þingi er eins og það hafi aldrei gengið i gegnum erfiðan tíma á lífleiðinni. Mér persónulega finnst Birna vera alger hetja fyrir að skrifa þennan pistil því ég held að þeir sem settu og samþykktu þessa löggjöf sitji nú heima hjá sér með samviskubit. Alla vega vona ég það að þeir kunni að skammast sín fyrir svona lagasetningu.
Vil óska Birnu mínar dýpstu samúðarkveðjur.
Vil líka hvetja alla hér í bloggheimum að styðja við bakið á þeim hetjum sem þessi börn eru með stuðningi við langveik börn og önnur félög er koma að aðstoð við þau. Látið orðið ganga.
Innilegar baráttukveðjur til Áslaugar Ósk og dótttur hennar Þuríðar, en þær komu fram í Ísland í dag í kvöld og þær eru algerar hetjur.
![]() |
Boðar frekari stuðning við fjölskyldur langveikra barna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.9.2007 | 16:54
Fleiri notendur en fíklar.
Í þessarri frétt er bara talað um fíklana, en ekki rætt hversu mikið hlutfall fólks í landinu notar amfetamín að staðaldri, en telst ekki til fíkla. Ætla má að sá hópur sé mun stærri en þessar tölur gefa til kynnna og mætti gera greinargóða könnun á notkun eyturlyfja meðal landsmanna til að komast að raunhæfum tölum um notkun á sterkum eyturlyfjum.
Ekki það að ég sé einhver harðasti mótmælandi eyturlyfja, en margur veit að ég sjálfur hef prófað amfetamín, en é veit líka að vandinn er mun stærri en nokkur gerir ser heildargrein fyrir. Allavega þeir sem ekki hafa séð inn í heim eyturlyfjanna og hvaða afdrifaríku afleiðingar þær hafa haft. Ungt fólk er opið fyrir því að prófa nýja hluti, og þeir sem hafa séð þennann heim vilja fyrir alla muni fækka þeim sem fallla inn í hann. Stjórnvööld verða að fara að leggja mjög þunga áherslu á að stöðva flæði eiturlyfja til landsins og herða forvarnir, áður en ástandið versnar enn frekar. Það er t.d mun verra nú en fyrir bara tíu árum síðan.
![]() |
Amfetamínfíklum fjölgar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.9.2007 | 16:02
Löggan slysavaldur?
![]() |
Umferðarslys á mótum Kringlumýrarbrautar og Laugavegs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.9.2007 | 14:53
Bensín lækkar....jibbí!!!
Það er orðið með öllu óskiljanlegt þetta verð á bensíni á landinu. Það er í sögulegu hámarki, þrátt fyrir að dollarinn sé í sögulegu lágmarki um þessar mundir. Árið 2001 fór bensínverð í rúmar 120 kr. en þá var dollarinn í 120 kr. tæpum, og fatið af olíu um 35 dollarar. Nú hefur dæmið snúist við og dollarinn er í rúmum 60 kr. en fatið af olíu um 70 dollarar. Miðað við þetta og eðlilegar verðhækkanir, þá ætti nú að vera svigrúm fyrir breytingar niður á við um 3 til 4 krónur en ekki skitna 0, 80 kr.
Sparnaður heimilanna ber bíl ef við segjum að hver bíll sé fylltur einu sinni í viku og hann taki 40 lítra er því nákvæmlega um 1800 kr. á árinu.
Á miðað við þá lækkun sem ætti að vera um 3 kr. á líter yrði þessi sama tala um 6000 kr. á árinu.
Ekki háar tölur að því er virðist vera, en í dýru landi eins og Íslandi þá held ég að almenningur myndi þiggja með þökkum að olíufélögin lækkuðu bensínið eins mikið og eðlilegt getur talist.
![]() |
Bensínverð lækkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.9.2007 | 10:43
Er pláss í fangelsum landsins?
![]() |
Styrkleiki fíkniefnanna mjög mikill |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.9.2007 | 23:41
Uppræting glæpa og vændis
Hér kemur frétt sem mér er að skapi. Þarna er klárlega fyrsta skrefið í að uppræta glæpi og vonandi vændi því ég get ekki fallist á það að fólk stundi vændi af fúsum og frjálsum vilja, þó það kallist löglegt og fólkið haf stéttarfélag.
Yfirvöld í Hollandi ættu að taka skrefið til fulls og banna vændi og dóp með öllu, þó það geti haft ágrif á ferðamannastrauminn, þá er þetta ógeðslegt að hafa þetta bara löglegt og vona hið besta
![]() |
Rauða hverfinu í Amsterdam breytt í verslanir og íbúðir? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
20.9.2007 | 20:42
Stórar fréttir, dóp er flutt inn til landsins!!!
Umræðan í fréttum í dag fer að jaðra við heimsku. Þessi frétt er gott dæi þar að lútandi. Heimamenn sögðu að þetta væri vart í fyrsta skipti sem dóp væri flutt inn í gegn um Fáskruðsfjörð.......Wake up people.......að sjálfsögðu er þetta ekki í fyrsta skipti. Mætti stundum halda að fólk héldi að allt dóp á landinu hafi komið inn með flugi eða gámum......dööööhhhh. Þessi skúta var örugglega botuð í flutning og kemur á óvart að heimamenn létu ekki rannsaka það mál, en það kemur hvergi fram í fréttinnni að það hafi verið gert, allavega hefði mátt draga skútuna á land og bíða eftir að einhver sækti hana og rannsaka svo viðkomanid.
![]() |
Skúta skilin eftir á Fáskrúðsfirði í september 2005 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Einar Laverne Lee
Tenglar
Digital hljóð o.fl. því tengt
Allt sem tengist Daisy tækninni og digital hljóðbókum
Vinirnir
Vinir á öðrum bloggsvæðum
Bloggvinir
-
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
-
Þórdís tinna
-
Óttarr Makuch
-
Anna Lilja
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Bjarni Kjartansson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Bwahahaha...
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Gísli Foster Hjartarson
-
gudni.is
-
Guðmundur Gunnlaugsson
-
Gunna-Polly
-
Heiða B. Heiðars
-
Heiðar Már Guðlaugsson
-
Jens Guð
-
Kristinn Halldór Einarsson
-
Lilja Sveinsdóttir
-
Mín veröld
-
Nína
-
Ólafur Þórðarson
-
Ómar Ragnarsson
-
Pálmi Gunnarsson
-
Sigurbjörg Guðleif
-
Þröstur Helgason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar