Færsluflokkur: Bloggar

Hraðvirkni réttarkerfis í dópmálum

Það má með sanni segja að réttarkerfið okkar virki með hraði þegar á reynir.  Þetta virðist þó aðallega vera raunin í stórum dópmálum að því er virðist vera, og menn fá stóra dóma en níu ár er hæst dómur sem fallið hefur í dómáli hingað til.  Ekki er það til vansa að menn fái alvarlega doma fyrir svona mál, en manni finnst þó að réttarkerfið mætti virka hraðar og vera harðara í öðrum málum, en skemmst er að minnast vægra dóma fyrir misnotkun á börnum og í nokkrum nauðgunarmálum.

Í fréttum og spjallþáttum sjónvarpsstöðvanna virðist vera málið að þetta sé bara ljótur draumur, en fíkniefnaheimurinn er miklu stærri en menn gera sér grein fyrir og menn ættu að vakna uppp af þessum draumförum sínum.  Það er varla hægt að fara á djammið í miðbæ Reykjavíkur lengur án þess að verða fyrir einhverjum sem vill selja manni dóp, og maður tekur mikið eftir neyslu.  Það er ekki bara ákveðinn hópur i neyslu, eins og raunin var hér fyrir 20 árum.  Það er meira ein annar hver maður á einhverju sem er á djamminu um helgar, að því er virðist vera, en ekki skal ég þó fjöhæfa um það.

Efla þarf fíknó og hér með kemur áskorun á Björn Bjarnason að leggja aðaláherslu á fíkniefnalögregluna, því með minnkuðum eyturlyfjum er minna um glæpi.


mbl.is Þrír þeirra handteknu hafa verið leiddir fyrir dómara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kreppa á markaði

Jahá á miðað við það magn sem hér um ræðir mætti ætla að verði kreppa á markaði fíkniefna á landinu til einhvers tíma.  Mætti ætla líka að fréttir næstu daga verði fullar af þessu máli og einhverju því tengdu, þar með talið hækkun verðs á amfetamíni vegna þurrðar á markaðinum.  Mér finnst þetta stórgott dæmi um góða samvinnu lögreglu á norðurlöndum, en kannski líka sorgleg frétt af þv´að þetta lýsir fíkniefnavandanum á Íslandi að mínu mati.

Segi eins og einhver sagði í kommentum að ég vona innilega að þeir finni þá sem fjármagni þennan innflutning og vona að þeir fari á hausinn.


mbl.is 50-60 kíló af amfetamíni í skútunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona á að gera þetta

Ég vil óska lögreglunni til hamingju með að hafa fundið svona mikið magn af fíkniefnum og komið í veg fyrir dreifingu þeirra hér á landi.  Greinilegt að menn eru vel vakandi austur á fjörðum og við skulum vona að þetta sé byrjun á alvarlegu átaki í innflutningi fíkniefna til landsins.
mbl.is Lögregluaðgerðum að mestu lokið í Fáskrúðsfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

lengi haldið á ljóta ímynd miðbæjar

Mér finnst það alveg með ólíkindum hvað húsfriðunarnefnd hefur mikil ítök í að halda ljótri ímynd miðbæjar Reykjavíkur gangandi.  Þau hús sem voru dæmd til niðurrifs eru með þeim ljótari við Laugaveginn og flest í mikilli niðurníslu, að því er mig minnir að hafi komið fram í frétt um ákvörðun um niðurrif þeirra.  Mér finnst tími til kominn að fara  að breyta götumynd miðbæjarins emð nýjum húsum en þó í gömlum stíl.  Það má segja að verið sé að halda í gamla danska byggingarstílinn með því að halda í gömul hús á landinu, og ef það á að friða þau væri best að geyma þau bara á Árbæjarsafni.  Lóðirnar í miðbænum myndu nýtast mun betur ef tekð væri upp nýtt skipulag og húsalengjur samræmdar að hæð og útliti, í gömlum stíl, hannaðan af íslenskum arkitektum og jafnvel byggð úr íslensku eðalgrjóti.


mbl.is Tíu hús verði friðuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að lifa í kassa

Ég sagði ykkur það snemma á þessarri síðu að ég myndi koma með pælíngar í kring um mig og minn sjónmissi.  Ég hef aldrei verið mikið fyrir það að væla yfir því hversu slæmt ég hef það í lífinu,  heldur reyni ég yfirleitt að sjá skemmtilegu og björtu hliðarnar á hlutunum í mínu lífi.

Það er nefnilega margt spaugilegt sem komið hefur upp eftir að ég missti sjón og hér er eitt slíkt atriði:

Ég var nýbúinn að missa sjónina og var staddur í sumarbústað með fleira fólki.  Eins og von er á og mannasiður mikill í bústaðaferð fórum við miki í pottinn á meðan á dvölinni stóð.  Við eitt slíkt tækifæri, um seinnni hluta dags, fór ég upp úr og var á leið inn í bústaðinn.  Ákvað að fara bara úr öllu fyrir aftan bústaðinn og stóð þar svo bara kviknakinn að virða fyrir mér hlutina.  Kærastan mín þáverandi kemur sallaróleg til mín og spyr mig hvað ég sé að gera að standa þarna kviknakinn, svo ég spurði hvort það væri einhver á móti því sem þarna væri, hvort ég hafi sært blyggðunarkennd samgesta okkar í ferðinni.  "Nei, nei alls ekki," sagði hún, "en svona hundrað manns sem eru að grilla hér í nágrannabústðumnum gætu haft eithvað á móti því, allavega er allir að stara á þig kviknakinn hér á pallinum" sagði hún og hló.  En að sjálfsögðu sá ég ekki allt þetta fólk.

Þetta litla dæmi mitt var til að lýsa því að þegar að maður sér illa minnkar heimunn til muna og maður gæti alveg eins buið í kassa.  það tók mig langann tíma að uppgötva að heimurinn er stærri en maður sér álengdar.


Baráttan byrjuð hjá Samtökum atvinnulífsins

Það lítur út fyrir að þeir hjá SA séu að búa sig undir erfiða samningalotu fyrir næstu kjarasamningagerð.  Það lýsir ekki góðu þegar þeir nota frasann "setur fyrirtækjum þröngar skorður  " á eftir tölunni 3, 6 prósent launahækkanir.  Mætti halda að fyrirtæki á Íslandi væru bara rétt að meika það í erfiðri barátu, og laun starfsmanna hefðu þar allt um að segja hvort þau lifi árið af eða ekki.  Hvergi virðist vera meiri gróði á fyrirtækjum sl. ár en hér og þeir einu sem virðast ekki vera að hagnast á því er það fólk sem launin er umsamin af verkalýðsfélögunum. 

Ég persónulega vona að það verði allir sem vettlingi geta valdið mættir á kosningafundi sinna verkalýðsfélaga fyrir næstu kjarasamninga til að kjósa, og valda því að laun hækki verulega í næstu samningum. Það er kominn tími til að verkamaðurinnn fái sinn skerf að öllum þeim auðæfum sem flæða hér um allt land að því er virðist vera.


mbl.is Laun á Norðurlöndunum hafa hækkað um 3,6%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn ein spá um lækkun fasteignaverðs.

Það er nokkuð merkilegt að heyra svona kannanir.  Á sl. árum hefur það ósjaldan gerst að einhver greiningardeild einhvers banka sem kemur með svona spá og viti menn, húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu er í sögulegu hámarki og engin spáin hefur gengið eftir.  Maður fer svona að taka þessu eins og veðurspánni, ef það spáir rigningu, þá verður sól, ef það spáir lækkun, þá hækkar verð enn frekar.

Getur verið að Ísland sé eitt af fáum löndum þar sem offramboð á íbúðum gerir það að verkum að verð á þeim hækki.  Annarsstaðar hefði maður séð lækkun á verði, en ekki hér, neeeeiiiii!  Einhvern veginn tekst einhverjum alltaf að sannfæra þjóðina um að nú sé hagstætt að kaupa, þó staðreyndin sé allt önnur.  Ungt fólk í dag sér ekki fram á að geta keypt húsnæði fyrr en um þrítugt og Guð hjálpi þeim sem leigja og búa einir.  Þeir fá aldrei tækifæri á að kaupa íbúð á miðað við núverandi ástand.  Ekki nema til komi lottóvinningur, eða ofurlaun bankastjóra(sem teljast ólíklegri en lottóvinningur fyrir flesta) 

Ég spyr bara, hvert er þetta land að stefna?


mbl.is Landsbankinn spáir viðsnúningi í verðþróun á fasteignamarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lagast heilbrigðiskerfi USA á einni nóttu.

Heilbrigiðiskerfi Bandaríkjanna hefur verið í molum frá tíð Nixons er núverandi heilbrigðisstefna Bandaríkjanna var sett á laggirnar.  Nú er staðan sú að mikill fjöldi þjóðarinar, eða rúm tíu prósent eru án aðgangs að heilbrigðisþjónustu og staðan versnar ár frá ári.  Tryggingafélög þar vestra neita að tryggja fólk og finna allar leiðir til að losna undan því að borga þeim er þó virðast eiga rétt á því.  Það hlýtur að vakna upp spurning hjá fólki eftir að hafa horft á mynd Michael Moore, Sicko, hvort heilindi séu á bak við fyrirætlanir Hillary um samræmda heilbrigðisþjónustu, því í myndinni kemur fram að hún fær mikinn stuðning frá núverandi heilbrigðiskerfi í framboði sínu á þing og til forsetaembættis.  Ætli þetta sé enn önnur atlaga að Bandarískum almenningi sem endar með því að hálf þjóðin fær ekki heilbrigðisþjónustu?

Ekki fæst allavega séð að heilbrigðiskerfinu í Bandaríkjunum verða breytt til hins betra á einni nóttu, en þetta verður vonandi skref í rétta átt, svo lengi sem lobbíistar heilbrigðiskerfisins fái ekki sínu framgengt og loki fyrir allar breytingar á núverandi kerfi.


mbl.is Clinton setur fram hugmyndir að samræmdu heilbrigðistryggingakerfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

O.J. loksins bak við lás og slá

Já það var eitthvað bogið við þennann gaur.  Ég fylgdist með öllu þessu morðmáli í sjónvarpi á sínum tíma og það er alveg öruggt að hann drap fyrrverandi konu sína.  Ef hann hefði ekki verið frægur og haft nóg af peningum til að borga góðum lögfræðingum þá sæti hann bak við lás og slá fyrir morð í dag.

Nú er hann þó grunaður um vopnað rán í spilavíti og kominn bak við lás og slá fyrir það.  Bót í máli að mínu mati.  Svo ætti að setja í lög í USA að fólk megi ekki hagnast á dauðu fólki.  Finnst þetta ógeðsleg tilraun hjá honum að reyna að hagnast á eigin glæp(að mínu mati) og dauða konu sinnar fyrrverandi.  Og svo kemur hann fram í spjallþáttum til að lýsa því yfir að hann ætli aldrei að borga fjölskyldu hennar eina krónu af því sem þau fengu dæmt í bætur.  Glataður karakter þessi gaur


mbl.is O.J Simpson handtekinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Global warming, staðreynd eða ekki?

Maður hlýtur óneitanlega að velta fyrir sér þeirri spurningu þegar svona fréttir koma upp.  Það var jú fínt sumar á suðvesturlandi í sumar, en í fyrrasumar var kalt og rakt all sumarið.  Það hlýtur að velkjast í hugum manna hvort að þessi alheimshlýnun sé í raun og veru að verða að veruleika eða hvort þetta sé tímabundin loftlagsbreyting sem á sér stað núna.
mbl.is Afar óvenjulegt að snjó festi sunnanlands um miðjan september
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Laverne Lee

Höfundur

Einar Lee
Einar  Lee

Er í nýrnavél og reyni samt að vera jákvæður

póstfang; ell@hive.is

Persónulega bloggið er:

www.blog.central.is/lee33

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband